Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 5
" LESBÓK MORQmBLAÐSINS Cf>7 Klukkurnar kalla Klukkusteypa er með elztu iðngreinum I»ÓU MulUitfUeypa bafi lftið breyzt um aldimar, hofur þó Jögun klukknanna hreyzt talsvert, elns og sjá má á þessum myndum. En þessar þrjár gerðir telja sérfr»ðingar helztar. Fyrir siðbótina voru klukkurnar háar og mjóar, eins og sést á 1. mynd. Síðar urðu þær lægri og slógu sér þá mjög út að neðan (2. mynd). Seinast er mynd af klukku eins og nu gerist. Allar þessar gerðir klukkna eru til hér í Þjóðminjasafninu, eins og sjá má á myndum hér á eftir. J^INHVER elzta iðngrein, sem menn þekkja, er klukkusteypa, og fáar iðngreinar haía tekið jafn litlum breytingum og hún um alda- raðir. Enda þótt nú sé notuð ný- tízku áhold tií þess að steypa klukkur, þá er aðferðin in sama og hún var fyrir hundruðum ára. Fyrstu klukkurnar, er sögur fara af, voru steyptar austur í Kína fyr- ir nær 6000 árum. Það er sagt, að sá sem byrjaði á því að búa til klukkur, hafi fengið hugmyndiria er hann var í smiðju hjá bróður sínum og hlustaði á hvernig ham- arinn söng við steðjann. Ekki vita menn nú hvernig þessar klukkur hafa verið. Elztu klukknabrotin, sem fundizt hafa, eru frá Assyríu og yoru grafin upp i rústum hallar Nimrods konungs. Fyrsta klukkan kom til Evrópu á 4. öld. Það var Paulinus biskup í Nola í Campaniu, sem hafði út- vegað hana. Drógu klukkur síðan nafn af héraðinu og voru kallaðar „campana“ á ítaliu, en af því er aftur komið tækniorðið „campano- logy“, sem táknar aðferðina við klukkusteypu og hvernig klukkum er hringt. Kirkjan tók þegar klukk- urnar í sína þjónustu, og þá var farið að reisa sérstaka turna fj.Tir klukkurnar. Þessir turnar eru kall- aðir „campanila“, og merkastur þeirra er Markúsarturninn í Fen- eyum. Síðar voru turnarnir settir á kirkjurnar sjálfar, en nú er það farið að tíðkast aftur að reisa „cam- panila“, eða sérstakan klukkna- stöpul hjá kírkjunum. Snemma var farið að skreyta klukkurnar með alls konar útflúri og myndum. Voru það aðallega myndir af Kristi og Maríu mey, og jók það mjög á trú almennings, að klukknahljómurinn fældi burt vonda anda, og fram eftir öldum fundust varla svo magnaðir djöflar eða illvættir, að eigi gugnuðu gjör- samlega þegar þeir heyrðu klukkna hljóm. Þá var því og trúað, að guð mimdi láta klukkur hringja á efsta degi, til að kalla ina framliðnu til dómsins og fæla með þeim árana niður í stað fordæmingarinnar, eins og segir í þessari vísu: Fagur er söngur í himnahöll þar heilagir englar syngja; skjálfa mun þá veröldin ö)l þá dómklukkurnar hringja. F’yrstu klukkurnar, sem komu hingað til íslands, voru bjöllur þær er papar höfðu og Ari fróði getur um. En Öi'lygur inn gamli mun fyrstur norrænna manna hafa flutt hingað kirkjuklukku. Var það járn- klukka, er Patrekur biskup í Suð- ureyum hafði gefið honum. Þegar þeir Örlygur sigldu yfir Faxaflóa, tók klukkuna útbyrðis. En er þeir lentu í Sandvík á Kjalarnesi, þá lá klukkan þar í þarabrúki (hefur sjálfsagt ílotið á ramböldunum). Örlygur lét gera kirkju að Esju- bergi, og þar hefur þessi klukka verið. Það getur vel staðizt að hún hafi verið úr járni, því að ekki var farið að steypa koparklukkur í Englandi fyr en á 10. öld. Fram eftir öllum öldum var fullt af tröllum hér í landi, og var klukknahljómur öruggasta vörn manna gegn þeim. Kleppa tröllkona, sem bjó á Kleppustöðum í Steingrímsfirði, varð að flýa þaðan vegna klukkna- hljómsins eftir að kirkja var reist þar í dalnum. Tröllkona bjó eitt sinn í gljúfri skammt frá Miðdal í Laugardal og hafði þann sið að sækja efnilegasta manninn í dalnum á hverjum jól- um og hafa í soðið. Því var kirkjan sem áður hafði verið á Ketilvöll- um, flutt að Miðdal og eftir bisk- upsboði sett svo nærri gljúfrinu, að klukknahljóðið skyldi fæla tröllskessima burtu. Það tókst hka, skessaii flýði, eu settist að x skarði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.