Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 37

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 37
 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fi87 I nöp viö óliáöa verkalýösllokka ingasinnuðu mensivikka", eins og blóðhefndirnar með sumum fntt- flokkum, enda þótt upprunalegar ástæður þeirra hafi verið huldar gleymsku um margar kynslóðir. Stjórnmálahreyfingar, sem að ofstæki svipar til ýmsra Sjertrú- arflokka, geta, ekki síður en ætt- flokkar, sjertrúarflokkar og þjóð- ir, haldið við erfðahatri. En það er önnur, og skynsam- legri ástæða fyrir því, hver afstaða Rússlands er. Leiðtogum Ráð- stjórnarríkjanna er það Ijóst, að samstarf við auðvaldsríkin og hagsmunaflokka innan þeirra, er auðveldara en samstarf við óháða verkalýðsflokka. Hið fyrnefnda samstarf er reist eingöngu á gagnkvæmum hags- munum, að nákvæmlega athuguðu máli, en í síðara tilfellinu, koma ýms hugræn og siðfræðileg atriði til greina, sem krefjast siðfræði- legra skuldbindinga, sem geta orð- ið Rússlandi til trafala í stjórn- málastarfi þess. Ef bandalag hefði verið með kommúnistaflokknum breska og breska verkamannaflokkmim, hefði óhjákvæmilega slitnað upp úr því í september 1939, þar eð breski verkamannaflokkurinn hefði skilyrðislaust neitað að sam- þykkja Stalin-Hitlers-sáttmálann. Og hefði síðar verið bandalag með kommúnistaflokknum breska og óháða verkamannaflokknum (I.L.P.) mundi einnig það hafa farið út um þúfur, þar eð hinn síðarnefndi flokkur hefði, árið 1941, neitað að fallast á styrjöld- ina. Jafnvel Alþjóðasamband kom- múnista, sem þó laut yfirboðurun- um í Moskvu í blindri hlýðni, varð stjórnmálaáformum valdsherr- anna í Kreml hinn mesti fjötur um fót. Hversu miklu meiri óþæg- indi gátu þeir ekki haft af hinum óháðú vinstri flokkum! Rússnesku leiðtogarnir vissu, að menn geta verslað við ókunnuga, en ekki við fjölskyldu sína. Hug- sjónamenn og hreyfingar, seni bornar eru uppi af hugsjón, láta illa að stjórn. Þessyegna voru hin- ir gömlu flokksmenn í Rússlandi teknir af lífi og ,.sjerfræðingar ut- an flokksins“ teknir fram yfir aðra. Og þessvegna var sá kostur tekinn, að semja fremur við Beaverbrook og Willkie, en ráð- herra verkamannaflokkanna, á vettvangi alþjóðamála. (Fyrstu erlendu stjórnmálamennirnir, næst eftir Ribbentrop, sem sæmdir voru orðum Ráðstjórnarríkjanna, voru þeir Sir Oliver Lyttelton og Beaverbrook lávarður). Tilvera óháðra jafnaðarmanna- flokka, er því hinum rússnesku stjórnarvöldum hið mesta vanda- mál, þar eð þau telja sig hafa einkarjett til sósialismans. En þetta mikla vandamál verður ekki leyst með öðru móti en því, að hinir óháðu flokkar afsali sjer sjálfstæði sínu og láti kenningar sínar fylgja straumbreytingum rússneskrar valdabaráttu, eða með því að Rússland varpi opinberloga af sjer yfirskini sósialismans, og kasti þannig úr hendi sjer öfl- ugustu lyftistöng sinni í alþjóða- málum. En hvorugt þetta er fram- kvæmanlegt. Eina leiðin, sem opin stendur rússnesku stjórnarvöld- unum er því sú, að ofsækja og óf rægj a j af naðarmannaf lokkana og leiðtoga þeirra. Er þetta sama aðferðin og beitt var með svo prýðilegum árangri heimafyrir gegn þjóðbyltingar- mönnum, mensevikkum, stjórn- leysingjum, trotskysinnum og gömlu bolsevikkunum. Á sama hátt og innan Rússlands, eru heitin trotskysinnar og mensevikkar lát- in ná til allra þeirra, sem ekki vilja gerast viljalaus verkfæri í höndum stjómarvaldanna rúss- nesku. Og eins og Hitler bar fyrir sig „alheimssamsæri Gyðinga“, sem átyllu fyrir ofsókninni gegn þeim, eins eru ofsóknir rússnesku stjórn- arvaldanna gegn ofangreindum andstæðingum ýmist reistar á upplognum sökum eða hreinu of- sóknarbrjálæði. III. Á þeim tveim árum er liðu frá því, er Rússar hertóku Pólland og þangað til Þjóðverjar rjeðust inn í Rússland, gjörðu Rússar sjer mikið far um að koma ráðstjórn- arfyrirkomulaginu á í Austur-Ev- rópu. Til þess beittu þeir aðallega þeirri aðferð, að reka menn unn- vörpum í útlegð. Voru þeir fhitn- ingar svo gífurlegir, að ekki eru dæmi til slíks í veraldarsög- unni. Flutningarnir fóru fram í fjórum lotum, — í febrúar, apríl og júní 1940 og júní 1941. Tala þeirra manna, er raun- verulega voru fluttir í útlegð úr Austur-Póllandi, nam rúmlega einni miljón, en í áætlun þeirri, er gerð hafði verið um flutningana, var talan miklu hærri. Framkvæmd þessarar útlegðar- áætlunar varð að stöðva, — eða öllu heldur fresta í bili, vegna þýsk-rússnesku styrj aldarinnar. TJtlögunum var skipað í þrjá flokka, eftir því hvaða örlög þeim voru ætluð: 1. Þeir sem dæmdir voru í 3—8 ára nauðungarvinnu, aðallega í fangabúðum norður við Ishaf, og áttu að vinna að skógar- höggi, námugrefti, hættulegum iðnaðarstörfum eða öðrum störfum í þágu ríkisins. 2. Fjölskyldur, er settar voru niður í óbyggð héruð,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.