Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 18
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
608
■•rítugfttld «s< hnndrattfttld laun
við að búa í auðvaldsríkjunum,
eins og jeg mun brátt sýna fram
á. Menn hafi það hugfast, að þess
var ekki getið að leið þessi væri
farin til bráðabirgða og vegna illr-
ar nauðsynjar, heldur var því
beinlínis haldið fram, að hjer væri
um stórsigur atl ræða fyrir hina
sósialistisku lífsskoðun.
Jafnnauðsynlegt hinum unga
rússneska iðnaði var, að koma á
hagfeldu vinnukerfi. Það þurfti
að leggja niður einstaklingsaðforð-
iniar við framleiðsluna en taka
upp hina fullkomnustu verkaskift-
ingu, nota hin hraðvirkustu tæki,
og greiða verkamönnum kaup eft-
ir afköstum þeirra. Alt var þetta
gert aðgengilegt mönnum með því
að prýða það hinni rómantísku
gyllingu „Stakhanovismans", sem
er eitt hið furðulegasta áróðurs-
bragð síðari tíma.
Kvöldið 30. ágúst 1933 losaði
Alexei Stakhanov, ungur kola-
námumaður, er vann í Donetznám-
unum á 6 stunda vinnuvakt sinni,
102 smálestir af kolum í stað 7
smálesta, sem venjulegt var, — eða
um fjórtán sinnum meira en með-
al afköstum nam. Nokkrum dög-
um síðar jók hann afköst sín enn,
fyrst með því að losa 175 smá-
lestir og seinna 227 smá-
lestir á einni „vakt“ eða þrjátíu
og tvisvar sinum meðalafköst.
(Verkamenn i landi Sosialismans.
Þing Stakhano\Tnanna í Moskva
1936.)'
Útvarp, blöð og ræðumeím um
gjörvöll ráðstjómarríkin lofsungu
þetta stórfenglega afrek Stak-
hanovs, með hrifningu, sem er
sambærileg við þau áhrif er sýnir
Bernadettu frá Lourdes höfðu á
menn. Brátt fóru fleiri krafta-
verk að gerast. Dyukanov námu-
maður losaði 125 smálestir á
„vaktinni" og E. Vinogradova og
M. Vinogradova vefarar við No-
gin-verksmiðjurnar juku svo af-
köst sín að annar þeirra gat anri-
ast 144 en hinn 150 vefstóla í stað
16 til 24 áður. Pravda gat um
mann í trjesmíðaverksmiðju, er
innti af hendi starf 63 heflara,
55 manna er settu saman smíðis-
gripina og 15 sögunarmanna.
Brátt kom að því að hver verk-
smiðja hafði á að skipa verka-
mönnum er afköstuðu 200%, 500,
1000, eða jafnvel 2000% miðað við
meðalafköst.
Stakhanov birti sjálfur leyndar-
dóm þessara ,,kraftaverka“ í ræðu,
er hann flutti á fyrsta þingi „Stak-
hanovmanna“. Hann kvaðst hafa
tekið eftir því, að hann og fjelag-
ar hans notuðu loftborinn ekki
nema lítinn hluta vinnutímans,
vegna þess, að er þeir höfðu los-
að nokkuð af kolum, urðu þeir að
hætta að bora, til þess að flytja
kolin í burtu, og gátu ekki byrjað
að bora aftur fyrr en því verki
var lokið. Að fara þannig úr einu
verki í annað olli mikilli tírra-
eyðslu, og hann komst því að þeirri
niðurstöðu að vinnuflokkur mundi
ná betri árangri ef einn maður
gerði ekkert annað en að losa kol-
in, en hinir ynnu að því að bera
frá honum og önnur störf er með
þyrfti.
Hjer var, með öðrum orðum,
komin á verkaskifting, sem um
áratugi hafði verið talin sjálfsögð
í námuiðnaði Vestur-Evrópu. Þar
með voru lagðar niður hinar æva-
gömlu og þægilegu vinnuaðferðir,
sem rússneskir námumenn sættu
sig svo illa við að falla frá. og
þeir neyddir til að taka upp verka-
skiftinguna í hinu barnalega og
rómantíska gerfi Stakhanovism-
ans.
Auðvitað var verkaskiftingin,
sem slík, nauðsynleg alveg eins
og mismunandi launagreiðslur. En
eins og misræmið í launakjörum
manna fór langt fram úr því, sem
þektist í auðvaldsríkjunum, eins
leiddi verkaskiftingin til þrælkun-
ar verkalýðsins, sem rekinn var
áfram miskunarlaust, undir því
yfirskyni að það væri sosialistisk
nauðsyn.
„Stakhanovhreyfingin er sjer-
stætt ráðstjómarfyrirbrigði, —
sjerstætt sosialistiskt fyrirbrigði“,
sagði Ordshonikidse þjóðfulltrúi
þungaiðnaðarins á þingi Stakha-
novmanna. Og Molotov fórust
þannig orð: „.... Hjer er því
ekki um það að ræða hvort rnenn
ofreyni sig. Að telja mínútumar
og sekúndurnar við vinnuna gef-
ur henni hljóðfall .... gefur
henni menningargildi. Það er því
ekki ofreynsla verkamannsins,
sem skiftir máli, heldur menning-
arleg afstaða hans til vinnunnar“.
(Áherslur Molotovs með breyttu
letri)'.
Menningin í þessari nýju merk-
ingu hefir þróast ört innan iðn-
aðar I'.áðstjórnarríkjanna. Stak-
hanovmenn, þ. e. a. s. flokkstjórar,
sem á auðvaldsmáli eru kallaðir
verkstjórar, höfðu matstofur fyr-
ir sig í verksmiðjunum og fengu
í laun alt að þvi tvítugfalt meðal
kaup manna.
Sem dæmi má nefna, að sam-
kvæmt Moskva-blaðinu Trud (20.
janúar 1936) höfðu 60 verkamenn
í einni af Donetz-námunum frá
1000—2500 rúblur hver í laun á
mánuði, 75 höfðu 800—1000 rúbl-
ur hver, 400 höfðu 500—800 og
þeir þúsund menn sem eftir voru
höfðu að meðaltali 125 rúblur hver
á mánuði.
Hæstu laun í þessari námu, sem
var ekki arðmeiri en aðrar námur,
vor-u um 30 sinnum hærri en lág-
markslaunin, sem þar voru greidd.