Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 11
LESBOK MORGUNBLAÐSINS GCl Játuðu á sig glæpi vegna ættnienna IV. Innri og ytri sannleikur. í fullan mannsaldur hefir Rúss- land verið einangrað frá umheim- inum af nýjum kínverskum múr, sem kastað hefir skuggum sínum á báða vegu. Fáfræði almennings í Rússlandi um hversu ástatt væri í auðvaldsheiminum var jafnvel meiri en vanþekking manna í auð- valdsheiminum á ástandinu í Rúss- .landi. Eina huggun hins rúss- neska almennings var sannfæring hans um að fjelagarnir í auðvalds- ríkjunum byggju við ennþá verri kjör en hann. Menn hugsuðu sem svo, að verið gæti að þeir væru í hreinsunareldinum, en þá væru fjelagar þeirra erlendis í helvíti. I kvikmyndum, útvarpi, blöðum og í bókmentunum var heiminum utan múrsins eða landamæranna lýst svo, áð hann væri bygður feitum bankastjórum sem hvers- dagslega ger.gu í kjól með pípu- hatt, eða yfirstjettarmönnum með stirðnað kuldaglott á vör, og svo hinsvegar dauðsveltum öreigalýð, er heföist við í kjallaraholum og bruggaði þar launráð sín. Það var heimur fullur hryllinga hinna rússnesku ævintýra. I kvikmynd, er jeg sá í Moskvu árið 1933, var þýskur vísindamað- ur húðstrýktur í neðanjarðar- hvelfingu í kaþólsku munka- klaustri. Voru það munkar, sem húðlátið frömdu með aðstoð þýskra stonnsveitarmanna. For- spjallið að myndinni var eftir Lunatcharsky fyrrum menr.ta- málaþjóðfulltrúa Soviet-Rúss- lands. Kvikmynd þessi var gerð með það fyrir augum að sýna hana eintmgis í Rússlandi og munaði miklu hve ljelegri hún var að listagildi en fyrri snildarverk af þessu tagi, er ætluð voru til áróð- urs erlendis. Jeg minnist einnig jafn giögg- lega annars atviks. Vinsæll ukra- inskur rithöfundur var að skrifa smásögu, sem gerðist í London. Hann var kominn í ógöngur með atriði þar sem lögregluþjónn hrindir verkamanni sem er á sunnudagsgöngu, út af gangstjett- inni. Hann leitaði ráða til mín. Hvað mundi lögregluþjónninn segja? Og hvaða iilyrðum mundi hann hreyta út úr sjer? .„Spurningin er aðeins sú“, sagði jeg, „hversvegna lögregluþjónninn hrindir manninum út af gang- stjettinni“. „Nú, — það er auðvitað“, sagði rithöfundurinn. „Jeg sagði yður að hann væri verkamaður. Hann var flibbalaus og ekki með neitt háls- bindi“. Hann var í einlægni sannfærður um það, að í auðvaldsborginni London, gengu lögregluþjónarnir um á sunnudagsmorgnana og hrintu öreigunum út af gang- stjettunum. Og þetta var alls ekki ómentaður maður. Hann var ung- ur maður, er hafði hlotið háskóla- mentun í Rússlandi og vinsældir hans sem rithöfundar fóru sívax- andi. Hugmyndir Rússa um auð- valdsskipulagið voru álíka fráleit- ar og hugmyndir lesenda Daily Mail um Bolsevismann. Sama einstrengingslega aðferðin var notuð gegn. andstöðunni heima- fyrir í Rússlandi. Emræðisstjórn- in, sem stóð og fjell með sínum eigin óskeikulieik gat ekki leyft það að almenningur fengi vitneskju um það, að pólitískur ágreiningur væri innan flokksins. Þessvegna hlutu hinir ákærðu ' í Moskva-rjettar- höldunum að vera meðal hinna svörtu sauða. Það var óhugsan- legt að viðurkenna, að þeir væru heiðarlegir stjórnmálamenn, sem að vísu væru í andstöðu við st jórn- ina. Það varð að láta þá leika hlutverk gagnbyltingarmannsins, sem er flugumaður erlends ríkis, — ekki af sannfæringu, heldur af því, að honum er borgað fyrir bað, eða af einhverjum öðrum djöful- legum hvötum. Fórnarlömbin tóku að sjer þessi hlutverk, af mismunandi ástæð- um, eftir því sem hver var gerður. Menn eins og Bukharin, sem að- hyltust sömu lífsskoðun og ákær- endur þeirra, gengu í þennan leik af frjálsum vilja, af því að þeir voru sannfærðir um, að það væri seinasta fórnin, sem þeir gætu fært flokknum, þar eð þeir höfðu beðið stjórnmálalegan ósigur og höfðu því samkvæmt miskunnar- lausum öfgum eim*æðisríkj anna fyrirgert lífi sínu. Aðrir, sem voru útslitnir eftir ævilanga baráttu, hugðust að geta með því bjargað lífi ættingja sinna, sem haldið var sem gislum, þó að þeir gætu ekki bjargað sjálfum sjer (sbr. um- mæli Kamenevs um son sinn í öðru rjettarhaldinu). Og enn aðrir, sem lítilsigldari voru höfðu látið bug- ast af andlegum og líkamlegum pyndingum og loforðum um misk- un, sem þeir í einfeldni sinni trúðu á í lengstu lög. Að síðustu voru lögreglunjósn- ararnir, sem ekkei*t áttu á hættu. Játningarnar í Moskvu eru þeim einum dularfullar, sem leita einn- ar sameiginlegrar skýringar á framkomu þessara manna, sem meðgengu af svo mismunandi hvöt- um. Aðferð sú í áróðursstarfsemi Rússa heimafyrir, að gei*a alt sem einfaldast og skiljanlegast leiddi til þeirrar hefðar, að þeir sem ákærðir voru um politíska glæpi, urðu í rjettarhöldunum að játa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.