Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 25
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 675 ÍIMfc ;!"¥ >ílaí; -<&..Á <k,fr ÍLA.&I Þjóðaralkvæðagrciðsla talin gagnbyltíng 500.000 á ári, og eru þá ekki talin önnur tilfelli en þau, er voru svo alvarleg, að sjúkrahúsvist var nauðsynleg! Afleiðing þess, að fóstureyðing- ar eru bannaðar með lögum, er því sú, að efnaðar konur geta látið framkvæma hinar ólöglegu aðgerð- ir við tiltölulega góð skilyrði og látið fara sæmilega um sig, en þær sem fátæk^r eru, verða að stofna lífi sínu í hættu við það að framkvæma fóstureyðinguna sjálfar, eða að leita að öðrum kosti til skottulækna. Lögin um bann gegn fóstureyð- ingum voru einu lagafyrirmælin í sögu Eáðstjórnarríkjanna, sem opinberar umræður voru leyfðar um, áður en þau öðluðust gildi. Því var lofað að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um máíið og efnt var tii atkvæðagreiðslu um það í nokkrum verksmiðjum, til reynslu. Kom þá í ljós að meiri- hlutinn var á móti lögunum. Var þá hætt við að bera málið undir atkvæði þjóðarinnar og var bann- ið lögfest með tilskipun 27. jan- úar 1936. (Lagasafn 1936, nr. 309). Þessi hættulega gagnbyltingar- tilraun, — að leita álits almenn- ings, — hefir ekki verið endurtek- in síðan. En því má bæta við, að kröfur þær, er hin nýju lög gera um að viss læknisfræðileg skilyrði þúrfi að vera fyrir hendi, til þess að fóstureyðing megi fara fram, og allur sá málarekstur, sem tii þess þarf, að fá á því staðfestingu yfirvaldanna, eru miklu strangari en í Þýskalandi, Stóra-Bretlandi og Bandaríkjunum. Þessar síðustu athugasemdir eiga einnig við um nýju hjóna- skilnaðarlögin frá 1944. Rjettar- farið í skilnaðarmálum minnir einna helst á hinn illræinda rann- sóknari'jett miðaldanna. Hafi menn- í hyggju að höfða skilnað- armál, verða þeir, sem þess æskja — maðurinn eða konan, — að til- kynna það í dagblaðinu á staðnum, á eigin kostnað (24. gr. kafli C.) Hvað þetta hefir að segja, veit sá einn, sem þekkir rússneska smá- boi’g eða þorp. Á vegabi’jef hjónanna er skx’áð nákvæm lýsmg á hjónabaridi þeii’ra og skilnaðai’ástæðan, — en í Rússlandi verða menn að sýna vegabrjef sín við öll hugsanleg tækifæri, við matarúthlutun, vinnuráðningu eða ef sótt er um leyfi til að ferðast með járnbraut- arlestinni innan hjeraðs. Málareksturinn fer fram fyrir opnum dyrum, — fyi’ir þjóðai'- dómstólnum, — en hlutverk hans er það eitt að reyna sættir með aðilum. Takist þær ekki er hlut- vei’ki hans lokið, því hann hefir ekki vald til þess að veita skilnað. En sá sem skilnaðar æskir getur leitað til æðri i’jettar til þess að fá sjer tildæmdan skilnaðinn (25. gr). Vel má vera að þessi æðri rjettur veiti skilnaðinn, en hitt getur líka komið fyrir, að hann neiti um hann. Um það fer alt að geðþótta dómarans, því lögin segja ekkei’t um það hvað sjeu gildar ástæður fyrir hjónaskilnaði. Þegar þess er gætt að viður- kent markmið laganna er að vinna gegn hjónaskilnaði, þá hlýtur sá dómari, er gengur gegn þeirri stefnu, með því að leyfa hjóna- skilnað, að vera gæddur meira en meðal hugdirfsku. Annars getur sá, er skilnaðai’ins æskir, ef hann þá ekki hefir fengið sig fullsadd- an, áfi’ýjað máli sínu til hjeraðs- dóms, — fjórðungs- bæjai’- eða hæstarjettar, en það tekur nokk- ur ár og kostar offjár. Skilnaðar- leyfið kostaði áður 50 í'úblur en nú 500—2000 rúblur og eru þá ekki meðtalin laun málafærslumanns og annar kostnaður (27. gr.)_ Sjeu öll útgjöld reiknuð, kostar skilnaðarmál, sem útkljáð er fyr- ir fyrsta dómi, sem rjett hefir til þess, sveitardómstólnum. ekki minna en 3000 rúblur, og er þá farið vægt í sakirnar. Meðal tekjur hins rússneska borgara, á mánuði, voru samkvæmt síðustu stjói’nar- skýrslum, árið 1938, 289 rúbl- ur. Þegar frá eru dregnir skattar og launaskerðing, verður niður- staðan sú, að minsti kostnaður við skilnaðai'mál, verður mun hærri en nemur meðalárstekj um hins rússneska borgara. Með öðrum orðum: þó ekki væri nema af fjárhagslegum ástæðum, þá er hjónaskilnaður ókleifur öll- um þeim, sem minni tekjur hafa, en yfirverkfræðingar, forstjórar og æðri embættismenn. En eins og áður er sagt, er það ekki fjárhags- hliðin ein, sem örðugleikunum veldur. t ágúst 1944 skýrðu blöðin frá því að fyrsta mánuðinn eftir að hin nýju skilnaðarlög gerigu í gildi (8. júlí 1944), hefði ekki komið frarn ein einasta skilnaðar- beiðni í gjörvöllu Ráðstjórnar- ríkjasambandinu. Með lögunum er hjónaskilnaður í raun og veru algjörlega afnum- inn, nema í hlut eigi hinar æðri forrjettindastjettir. Þetta er hið viðui’kenda mai’kmið laganna og ráðstjórnin hefir aldrei tekið mál- in neinum vetlingatökum. Hvert ráðstjórnarríkjanna hef- ir að orði kveðnu í'jett til þess að segja sig úr ríkjasambandinu, — og möguleiki hins rússneska boi'g- ai'a til að fá hjónaskilnað eru álíka miklir og möguleikar Ukrainu til þess að öðlast sjálfstæði. Aðalhlutverk eiginkonunnar í Rússlandi er að eignast börn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.