Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Síða 8
564 LESBÓK MORGUNBLAÐSrNS skamti. í miðri kirkjunni var ljósa króna með 6 örmum og 7 Ijósa- armar voru á víð og dreif um kirkjuna, en á altari tveir kerta- stjakar. Eru þá alls 15 kertaljós í kirkjunni og má á því marka að birtan hefir e!.ki verið mikil. Nú finst mönnum 15 kerta pera ekki lýsa upp lítið herbergi. Markús Magnússon í Görðum er nú orðinn stiftprófastur og skoð- ar hann kirkjuna á hverju ári. Þykir mjer rjett gð birta hjer nokkrar athugasemdir hans. 1782. Alt við sama og í skoð- unargerð biskups, nema hvað skrá in fyrir stúkuhurðinni er biluð og þvertrjeð yfir kirkjugarðsportinu brotið og fúið. 1782. Þá hafði verð gert við þetta. Kirkjunni höfðu-á þessu ári borist gjafir „Assistentsins í Hafn- arfirði, Mr. Svendborgs og hans kærustu“, hvítur corpcral-dúkur úr atlaski með egta gullkniplir.gum umhverfis og í miðjunni bróderað- ur gullkrans utan um gjafaranna fangamörk. Þau hafa og gefið kirkjunni hvíta kniplinga utan um þann hvíta altarisdúk. 1784. Sunckenberg kaupmaður hefir gefið kirkjunni forláta kaleik og patínu, „sem kostað hefir í Köbenhavn yfir 50 rdl og er á grafið nafn gefanda. — „Þá sókn- arpresturinn segir að kirkjan sje bæði of lág, mjó og for lítil til hinnar reykvísku sóknar, álítur prófasturinn sig plig.ugan til að innfæra, en kann þó þannig ei ann- að gera, en begjæra ef kirkjunnar núverandi Værge, Hr Suncken- berg, að forestille þessa Nödvendig- hed fyrir þeirrar kónglegu Handels Direction“. 1785. Kirkjan eins nema hvað ber á fúa í „undirstokkum, sjer- deilis að sunnanverðu, hvar væntan lega hefir vatn á gengið“. Að norð- anverðu, framan til vlð kórdyrnar, „er af Handelens Assistantere be- » kostaður einn stóll t’l 8 persóna, með pílára alt í kring“. Hannes biskup Finnsson fluttist aldrei til Reykjavíkur. En fvrir hans tilstilli mun það hafa verið að skoðun fór fram á kirkjunni á þessu ári, til þess að kveðinn vrði upp dómur um það ,hvort kirkjan væri nógu stór og vegleg til bess að geta heitið dómkirkja Skoðun- armenn töldu hana óhæfa til bess og kváðu nauðsynlegt að stækka hana mikið, eða byggja nýja kirkju. Varð það þá úr, að ákveðið var að byggja nýa dómkirkju úr steini og henni valinn staður þar sem hún stendur enn. Sú kirkja var 9 ár í smíðum og allan þann tíma varð að notast við gömlu kirkjuna. En á hverju ári kvartar sóknar- prestur um það að kirkjan sje alt of lítil, því að jafnt og stöðugt fjölgaði fólki í bænum. Skólinn var nú fluttur hingað. Um þensar mundir hættir einokunii; og versl- anir fara að rísa upp í bænum. Fólk utan af landi er farið að setjast hjer ‘áð. Og auk þess hafa tveir söfnuðir verið lagðir til kirkj- unnar, sem upphaflega var of lít- il fyrir Víkursöfnuð e!nan. Reynt var að bæta úr þessu með því að fjölga sætum í kirkjunni, en það dugði lítið, því að gólfrúm var takmarkað. • Menn höfðu vænst þess að hin nýa dómkirkja kæmist fljótt upp en er það drógst og drógst varð eitthvað til bragðs að taka. Því var það árið 1789 að prestur og söfn- uður sáu sig tilneydd að setja nýtt loft í kirkjuna um 2 stafgólf, .,það fremsta kórsins og insta forkirkj- unnar. Loftið er á báðar síður, að innan og framan umgefið með píl- árverki í hvoru að eru 5 stólar með tilhlýðilegum bríkum og bakslám alt sæmilega vandað. Til loftsins er trappa við stúkudyrnar í kórn- um og fyrir innan er hurð á járn- um með klinku fyrir“. Ekki var til þess ætlast að kirkjan borgaði þann kostnað, sem af þessu leiddi, heldur var ætlast til bess að beir, sem fengi sæti á loftinu, borguðu. fyrir þau, og á þann hátt átti að ná upp kostnaðinum. Hannes biskup skoðaði kirkjuna að lokinni þessari umbót, og tek- ur það þá enn skýrt fram að hún sje alt of lítil fyrir söfnuðinn. En við því var auðvitað ekkert að gera annað en biða þess með þol- inmæði að nýa dómkirkjan vrði fullsmíðuð. Það varð árið 1796 og þá var hlutverki gömlu kirkj- unnar lokið. Hvað varð um hana? Til þess að svara því með fæst- um orðum, þá var forkirkjan (kirkja Brands) flutt upp á Mýr- ar, en úr kórnum var gert skrúð- hús við dómkirkjuna. Gamla kirkjan var rifin árið 1798 og í kirkjureiknir.gi fyrir það ár stendur (auðvitað á dönsku): „Modtaget af Sysselmand S. Pet- ersen Belöbet af det ved Auction den 26. ..September 1793 bortsolgte gammelt Tömmer og Bræder fra den nedrevne gamle Kirke í Reykjavik .... 38 rd. 27 sk.“ Ekki er nú hægt ,að sjá hver keypt hefir timbrið, því að engar uppboðsgerðir eru til frá þeim ár- um. En af brjefabók Geirs bisk- ups Vídalíns má ráða, að bóndinn á Álftartungu á Mýrum hafi keypt timbrið. í brjefi, sem biskup skrif- ar Rentukammeri 17. ágúst 1799 segir svo: — Vjer viljum ekki láta hjá líða að tilkynna yður virðingar- fylst, að kirkjan í Álftartungu hef- ir nú verið sómasamlega bygð upp úr efniviði úr hinni niðurlögðu Reykjavíkurkirkju, og að gamla kirkjan, að kórnum undanteknum var yfrið nóg til þess að byggja upp Álftartungukirkju Það hefði því verið hreinn óþarfi að rífa kór-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.