Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBL.AÐSINS r 621 Á LÍÐANDI STUND fred Curry kom fram með þá skýr- ingu, að þetta stafaði af sérstöku efni í loftinu, sem hann nefndi „aran“ (og er þó aðallega fýri eða ,,ozon“). Hann sýndi fram á að í hlýu lofti væri lítið um „aran“, en mikið af því í köldu lofti. Þess vegna væri menn misjafnlega næmir fyrir veðurbreytingum, að sumir þyldi betur hitaskil, aðrir kuldaskil. Og eftir þessu skifti hann mönnum í tvo flokka. En þetta var þó ekki fullnægjandi skýring á áhrifum veðurfarsins á heilsu manna. — ★ — í Hamborg er stofnun, sem nefn- ist „Hamburger Biometeorologi- sche Institut“ og starfar hún að rannsóknum á áhrifum veðurbreyt- inga á heilsu manna. Þar hafa menn alllengi fengizt við að rann- saka geisla eða strauma sem stafa frá skýahrönnum og klakkabökk- um, sem vanalega hrannast upp á veðraskilum. Það eru þessir geislar, sem valda mestum truflunum á út- varpssendingum. Gat það ekki ver- ið að það væri þessir geislar, sem boðuðu skepnum veðrabrigði og höfðu áhrif á heilsu og líðan manna? Tveir vísindamenn, sem vinna við þessa stofnun, veðurfræðingur- inn dr. W. Kuhnke og læknirinn dr. O. Zink, hafa nú um langt skeið fylgst með þessum skýageislum og með samanburði hafa þeir komist að raun um, að þar er samband á milli og heilsufars manna yfirleitt. Allar tilraunir þeirra benda í þá átt, að með geislum þessum sé fundin orsökin til þeirra áhrifa sem veðrabreytingar hafa á heilsu manna. Þeir komust að raun um, að þessir skýageislar eru svo sterkir, þegar um kuldaskil er að ræða, að þeirra verður vart í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá skilunum. Þess vegna verða viðkvæmir menn veðrabreytinganna varir löngu áð- Á EINNI klukkustund færist dagur- inn þúsund mílur vestur á bóginn. Þegar klukkan er átta í Tyrklandi, er hún sjö í Þýzkalandi og sex á Spáni. Á hverri stundu eru svo og svo marg- ir etandi, en aðrir sofandi, sumir fagn- andi, aðrir syrgjandi. Sumir byggja hús og brýr, aðrir skrifa sögur eða eru að kaupa föt á sig. Hvað heldurðu annars að mikið sé framleitt á einni klukkustund af þessum 2000 milljón- um, sem hér búa? Sem eg sit nú hér og skrifa á rit- vél, þá tek ég varla eftir glamrinu í henni. En ímyndaðu þér hvílíkur hávaði yrði, ef allar ritvélar heimsins væri komnar á einn stað og skrifað á þær allar í einu. Það yrði alveg óbærilegur hávaði, enda eru sjö millj- ónir bréfa skrifaðar í heiminum á hverri klukkustund. Reykurinn af vindlingnum mínum * ur en sjálf veðrabrigðin skella á. Og þar með er einnig fengin skýr- ing á ýmiskonar óróleika í skepn- um undir veðrabrigði. En hvernig stendur þá á því, að þegar veðrið gerir þannig boð á undan sér, að þau boð ná ekki til allra manna jafnt? Skýringin virð- ist vera sú, að þeir sem eitthvað eru'bilaðir á taugakerfi eða hjarta, verði frekar áhrifanna varir og að yfirleitt leiti þessir geislar á hvar sem maðurinn er veikastur fyrir. Upplýsingar þessar eru fengnar úr grein eftir dr. H. Faust í „Frank- furter Illustrierte“ hinn 26. sept. s.l. í niðurlagi greinar sinnar segir hann: Vér stöndum nú við hlið nýrrar þekkingar, sem mun geía veðurlíffræðinni byr undir báða vængi. Maðurinn er lifandi vera og getur ekki umflúið áhrifin frá hin- um efnislega heimi. Og meðal þess sem ásækir hann, eru allskonar geislar utan úr geimnum. er ósköp sakleysislegur og hverfur fljótt út í loftið. En ef allir tóbaks- reykjendur í heiminum væri komnir saman í einn stað, mundi reykjar- mökkurinn verða svo mikill, að ekki sæi handa skil. Þetta verður skiljan- legt ef menn athuga, að á hverri klukkustund svæla jarðarbúar upp nær 75.000 smálestum af tóbaki. Um 700 nýir bílar koma frá verk- smiðjunum á klukkustund hverri, litl- ir og stórir, tveggja manna bílar, sex manna bílar og allt þar á milli. Á hverri klukkustund eyðir mann- kynið 97.337 smálestum af sykri. Þú hjálpar þarna til þegar þú lætur syk- ur í kaffið þitt, en þú hugsar ekk- ert út í það og ekki heldur um hitt, að 50 milljónir bolla af kaffi drekka menn á hverri klukkustund. Jafnhliða þessu eru á hverri klukku- stund unnin óhemju verðmæti úr skauti jarðar, efni sem veita oss hlýu og hita, efni í vélar og stöðvar sem veita atvinnu og framleiða ný efni og nýar vélar. Og jörðin veitir orku, sem knýr eimreiðar, skip og flugvélar. Úr jörðinni eru unnar 120.197 smá- lestir af kolum á hverri klukkustund. Hugsið ykkur hvílík óhemju holrúm hafa myndast niðri í henni um aldir, þar sem kolin hafa verið tekin, og hvað haldið þið að þurft hafi mörg handtök til að vinna þetta? Nei, nú skulum við snúa okkur að öðru, við skulum líta á það haf af olíu, sem dælt hefir verið upp úr jörð- inni. Það er heldur ekkert smáræði. 156.000 tunnur af olíu koma frá hreins- unarstöðvunum á hverri klukkustund. og berast út í hringiðu viðskiftalífsins. Og þar er þeSsu brennt og það verður að engu, til þess að viðhalda hringrás lifsins. Hringrás lífsins er í sjálfu sér furðu- leg, full af gleði og sorg, fegurð og mótlæti. Hún hefst með barnakveini, og það væri meiri hávaðinn ef öll kæmi saman, því að á hverri klukkustund fæðast 5440 börn. En á sama tíma kveðja 4630 þennan heim. Fögnuður og sorg, og sorgin þó meiri út af því hve margar vonir fara í gröfina með hinum dánu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.