Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 8
606 '
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
lllgresi ræktað í gróðurhúsum
09 veggjalýs aldar upp í stérum stil
Hér sést nokkur hluti af rannsóknastöðinni í Beltsville. Fremst eru gróðurhús,
en að baki rannsóknabyggingarnar. Þarna er rannsakað allt, sem að gróður-
magni jarðar lýtur, gerlagróður og sýrur í jarðvegi, alls konar áburðarteg-
undir, alls konar illgresi og þar eru gerðar kynblandanir jurta.
TÓLF mílur frá Washington er til-
raunastöð fyrir landbúnað, en
vinnur á allt öðrum grundvelli en
venjulegt er. Hún heitir Beltsville.
Þar starfa mÖrg hundruð vísinda-
manna og auk þess 2000 verka-
menn. Þetta er því dýr stofnun, en
þjóðin græðir meira á henni en
flestum öðrum stofnunum. Og
þangað streyma menn úr öllum
löndum heims til þess að kynnast
starfi stofnunarinnar og læra. í
fyrra komu þangað til dæmis 10.000
gestir.
Vegna starfsemi þessarar stöðv-
ar og annarra tilraunastöðva í öll-
um Bandaríkjunum, er nú að ger-
ast bylting í öllum landbúnaði þar.
Búskapur hefur breyzt meira nokk-
ur seinustu árin, heldur en hann
hafði áður breyzt frá því er land
byggðist.
Búnaðarvísindin hafa áhrif á líf
allra stetta í landinu. Fyrir til-
verknað þeirra hefur þjóðin nú
meira og betra og hollara viður-
væri en hún hefur nokkuru sinni
haft áður, og lifir þess vegna betra
lífi.
Stærsta tilraunastöðin
Beltsville er stærsta tilraunastöð
landbúnaðarins í Bandaríkjunum.
Þegar það lcom til orða að stofna
hana fyrir 43 árum, sendi land-
búnaðarráðuneytið menn á stað til
þess að velja stað handa henni.
Þeir ferðuðust ekki sem stjórnar
erindrekar, heldur sem bændur.
Þótti það vissara, því að mönnum
hættir til að vilja selja með upp-
sprengdu verði allt, sem þeir vita
að hið opinbera vill kaupa. Meðal
annars skoðuðu þeir landið hjá
Beltsville. Það hafði þann kost, að
járnbrautarstöð var þar nálægt, og
það hafði líka þann kost að vera
ódýrt, — en það var „magurt“
land, og sendimenn sögðu ráðherr-
anum að sér litist ekki á það þess
vegna. Ráðherrann, sem þá var,
James Wilson, rauk upp og sagði:
„Það er enginn vandi að fá góða
uppskeru á góðu landi. Kaupið
þetta land undir eins og notið á
það nóg af kúamykju.“
Svo var landið keypt. Það er
11.000 ekrur að stærð og nú standa
á því 930 byggingar og þar er flug-
völlur. Þarna fara svo fram hinar
víðtækustu og fjölbreyttustu til-
raunir og má þar þá fyrst nefna
kynbætur húsdýra og jarðargróð-
urs. Og þetta hefur haft hinar stór-
kostlegustu framfarir í för með sér
fyrir landbúnaðinn. Nú fá bændur
til dæmis 750 milljón bushels meiri
uppskeru af ökrum sínum en áður,
vegna þess að þeir nota kynbland-
aðar korntegundir. Fyrstu kyn-
blönduðu korntegundirnar voru
reyndar til útsæðis 1922. Nú eru
um 80% af öllu útsæðiskorni kyn-
blandið, og í stærstu kornræktar-
héruðunum er ekki borið við að sá
öðru en kynblönduðu fræi. Vegna
þekkingar manna á erfðalögmálinu,
geta vísindamenn nú tekið tvær
tegundir jurta og látið þær geta
afkvæmi, sem hefur alla beztu eig-
inleika foreldranna, en er laust við
ókosti þeirra. Kynblöndunin verður
til þess að afkvæmið verður hraust-
ara og betra heldur en foreldrarn-
ir. Þetta kemur ákaflega víða fram,
t. d. í grasi því, sem nú hefur verið
framleitt í Beltsville og þeir kalla
„The Combination“. Það er þannig
til komið, að amerískur maður, sem
Meyer hét, safnaði ýmsum fræteg-
undum í Asíu og sendi heim. Þar
á meðal fræ af grasi, sem nefnist