Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 16
666 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS llörnum fátækra bolað frá skólum mönnum og börnum verkamanna við æðri skóla: 1933 1935 1938 % % % Hánkújur ...........50.3 45.0 33.9 Framhaldsskólar .... 41.5 31.7 27.1 (Tekið úr Sozialisticheskoie Stroitel’stvo SSSR, Mpskva 1:12,4, bls. 410 og 1936 bls. 576 og kul’- turnoie Stroitel’stvo SSSR, Moskva 1940 bls. 114. En augljósast verður hvert stefnir þegar athugaðar eru nið- urstöðutölurnar úr iðnskólur.um, því þaðan eru menn teknir í mik- ilvægustu forstjórastöðurnar í ráð- stjómarrikjunum. Þær tölur líta þannig út: Verkamenn og bÓrn þeiiTa.... 43,5%, BændUr og -börn þeirra ..... 'J ö% Skrifstofumenn, sjerfrscðingar og börn þeirra ............... 45.4% (Tekið úr bók Solomons Schwarz: ,,lleads of Russian Factories“, Social Research, Sopt. 1942, New York, bls. 324). Eftir að skólagjaldi var komið á 1940, voru stofnaðir liðsfor- ingjaskólar (,,Suvorov hcrskólarn- ir) og var sonum liðsforingja sjer- staklega ívilnað um. aðgang að þessum skólum (tilsk. 23. ágúst 1943). — Þá eru einnig til sjer- stakir skólar fyrir börn embætt- ismanna. Hinsvegar eru bern þeirjra manna, sem ekki hafa ráð á að greiða fyrir þau skólagjöldin við framhaldsskólana, kvödd ti) 4 ára skylduvinnu, er þau hafa lokið barnaskólanámi (tilsk. 2. október 1940). Eru þau þá þjálfuð í sex mánuði og alt að tveim árum til sjerstakra starfa síðarmeir, en að þeim tíma liðnum er þeim skylt að taka að sjer störf hvar scm vera skal. Af þessu fyrirkomu- lagi leiðir það,að börn verkamanna og bænda verða að öllum jaínaði verkamenn og bændur, en börn þeirra, sem hærra eru settir, þok- ast af sjálfu sjer í hærri stöður. Fátæklingamir! njóta að vísu námsstyrkja, en skilyrðin fyrir þeim eru mun strangari en í flestum auðvaldsríkjum. Til þess að öðlast slíka styrki þurfa menn að hafa fengið við próf ágætis- einkunn að minsta kosti í % hluta r,ámsgreinanna en fyrstu einkunn í hinum. Staðreynd sú, að börn fátækra manna þurfi að sýna frábæra hæfileika til þess að fá að afla sjer þeirrar mentunar, sem rjett er skilyrðislaust að sonum hinna ríku, bendir óneitanleqa til þess að það djúp sjc staðfest á milli stjettanna, sem afburðamaðurinn einn getur komist yfir. Þróunarstig þessara mála eru tvö. Fyrst fór fram stjettaskift- ing eftir tekjum, — og var það óhjákvæmilegt. En því næst er þessi stjcttaskifting eftir tckjum, er til næstu kynslóðar kemur, lát- in nú til allra þcgar frá fæðingu, fyrir beinar aðgcrðir ríkisvabis- ins. Arfgeng embættismannastiett, iðnaðarmannastjctt og heríor- ingjastjett verður uppistaðan í þessu nýja stjetta-þjóðfjelagi, og ræður engu í því cfni hver fvam- leiðslutækin á, heidur hverjir bað eru, sem fara .með völdin í land- !nu. Og allar þessar stjettir sýna sömu viðleitni til að halda við völdum sínum og sjerrjettindum, eins og í öðrum ósviknum stjetta- þjóðfjelögum, er sagan greinir frá. Erfitt er að sjá hvernig hægt er að rjettlæta allar þær tilskip- anir og lagaboð, sem þróun þessi er reist á, með því, að þau sjeu ,,bráðabirgðaráðstafanir“ - eða „neyðarúrræði á erfiðum tímum“. Erfðarjetturinn var trygður með stjórnarskráuni, sem vissulega átti ekki að vera neitt dægurplagg. Og ekki er hægt að segja að það hafi verið gert til þess að þóknast Churchill og Roosevelt, er ráð- stjórnin árið 1932 svifti verka- menn þeirri vernd, er þeir höfðu notið gegn því að efnamennirnir gætu bolað þeim frá námi við æðri skóla. Og ekki verður heldur tal- ið að ráðstjórnin hafi sett skóla- gjöldin á, til þess að flýta fyrir innrás bandamanna á meginland- ið. Ef um væri að ræða eina ein- ustu tilskipun um mentamál. á síðasta áratugi, er til framfara horfði, þá gæti maður ef til vill vcrið í vafa um raunverulegan ásetning ráðstjórnarinnar. Jeg skora því á hina hneyksluðu Soviet-vini, er lesa þessa bók, að benda á, þó ekki sje nema eina slika tilskipun. Hið sama er að segja um kenslu- aðíerðirnar, það sem kent er í skólunum og þann anda, er svíf- ur þar yfir vötnunum. Allar nýj- ungar í kenslu, allar tilraunir og aðferðir, er vænlegar voru til nyt- semda, hafa verið lagðar niður í Rússlandi. Samskólar eru þar okki lengur til. Piltar og stúlkur mega ekki vera í sama skóla, er þau eru orðin 12 ára. Kepni milli kennará og nemenda hefir verið afnumin. Ameríska kensluaðferðin, hin svo- kallaða pedologi, er tekin yar upp í Rússlandi á fyrstu árum bylting- arinnar, og miðar að því að hag- nýta sem mest athafnaþrá og for- vitni barnsins, hefir einnig ver- ið lögð niður með þeim forsend- um að hún sje reist á „fölskum vísindum", sem ,sjeu „skaðleg og andstæð marxistastefnunni". En 'í stað hennar hefir ráðstjórnin endurvakið hina ómenguðu „marx- istastefnu“ með því að lýsa yfir eftirfarandi meginreglum:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.