Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 12
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 002 Molotov meA ••liiigsjjónastefiur* llitlers sakir þær er þeir voru bornir, af- dráttarlaust og ótilneyddir. Og þegar þessari hefð var einu sinni komið á, var ekki frá henni vikið. Hjer er skýringin á því furðu- lega fyrirbrigði að í rjettar- höldunum í Kharkov yfir þýskum stríðsglæpamimnum í desember 194H voru hinir þýsku liðsforingj- ar og undirforingjar látnir hegða sjer eins og persónur í sögum Dostojevskys. Einn þeirra sagði frá því við rjettarhöldin, ótil- kvaddur, að hann hefði eitt sinn, við fjöldaaftöku á rússneskum mönnum, tekið vjelbyssuna af ein- um hermannanna og skotið með henni móður méð barn í fanginu. Útlendingum, sem viðstaddir voru rjettarhöldin í Kharkov (en þau voru kvikmynduð og myndin sýnd opinberlega í London) þótti þau ekki síður óeðlileg en rjettarhöld- in í Moskvu. Hinir ákærðu tö'.uðu með íburðarmiklum orðum, sem þeir bersýnilega höfðu lært utan- að og stundum gripu þeir fram í fyrir hinum opinbera ákæranda á röngum stað, eins og þeir hefðu gleymt markorðinu, en komu svo að sama efni aftur. Það er enginn vafi á því, að Þjóðverjar frömdu hrvðjuverk í Rússlandi, svo gífurleg, að þau eru með öllu óskiljanleg vestræn- um hugsunarhætti. En að þessir ákveðnu Þjóðverjar hefðu framið þessa sjerstöku glæpi, seirTþarna var um að ræða, var ekki sannað með neinu, nema játningu þoirra sjálfra. Þetta dregur á engan hátt úr hinni hræðilegu sekt nasism- ans, en það sýnir að hið rússneska rjettarfar er orðið svo klafabund- ið áróðursþörfinni heimafyrir, að það hefir glatað möguleikanum til að gera jafnvel sannleikann senni- iegan. Rjettarfar, sem notað er í þágu áróðurs, hlýtur að bera fráleitan árangur. Samkvæmt niðurstöðu Moskvurjettarhaldanna var Trot- sky þegar orðinn flugumaður (er- indreki) erlends ríkis um það leyti er hann var yfirmaður Rauða- hersins og braut á bak aftur er- lenda íhlutan. Og frumkvoðlar rússnesku bylt- ingarinnar voru allir, að Stalin undanskildum og þeim sem dáið höfðu nógu snemma, erindrekar bresku, þýsku eða japönsku leyni- þjónustunnar. Þeir drápu Gorki á eitri og reyndu að byrla yfirmanni G. P. U. (sem síðar reyndist sam- sekur þeim) baneitraða kvikasilf- ursupplausn, voru önnum kafnir við að kasta skrúflyklum inn í vjelar, seldu smámsaman föður- land sitt í hendur hinum svívirði- legasta erlenda lýð fyrir ærið fje, reyndu að myrða Föður Stalin og höguðu sjer yfirleitt eins og glæpamenn af verstu tegund. Ef verjendum kommúnismans væri bent á þessar firrur og mót- sagnir, mundu þeir segja bær ósannindi. En ef þeim væru sýnd- ar hinar opinberu skýrslur, sem gefnar voru út í Moskvu um rjett- arhöldin, mundu þeir að vísu játa að þær væru ýktar, en segja um leið þeim til rjettlætingar, að þær væru ætlaðar hinum fáfróða al- menningi í Rússlandi. í raun og sannleika er rússnesk alþýða póli- tískt þroskaðasta eða óþroskað- asta alþýða í heimi, alt eftir því sem við á í það og það skifti. Áhrif þau sem „sannleikurinn til heimanotkunar" hefir haft á rússneskan almenning hin síðustu tuttugu ár munum vjer ræða í næsta kafla. V. „Breska stjórnin hefir lýst vfir því, að markmið hennar í styrjöld- inni við Þýskaland sje hvorki meira nje minna en gereyðing Hitlerstefnunnar. Þetta þýðir það, að Bretar og Frakkar hafa sagt Þjóðverjum einskonar „hugsjóna- sti*íð“ á hendur. Minnir það á trú- arstyrjaldir fyrrum. Ekkert er það til, er rjettlætt getur styrjaldir af þessu tagi. Menn geta aðhylst, eða verið and- vígir hugsjónum þeim sem í Hitlerstefnunni eru fólgnar, eins og raunar öðrum hugsjónastefn-- um, því það fer eftir skoðunum manna á stjórnmálum. En þess skyldu allir menn vera minnugir að hugsjónum verður ekki útrýmt með valdi. Það er því ekki ein- ungis heimskulegt heldur og g!æp- samlegt að heyja styrjöld sem þessa, til þess að „gereyða Hitlers- stefnunni“, — en hafa að yfir- skyni að hún sje barátta fyrir lýð- ræðinu“. Þannig fórust orð Molotov, ut- anríkisþjóðfulltrúa Rússa á fundi æðsta ráðs Ráðstjórnarríkjasam- bandsins 31. október 1939. Er ráðstjómarvinunum er bent á þessa ræðu og aðrar henni lík- a,r, er fluttar voru á árunum 1939 —1941, þá svara þeir með drýg- indalegu brosi að þetta hafi verið neyðarúrræði, til þess eins að vinna tíma og kalla það „bylt.ing- ar-herbragð“. Stalin—Hitler sáttmálinn var kænskubragð til þess að friða Þýskaland þangað til Rússíand væri undir það búið að leggja út í styrjöld, að sama skapi og upp- lausn „Kominterns“ og vinsamleg yfirlýsing Earl Browders í ga.rð auðvaldsskipulagsins var bragð til þess að láta bandamenn ekki ugga að sjer þangað til alt væri búið undir næstu byltingaröldu. Sömu rök og þessi eru borin fram til varnar hverri ráðstöfun,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.