Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 36

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 36
f>80 LESBÓK MORGUNRLAÐSINS -------------------------------------------------------------------------------- Alt breytist — iiema V Það mun taka stjórnmálamenn Vesturveldanna, sem enn búa við erf^avenjur nítjándu aldarinnar, nokkurn tíma, að venjast bessu nýja leikbragði — þessari stjórn- málalegu sniðglímu, — sem þeir hafa enn ekki kynst nema að htlu leyti. En á meðan nýtur Rússland ávaxtanna, eins og Þýskaland nas- ista á þeim tímum er viðræðurnar fóru fram í Munchen. II. í öðru lagi stafar mismunurinn á valdabaráttu Rússlands og ann- ara landa af hinni gömlu deilu, er staðið hefir milli bolsevikka og annara vinstriflokka. Deilan var upphaflega um kennisetningar, sem fyrir löngu eru orðnar úreltar, en eins og vant er, þá lifir hatrið og hefnigirnin lengur en deiluefnið. Fáum af aðdáendum Ráðstjórn- arríkjanna er það kunnugt, að Ev- rópudeildir 2. alþjóðasambands verkamanna, breski verkamanna- flokkurinn, flokkur franskra verkamanna S. F. J. 0., ítalskir, pólskir, austurrískir og spænskir jafnaðarmenn og leiðtogar þeirra, eru í Rússlandi enn í dag kallaðir „gagnbyltingarsinnaðir mense- vikkar“. Hversu sterkt og rótgróið þetta hatur Rússa á vinstriöflunum er, sannast best á því, að ráðstjórnin í Moskvu hefir jafnan hafnað sam- vinnu við jafnaðarmenn á megin- landinu, gegn hinni sívaxandi fasistahættu, — þar til fyrir skemstu, en þá var alt orðið um seinan. I fangabúðum Hitlers voru kommúnistar og jafnaðarmenn drepnir hlið við hlið, en þó. út- húðuðu kommúnistarnir þar Iiin- um síðarnefndu þjáningarbræðr- um sínum og kölluðu þá „fasista- jafnaðarmenn“. Stofnað var til þjóðfylkingar- innar (Popular Front) í Frakk- laiiíii árið 1934 vegna nauðsynjar rússneskrar utanríkismálastefnu og henni til framdráttar (sbr. er Rússar gerðu hernaðarbandalag við Frakkland og Tjekkoslovakiu og gengu í þjóðabandalagið), en þetta breytti í engu afstöðu Rússa til vinstri flokkanna. Þrátt fyrir þjóðfylkinguna og hinn and-fasist- iska friðaráróður, var loftið lævi blandið af undirróðri alþjóðafje- lagsskapar kommúnista og svik- ráðum ýmsra flokksbrota. Þetta ófremdarástand náði mannskæðu hámarki siriu í spænsku borgarastyrjöldinni, er rússneskir flugumenn háðu þar einskonar einkastyrjöld á bak við víglínuna, og ljetu taka af lífi fjölda manna úr andstöðuflokkun- um, — vinstrimenn, syndikalista, POUM-menn (óháðir marxistar á Spáni. Þýð.), og óháða jafnaðar- menn. Sjórnmálastefna kommúnista er svo breytileg, að lengra veruur ekki komist í því efni, en í hatri sínu á andstæðingunum er hún altaf söm við sig. Á síðustu árum hafa kommún- istar gert bandalag við prússneska júnkara, austuríska konungssinna, kroatiska þjóðernissinna og hina kaþólsku Itali. Þeir hafa kórónað yfirbiskupa orthodoxukirkjunnar rússnesku og samið við páfaríkið. Þeir hafa lofað að „styðja amer- íska auðvaldið í starfi þess“, með því að ljá fulltingi sitt republicana- flokknum og demokrataflokknum á víxl. (Sbr. ræðu er Earl Browder, formaður ameríska kommúnista- flokksins, flutti 10. janúar 1944). Þeir hafa, á sömu tveimur árun- um ráðist með offorsi á verka- hatrið mannaflokkinn breska fyrir að stvðja styrjaldarreksturinn, og fyrir að styðja hann ekki nægi- le’ga, — fyrir það að hann væri óvinveittur Þjóðverjum, og fyrir að hann væri andvígur því að Þýskalandi vrði skift. Þeir hafa haft um breska verka- manriaflokkinn öll þau fúkyrði, sem fisksölukerling eða hinn opin- beri ákærandi Ráðstjórnarríkj- anna á yfir að ráða, — en svo hafa þeir sótt um að fá að sameinast þessum sama flokki. Þeir hafa kyngt því, sem þeir hafa sagt, spýtt því út úr sjer, og gleypt það aftur. Á Lundúnaráðstefnunni árið 1903 klofnuðu verkalýðssamtökin í Bolsevikka (meirihluta) og Mensi- vikka (minnihluta) og hefir aldrei gróið um heilt með þessum flokk- um síðan. Bolsevikkar voru bvltingasinn- aðir og vildu koma á sterkri mið- stjóm, en mensevikkar lýðræöis- sinnaðir umbótamenn. Á næstu árum eftir byltinguna kölluðu fylgismenn Lenins p.lla umbótaflokka innan sósialista- hreyfingarinnar mensevikka, og eftir að stofnað var alþjóðasam- band kommúnista árið 1919, varð nafnið „mensevik“ sameiginlegt heiti fyrir alla jafnaðarmenn. Á síðustu áratugum hafa jafn- aðarmannaflokkarnir oft tekið byltingarkenda afstöðu til ýmsra mála, en á sann ‘áa og um sömu mál, hafa hliðstæðar deildir innan Komintern (alþjóðasambands kommúnista) boðað sátt og sam- lyndi. Þannig hefir afstaða flokkanna, hvors til annars, stundum snúist algerlega við. En þó að ágreining- urinn um kennisetningar sje fyrir löngu orðið úrelt atriði, þá logar ennþá hatrið til hinna „gagnbylt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.