Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 653 Töfrabrögð íalsröksemdan n a flokkanna í ýmsum löndum, sýna aðeins í stækkaðri mynd, brevt- ingar þær, sem orðið hafa á utan- ríkispólitík Rússa — svipað því er aukavagn, sem fest er aftan í bíl rykkist og veltur til og frá. Þessa þróun málanna kölluðu menn „kenninguna um sosialisma eins lands“. Föðurland öreiganna var það höfuðvígi sem varð að vernda. Jafnvel þótt fyrir það yrði að fórna þeim, sem stóðu fyrir ut- an, þ. e. kjarnanum í byltingar- hreýfingunni í Evrópu. Síðar meir, er vígið hafði verið nægilega treyst, átti setuliðið að ryðjast út úr því og frelsa þá, sem voru extra muros — utan virkisins. Fórn þessara manna bar að líta á sem lán, veitt til langs tíma og skyldu þeir hljóta hin dýrlegustu laun, er að skuldadögunum kæmi. Þannig var enn einu sinni lögð áhersla á Messíasarfyrirheitið. Sú stað- reynd, hversu Rússland fjarlægð- ist hinar vinnandi stjettir í Ev- rópu og hversu erfitt var að kom- ast inn í landið nema sem rækilega undirbúinn pílagrímur, gerði sitt til að fjarlægja Rússlahd enn meira veruleikanum, og örva ímyndunaraflið og Soviet-trúna. III. Hin óhcillavccnlegu áhrif þcss- arar stefnu á vinstri flokkana í Evrópu eru orðin söguleg stað- reynd. Um gjörvalla Evrópu urðu kommúnistaflokkarnir ósjálfrátt til þess að skapa fasismann. Þeir af leiðtogunum og óbreyttum liðs- mönnum, sem höfðu vitsmuni og þor til að mótmæla þessari stefnu Soviet-kommúnista voru ýmist drepnir, reknir úr flokknum eða kærðir fyrir lögreglunni. Einræðisfyrirkomulagið í „Ko- mintern“ var aðeins spegilmynd af einræðisstjórn Soviet-sam- bandsins. Aðferðir kommúnista til að vinna hylli verkamanna og mentamanna í Evrópu voru hinar sömu og Rússar beittu við þjóð, sem að hálfu leyti var Asíuþjóð og í raun og veru bæði ólæs og óskrifandi, en um leið virtu þeir algerlega að vettugi vestrænan hugsunarhátt og aðstæður. Á betta hafa margir af gagnrýnendum „Komintern" bent ítarlega, svo sem Trotsky og Borkenan. En þeir hafa aðeins tekið hina stjórnmálalegu hlið málsins til meðferðar. Eftir er að gera grein fyrir hinum sálfræðilegu ástæðum er til þess liggja, að meirililuti kommúnista og skoðanabræðra þeirra utan Rússlands hafa látið sjer þetta ástand lynda. Og hver er þá skýringin á því að miljónir manna í Vestur-Evrópu hafa með velþóknun fallist á hin- ar sífeldu aftökur, síendurteknar bannfæringar leiðtoga, sem áður voru vinsælir og mikilsmetnir, — á það hversu hinn óbreytti l;ðs- maður var með öllu áhrifalaus um stefnu flokksins, hversu þúsund- um mannslífa hefur verið fórnað í vonlausu æfintýrabraski, en þess á milli verið látið undan óvinunum og gerðir við þá vináttusamning- ar, — hversu vígorðin voru notuð í öfugri merkingu við það, senr fólst í sjálfum orðunum, hversu því var afneitað með fyrirlitningu, sem áður var talið hið eina sanna, hversu loftið var þrungið af dylgjum og ákærum og blindri tilbeiðslu, — já hvernig hafa menn getað gleypt við þessu og það jafnvel af frjálsum vilja og sjálfs- aga, án þess að hafa yfir höfði sjer svipu Gestapo eða G. P. U. til þess að hressa upp á aðdáunina. Þegar hæfileikinn til gagnrýni bregst svona gersamlega, bendir það ávalt til orsaka, sem virðast óskiljanlegar í fljótu bragði. Mað- ur gæti freistast til að kalla það taugabilun, ef það væri ekki vitað að hinn sanni trúmaður (hvort sem hann trúir á Krist eða kom- múnismann) er að jafnaði ham- ingjusamari og rólyndari en guð- leysinginn eða Trotskysinninn. Ilinar rótgrónu írumhugmyndir mannsins valda því aðeins tauga- bilun, að efinn geri vart við sig svo að til árekstrar komi. Til þess að bægja efasemdunum frá er kom- ið á mjög handhægu varnarkerfi. Hinar ytri varnarráðstafanir eru að kaþólskri fyrirmynd. Ákveðin rit voru bannfærð, svo sem bækur Trotskysinna og mönn- um bar að íorðast alt samneyti við villutrúarmenn og þá sem þóttu grunsamir. Þetta veldur um- burðarleysi, svipuðu því, sem ger- ist með sértrúarflokkum, og sem kemur oft fram, jafnvel hjá hinu dagfarsbesta fólki, í ofsa, svo miklum að furðu gegnir. Hinar innri varnir eru mannin- um ósjálfráðar. Þær eru einskonar töfrahringur, er hugurinn slær um þær skoðanir, sem vernda á. Rök- um þeim, sem komast innfyrir hringinn er ekki svarað með skyn- semi heldur með sjerstökum fals- rökum. Fjarstæður og mótsagnir, sem utan töfrahringsins mundu taldar einskis nýtar, eru teknar góðar og gildar með ljómandi gerfirökum. Því meiri andlegum þroska sem maðurinn er búinn, því glæsilegi'i eru falsi'öksemdir hans. Skólaspekin, siðgyðingsspek- in og' gullgerðavísindin eru furðu snjöll og sjálfum sér samkvæm. En hjd sanntrúuðum kommún- ista er höfuðreglan sú, að þó að' fuliiji ðing sje í sjálfu sjer hárrjett, þá geti hún verið rökfræðilega röng.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.