Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 20
G70 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Feikileg iiardneskja gagnvart verkalVA lag lífsnauðsynja í Rússlandi, er bendi til þess að ofangreindar nið- urstöður sjeu ekki rjettar. Enda mundi það reynast erfitt verk, þar eð niðurstöðurnar eru reistar á útreikningum samkvæmt heimild- um sem komnar eru frá ráðstjórn- inni, um framleiðslu matvæla, meðal-laun, fólksfjölda o. s. frv. Mismunurinn á launagreiðsJum á sviði landbúnaðar hófst með hinni frægu ræðu Stalins í febrú- ar 1933, er hann ávarpaði bænd- ur og hvatti þá til að safna auði. Það virtist í fyrstu óræð gáta hvernig fara ætti að því að losna við „bölvun jafnræðisins“, þar eð jarðirnar höfðu verið teknar til samyrkju og allir bændur áttu jafnan hlut í hinu sanieiginlega landi. En brátt varð fundin á jæssu hin snjallasta lausn: Framleiðslu landsins var ekki skift jafnt milli meðlima samyrkjunnar heldur eft- ir „vinnudögunum“, sem hver þeirra ljet í tje. Og skilgreining orðsins „vinnudagur“, var með ýmsum hætti, eftir því hvers eðl- is vinnan var. Þannig skyldi dags- verk verkamanns jafngilda hálf- um „vinnudegi“, dagsverk manns er færi með dráttarvjel, fimm, og dagsverk umsjónarmanna og stjórnenda fimm og jafnvel a!t að tíu „vinnudögum“. A máli auðvaldsríkjanna heiti'r þetta, að bændur urðu launþegar, og urðu að þola sama misrjetti um launakjör eins og verkamenn er unnu í verksmiðjum, og urðu að lúta forstjóra samyrkjubúsins, og undirmönnum lians hverjum af öðrum á sama hátt og verka- mennirnir í verksmiðjunum. Eins og jeg hefi áður getið um er miljónamæringurinn Berdyebekov forstjóri fyrir ríkisbújörðunum í Kasakstan, en það er alræmt fyr- ir að vera eitt af allra fátækustu hjeruðum Ráðstjórnaidýðveldisins. Verkamenn, bændur og her- menn eru þrjár meginstoðir Ráð- stjórnarlýðveldisins. Hermennirn- ir máttu hví ekki vera eftirbátar iðnaðar- óg bændastjettarinnar í baráttunni gegn hinni „smáborg- aralegu jafnræðisstefnu“ (þetta voru orð Stalins). Nú fær óbreytt- ur hermaður í Rauða hernum 10 rúblur í kaup á mánuði, liðsfor- ingi 1000 rúblur, yfirforingi 2400 rúblur (The Economist, 3. júlí 1943). Hlutföllin milli launa óbreytts hermanns og undirfor- ingja í breska hernum eru því sem næst 1 á móti 4, í ameríska hernum 1 á móti 3, en í rauða hernum eru hlutföllin 1 á móti 100. Það er fróðlegt að heyra hvað ráðstjórnarvinirnir segja um þetta fyrirbrigði. I bæklingi, er nefnd- ist „Miljónamæringar í Ráðstjórn- arríkjunum“, og kom út árið 1943 í kommúnista ritsafninu „Rúss- land í dag“, kemst höfundurinn, Reg. Bishop, þannig að orði: „Annað atriði, sem valdið hef- ir miklum misskilningi eru laun hermanna, — sem sje það, að óbreyttur hermaður í rauða- hernum fær mjög óveruleg laun, en yfirmenn tiltölulega há laun, — liðsforingi um 1000 rúblur á mánuði, yfirfonngi rúmlega 2000 rúblur, og aðrir hærri laun eftir því sem staða þeirra er hærri. Augljóst mál er það, að mil- jónamæringar Ráðstjórnarríkj- anna hafa ekki orðið til fyrir það, að þeir hafi þegið laun eftir tign. Jafn augljóst er og það, að hjer er ekki um stjettamismun að ræða, he'dur heilbrigða sosialistiska stefnu, í fullu samræmi við þær reglur er gilda um almennar launa- greiðslur í Ráðstjórnarríkjun- um. Allir karlmenn í Rússlandi eru herskyldir. Þeir eru í þión- ustu rikisins um takmarkaðan tíma og fá í staðinn lítilshátt- ar skotsilfur. Að þessum t.ím^ liðnum hverfa þeir aftur að borgaralegum störfum, venju- lega betur undir þau búnir en þeir voru áður en þeir voru kvaddir til herþjónustu. Enda- þótt laun þeirra í hernum hafi verið óveruleg, þá hafa þeir not- ið svo margvíslegra hlunninda, t. d. ókeypis frímerkja, ferða, hreinlætisvara (!), skemtana, reyktóbaks o. s. frv. — að þeir hafa að minsta kosti verið eins vel haldnir og hermenn annara ríkja“. Hvað ætli breski hermaðurinn mundi segja ef hermálaráðuneyt- ið lækkaði kaupið hans ofan í átján pence á viku og Sir James Grigg rjettlætti þessa ráðstöfun með því, að hermennirnir væru fluttir ókeypis á vígstöðvarnar, nytu auk þess þeirra hlunninda að fá tvö frímerki og átján vindl- inga ókeypis á viku og ókeypis að- gang að sýningum ENSA. (Leik- flokkar til skemtunar hermönnum. Þýð.). VIII. Vinnuskilyrðin og verkalýðs- félögin. Vinnulöggjöfin, er samkvæmt ummælum Molotovs, átti að verða til þess að menn öðluðust „monn- ingarlega afstöðu til vinnunnar", var svo miskunarlaus, að hún tók í því efni langt fram allri þeirri harðneskju er verkalýður fasista í Italíu og nasista í Þýskalandi átti við að búa. Framkvæmdarstjórum og verkstjórum í verksmiðjum var fengið vald í hendur til þess að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.