Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 35

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 35
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ö85 Ilagað seglmii eftir vindi ofan af rykugri hillu í ruslakomp- unni. Iíússnesku byltingunni hafði mistekist það áform, að skapa nýtt samfélag mannanna, með nýjum siðferðihugsjónum. Höf- uðástæða mistakanna var sú að kenningar hennar voru gegn- sýrðar af hinni ófrjóu efnis- hyggju nítjándu aldarinnar. Hún varð að grípa aftur til hinna gömlu deyfilyfja, vegna þess að hún skildi ekki að menn- irnir þörfnuðust andlegrar nær- ingar. 3. kafli. Hillingarnar hverfa. Fyrst greiddi þýski herinn Póllandi snöggt liögg og því næst rauöi liennn, — og ekkert varð eí'tir af þessii and- styggilega afkvæmi Yersalasamnings- ins, — er reisti tilveru sína á því að undiroka þjóðcrnisminnihlutana í land- inu. I’að er lýðuin ljóst að ekki kemur til mála að Pólland verði endurreist eins og það var fyrir þennan ófrið. (Molotov, 31. okt. 1939). „Jeg hefi alltaf viljað, að PólJand væri öflugt og sjálfstætt ríki“. (Staliu, hvað eftir annað, 1944). I. Rússnesk valdaharátta. . Niðurstöður rannsóknar vorrar eru í stuttu máli þessar: . Rússneska ráðstjórnarlýðveldið er einræðisriki með ríhiseignar- fyrirkomulagi (ríkiskapítalismaj. Það er á framfaravegi í því er lýt- ur að hagkerf i þess, en á öllum öðr- um sviðum er um afturhald að ræöa. Þar ríkir meira afturhald í stjórnmátum, menningarmálv.m og stjórnarháttum, þ. e. afstöðu þegn- anna til stjórnarvaldanna, en í flestum auðvaldsríkjum, og það hef ur uppi landvinningastefnu, sem minnir mjög á hin gömlu, sögulegu markmið Rússlands á tímum keis- aranna. Verkalýðsstéttum og framfara- öflum annarsstaðar í heiminum er Rússland ekki meira virði, en önn- ur stórveldi. Það er ekki hætty- legt hægriflokkunum og skiftir vinstriflokkana engu máli: Afstaða þess til hægri- og vinstri flokkanna fer eingöngu eftir því hvað hentar því best á hverjum tíma, og líklegast er til framdráttar valdastreitu þess. í framtíðinni, sem á liðnum tím- um, mun það velja bandamenn sína eða segja skilið við þá, eftir því sem hagstæðast er í svipinn, án þess að gera sér nokkra rellu út af því hverja stjórnmálastefnu þeir aðhyllist. En í þessu efni koma tvö nauð- synleg skilyrði til greina. I fyrsta .lagi er valdastreita Rússlands með öðrum hætti en valdabarátta annara ríkja. 1 valda baráttunni aka þjóðirnar segl- um eftir vindi og láta sér fátt fyrir brjósti brenna. Þegar vanda ber að höndum verða siðferðilögmálin að þoka fyrir því hagkvæma. En þó er stigmunur á því hve langt er gengið í þessu efni. Almenningur í lýðræðislöndun- um hefur að vísu lítil áhrif á gang utanríkismálanna. Þó ber við að hann getur afstýrt stórafglöpum með mótmæium á götum og gatna- mótum, ef svo mætti segja, — eins og t. d. er Hoare-Laval sáttmálinn var á ferðinni. Almenningur beitir sjaldan þessu neitunarvaldi, en engu að síður hefur það sín áhrif á valdhafana. Þeir verða að taka nokkurt tillit til kjósendanna, til blaðanna, sem eru tiltölulega óháð og ekki síst til andstöðunnar í þing inu, þó að hún kunni að vera þrótt- laus og einurðarlítil. Þessir kostir lýðræðisins eru alla jafnan ofmetnir í hræsnisfull- um lofræðum, en hinsvegar meta róttækir vinstrimenn þá ekki að verðleikum. Sannleikurinn er sá, að enda þótt gagnrýni almennings leiði til meira hófs og jafnvægis í stjórnmálum, þá er langt frá því að stórveldin, t. d. Stóra-Bretland og Bandaríkin, þræði þar jafnan hinn beina veg, þó að þau fari ekki þá krákustigu í utanríkismálum sem Ráðstjórnarríkin. Vel getur það borið við, að lýð- ræðisríki friðmælist við einræðis- herra, eða veiti mönnum á borð við Darlan stuðning. En það er óhugs- anlegt að þau kúvendi í stefnumál- um á einum sólarhring eða gangi á gjörða samninga áður en undir- skriftin undir þá er þornuð. Forustumenn Ráðstjórnarríkj- anna og nasistastjórn Þýskalands þekkja engar hömlur á þessu sviði Þeir hafa algjörlega frjálsar hend- ur heirna fyrir og geta því tekið skyndileg heljarstökk og komið flatt upp á mótstöðumenn sína á vettvangi alþjóðamála. Þetta mun- verða Rússum mikið hagræði í utanríkismálabaráttu þeirra, er stendur fyrir dyrum. Enginn getur sagt fyrir hver verð- ur næsti leikur þeirra. Ríki, sem siglir án siðferðilegrar kjölfestu lætur miklu betur að stjórn, en ríki þau, sem háð eni erfðavenjum um velsæmi. Stjórnmálamenn Vesturveld- anna ganga því aðeins á gjörða samninga, að þeir eigi ekki annars úrkostar, og þó með vondri sam- visku. En rússneskir stjórnmála- menn margsvíkja gagnaðila sína frá auðvaldsríkjunum með mestu ána^gju og tandurhreinni sam- visku. Þeim hefir vei’ið kent að fyrirlíta „yfii-stjettarsiðfræðina“, og hafa auk þess óljósa hugmynd um að þeir sjeu að vinna fyrir einhverja hugsjón, þó þeir að vísu hafi gleymt því hver hún er.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.