Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Side 14
642 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS mamma hans og kvssir á kinnina á honum og þreytusvipurinn er horfinn fyrir hlýju brosi. „Blessaður stúfurinn okkar", segir þá pabbi hans og klappar á bjarta koll- inn. Ahyggjurnar hafa svifið fré hug- anum skyndllega og ennissvipurinn er orðinn heiður og léttur. Stina litla hefur fylgt Óla eftir og stendur nú álengdar. „Og þú ert þarna líka, Stína mín“, segir húsfreyja. „Komdu hingað og talaðu við mig — svona — aummgja litla hendin, hvað hún er grönn, og ósköp ertu föl, barnið gott. Vesaling- urinn, þú þyrftir að hafa mjólk. Fser mamma þín enga mjolk í Hvammi núna?“ „Nei, ekki núna, hún fær hana þeg- ar hún Skjalda er borin“. „Mamma, heyrðu, mamma!" Óli litli tevgir sig allt í einu að eyranu á mömmu sinni og hvíslar einhverju að henni. Mamma hans brosir. „Veit ekki, vinur minn, þú þarft að drekka hana sjálfur, ég get gefið henni sopa frá mér. — Heyrðu Stina mín, viltu ekki koma með könnuna þína til mín á kvöidin, þangað til kýrin er borin hjá þeim í Hvammi. Þú getur komið með hana sjálf, þegar gott er veður. Ert þú ekki sammala þessu, góði minn!“ „Jú, jú, alveg rétt, kona. Ég skal bera fyrir þig könnuna, Stína mín, þegar vont er veður.“ „Og ég líka,“ segir Óli. „Og við gerum það þá báðir,“ segir pabbi hans brosandi. Bæjardyrnar eru opnaðar. Fjár- maðurinn kemur inn og einhver með honum. „Húsbóndinn er uppi, gjörðu svo vel.“ „Þökk“. Maður kemur upp stigann og upp á loft. Það er eitthvað að öðrum fætinum á honum, hann stingur við, er hann gengur. „Gott kvöld”, segir hann. „Gott kvöld“, svarar húsbóndinn. „Sæll og blessaður, Jón minn. Þú ert nýr gestur hér. Þú ferð ekki lengra l kvöld.“ „Þakka þér fyrir, cg verð víst feg- inn að hvila mig. Ég ætlaði samt að ná lengra í dag, þegar ég fór af stað í morgun. Mig hefir víst minnt að ég væri maður, eins og ég var. En það verður víst tími ennþá þangað til að fóturinn er orðinn jafngóður'*. — Og gesturinn blés þungan. „Þú verður að fara vel með þig, Jón minn. Þá lagast þetta smám sam- an“, segir bóndi. „Vel með mig! — Til hvers er það! Nei, þetta lagast aldrei, hvað vel sem ég fer með mig, — sanna þú til.“ — Og það er gremju- og vonleysishreim- ur i rödd komumanns. Bóndi finnur, að þetta muni ekki vera skemmtilegt umræðuefni, og víkur talinu að öðru. Það líður á kvöldvökuna og hús- freyja kemur með mat handa gestin* um. Hann þreifar eftir vasaklút sín- um um leið og hann sezt að borði og finnur þa bréf í vasanum. „Já, þarna er bréfið til hcnnar Jó- dísar, ég þarf að muna eftir að fá henni það“, hugsar hann. Gesturinn borðar, stendur svo upp og þakkar húsbændum fyrir greiðann. „Svo getur þú farið að hvíla þig, þegar þú vilt, Jón minn“, segir hús- freyja og visar honum til rúms í miðri baðstofu. „Þakka fyrir, ég wrð víst feginn“. Hann gengur síðan fram í endann að rúminu til Dísu. „Hér er bréf til þin, ég var rétt bú- inn að gleyma því í vasanum. — Hvernig líður þér?“ „Þakka þér fyrir, mér líður alltaf vel, það eru allir svo góðir við mig“, segir Dísa og brosir við. „Vel! — og þú, sem ekkert getur hreyft þig úr rúminu!“ Og gesturinn hristir vantrúaður höfuðið — og þó, — bxosið er svo einlægnislegt á þessu föla andliti og svo fallegur birtuljómi i augunum, — cnginn vottur af kulda og gremju í þeim. Hann horfir andar- tak þegjandi á hana og virðir hana fyrir sér, — og honum finnst hún va.xa — hann sjálfur minnka. Ljósið er slökkt og svefninn tekur alla í fang sér — nema gestinn. — Hann vakir í hvíiu sinni. Auðvitað finnur hann til dálítilla óþægjnda í fætinum. Það heldur þó ekki ein- göngu vöku fyrir honum. Hann cr að hugsa um brosleita, föla andlitið og birtuglampann í augunum, sem horfðu á hann fyrir skömmu. Ef hann *tti nú að liggja svona! — Nei, vonandi kæmi aldrei til þess. En var það ekki nærri broslegt, að stundum — já, oft — skyldi honum hafa fundizt sér liða illa, vera svo mikið olnbogabarn hjá Guði — eða lífinu — eða hvað sem maður vill nú kalla það. Já, hann hugs- aði oft að fáir hefðu orðið harðar úti en hann. En svo er það nú til dæmis hún Jódís þarna. ávona tekur hún sínu hlutskipti. Hún sér þetta vist í allt öðru ljósi en hann. Kannske hann hafi sjálfur alltaf bara horft á örðug- leikana eins og í gegnum eitthvert úfið og óhreint stækkunargler, sem gerði þá svo ferlega að þeir birgðu alla út- sýn? Já, var það ekki einmitt þannig. Hann velti þessu fyrir sér fram og aftur í huganum, en úti glampa norð- urljósin yfir hjarnklæddri jöi-ðinni og stjörnurnar senda geislablik sitt inn um lit!a gluggann. ORÐHEPPNI KÁLMÁNS TÓNSNILLINGURINN Kálmán var fálækur á stúdentsárum sinum og rukkari nokkur var alltaf á hælunum á honum með reikning. En vegna þess hvað reikningurinn var oft handfjall- aður, var hann orðinn lúður og óhreinn. Einu sinni þegar rukkarinn kom var Kálmán glaðlegur og mælti: „Nú skal ég kenna vður gott ráð. Skrifið reikn- ingana alltaf á pex-gament svo að þeir endist betur.“ Öðru sinni, löngu seinna, var hann staddur hjá leikhússtjóra nokkrum, og meðan þeir voru að tala saman, kemur ein af leikkonunum æðandi inn og seg- ist þurfa að fá sig leysta frá störfum undir eins. „Hvernig stendur á því?“ spurði leikhússtjórinn. „Ég ætla að giftast Schielbach bar- ún“, svaraðj hún reigingslega. Þá greip Kálmán fram í: „Ætlið að giftast Schiclbaeh barún! Ég þekki hann vel. Þér þurfið ekki nema hálfsmánaðar frí til þess.“ ★ ★ ★ ★

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.