Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 15
LESBÓK MOKGUNBLAÐSINS 665 Forrjettindi til fjár «»*• menta hlýtur altaf að hafa verið meira í orði en á bcrði á meðan foreldr- arnir höfðu misjafnlega háar tekj- ur. Þetta var óhjákvæmilegt á því tímabili, er sósialisminn var að þokast af fyrsta stiginu (hver maður á að vinna eftir getu sinni og uppskera laun í samræmi við afköst sín) yfir á annað stigið (hver maður á að vinna eftir getu sinni og uppskera laun í sam- ræmi við þarfir sínar, — þ. e. eft- ír því hve mörg börn hann a, læknishjálp o. s. frv.) Jafnvel hinn bjartsýnasti gat ekki búist við því að algjörðu jefn- rjetti yrði komið á í einni svipan. Hinsvegar var ástæða til að ætla, að stjórn, sem stefndi, þótt hægt færi, að sósialisma, mundi gera sjer far um að draga úr þeim áhrifum sem mismunandi afkoma foreldra hlýtur óhjákvæmilega að hafa á börnin, — þ. e. reyndi að sporna við því, að um forrjettindi frá fæðingu yrði að ræða. En ráð- stjórnin rússneska tók þveröfuga stefnu. Erfðir voru aftur lögfest- ar, menn voru hvattir til að líf- tryggja sig, og það sem meira er, — börn afburðamanna fengu sjer- stakan ríkisstyrk þar til þau voru orðin fullveðja. Jeg tilfæri hjer að- eins eitt dæmi: „Látinn er eftir þunga sjúk- dómslegu, hinn víðfrægi flug- vjelasmiður, fjelagi N. M. Poli- karpov, hetja hinnar sósialist- isku vinnufylkingar, og meðlim- ur æðsta ráðs U.S.S.R. Hefir ráðstjórnin ákveðið að veita ekkju Polikarpovs og dóttur hans 100.000 rúblur í viður- kenningarskyni fyrir starf hans og ekkjunni auk þess 1000 rúbl- ur í mánaðarlegan lífeyri og dófttur hans 500 rúblur á mán- uði, þar til hún hefir lokið námi og ennfremur systur hins látna 400 rúblur á mánuði meðan hún lifir“. (Soviet War News, 2. ágúst 1944). Ungfrú Polikarpov elst þannig upp á heimili þar sem þrír með- limir fjölskyldunnar hafa saman- lagt í tekjur á mánuði 1900 rúbl- ur, án þess að vinna fyrir þeim, og eiga auk þess fjárupphæð, er nemur 100.000 rúblum, til að grípa til. Ef þessi sama ungfrú hefði verið fædd af foreldrum í stjett óbreyttra verkamanna og faðir hennar hefði orðið öryrki annað- hvort fyrir aldurs sakir eða vegna slysfara, mundi hún hafa alist upp á heimili með 30—75 rúblur í tekjur á .mánuði í stað 1900 rúblna, eins og eftirfarandi tafla sýnir: 2. Forréttindi til mennta. Misrjettið er ekki aðeins bund- ið við þá, sem fullorðnir eru og vinna fyrir kaupi, heldur nær það fyrir beinar aðgerðir ráðstjórnar- innar, jafnvel til hvítvoðungsins í vöggunni. Börnin í Rússlandi alast upp í fátækt eða ríkidæmi rjett eins og í auðvaldsríkjunum. Fyrsti varnargarðurinn gegn erfðum á forrjettindum fjell, er hin nýja stj órnarskrá ráðstj órnarríkjanna lögfesti erfðir á fjármunum, og annað enn veigameira var það, er frjáls og ókeypis aðgangur að námi var afnuminn með því að krefjast skólagjalds við æðri mentastofnanir. Tilskipun 2. október 1940 (Iz- vestia, 3. okt. 1940) mælti svo fyrir að skólagjald við framhalds- skóla skyldi vera 150—200 rúbl- ur og við háskóla 300—500 rúbl- ur á ári. Skólagjaldið fyrir fyrsta námstímabilið skyldi greiðast inn- an mánaðar frá birtingu tilskip- unarinnar. Afleiðingin varð sú að um 600 þúsund fátækir stúdentar gátu ekki greitt skólagjaldið og urðu því að hætta námi. (P. Meyer: The Soviet-Union: A new class Society Politics 1944, New York, bls. 83). Æðri mentun (frá 15 ára aldri)' varð þannig forrjettindi þeirra unglinga, sem áttu að foreldra, sem höfðu efni á að kosta þá til náms, en það var einkum fólk í stjett embættismanna, verkfræð- inga og mentamanna. Þróunin í þessa átt hófst löngu áður, en til ársins 1932 þurftu að minsta kosti 65% af námsmönnum við vjela- háskólana og verkfræðingaskólana að vera verkamenn eða börn verkamanna (Pravda, 13. júlí 1928). Með þessari ráðstöfun var komið í veg fyrir það að efr.aðir nemendur gætu bolað hinum fá- tækari frá æðri skólum. Með tilskipun 19. september 1932 var þessi verndarráðstöfun afnumin í framkvæmdinni. Eftirfarandi tafla sýnir hversu fækkað hefir verlca- Ellistyrkur (á mánuði) skv. tilskipun 8. jan. 1938. (Lagasafn 1939, nr. 1—1.) Fjölskylda nioð Fjölskylda með 2 1 ómaga ómaga eða fleiri Rúblur Rúblur 1. Námumenn og verkamenn í hrettu- legum iðngreinum 00 75 2. Yerkamenn í þungaiðnaði og við jám- brautir 50 60 3. Aðrir 30 40

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.