Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 9
Klukka nr. 6743 í Þjóðminjasafni, með býkúpulögun og mjög fornleg, hæð 37,5 sm., þvermál 18—24 sm. en um bartnana 29 sm. Krónan er einn aðal- hringur og ganga sex minni smá- beygjur upp að honum, en rambald úr birki stendur i gegn um. Lögunin er mjög lík og á klukkum frá fyrra helm- ingi 12. aldar. og er sagt að þessi lögun á kirkjuklukkum komi ekki fyrir eftir lok 12. aldar. Hér á landi eru enn nokkrir klukkur aðrar með þessari fornu lögun. hring nema frá skírdegi — þá voru klukknastrengir knýttir upp — og til Gloria á laugardag fyrir páska. Þegar prestur gekk til altaris og frá, var hringt smábjöllum (cam- panella) á kór. Þegar haldið var upp holdi og blóði vors herra Jesú Christi skyldi klykkt til þess og A’oru til þess hafðar handklukk- urnar og handbjöllurnar (tintinna- bula). Þó var frá skírdegi til laug- ardags fyrir páska í stað þeirra notað áhald, sem kallað var dymb- ili. Dymbill var tréplata og á henni hamar. sem barðist við plötuna ef hún var skekin. Dymbill er víða nefndur og á einum stað jafnvel dynbjalla, sem er bersýnileg leið- rétting' afskrifara, er kannazt hefur við það orð úr Grettlu. Varla er þó skyidleiki með þeim orðum, og' ekki við orðið dumbell, sem Cleas- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Klukka nr. 6169 i Þjóðminjasafni, hæð með krónu 46 sm„ er fremur löng og mjó, en slær sér mjög út neðst. Hun er alveg slétt og skrautlaus. Einhvern tíma hefir hún sprungið og hefir þá verið sagað upp i rifuna til þess að gera hana hljómfegurri. Tréramböld eru fest með járnböndum á krónuna. Klukkan er fornleg, ef til vill frá 14. öld. — Hun er komin til safnsins frá Miklabæ í Blönduhlíð. by nefnir, því dumbell þýðir ram- baid. Eins hefur og verið gizkað á, að dymbill væri af dumbur. Er það óefað khtkká, sem ekki var hringt með streng, heldur barin með kólfi — bönguð og böng (flt. bengur) beint mvndað af sögninni að banga. Elztu klukkur eru mikið til jafn víðar að ofan og neðan, en yngri klukkur víðari að neðan. Ofan á klukkunum voru margir kengir (corona) og í þá fest rambaldið. Á stóru klukkunum voru oft áletr- anir.“ Klukknakostur hefur verið miklu meiri á dómkirkjunum, heldur en öðrum kirkjum landsins. Þegar Jón biskup Arason fell frá, átti dómkirkjan á Hólum: 7 stórar klukkur, 4 minni, 7 smáklukkur, 3 smábjöllur, Jónsklukku stóra, Marxuklukku stóra, 2 stórar nýar 701 Klukka nr. 11423 í Þjóðminjasafni, hæð 40 sm. með krónu, þvermál neðst 40 sm., efst 20.5 sm. Krónan hefir verið 6-skift, en tvö eyrun vantar nú og hafa þau sennilega verið broíin af með vilja (til þess að hafa í Þórs- hamar?) Klukkan er skreytt með tveimur bekkjum af akantusblöðum, en milli þeirra er sléttur bekkur. og á honum áletrunin: A N N O 1739. — Klukka þessi er komin til safnsins frá Hafnarfjarðarkirkju, en hafði áður verið í Garðakirkju á Álftanesi. klukkur og eina klukku litla. Klukkur sínar mun Hóladómkirkja hafa látið steypa í Hamborg, bæði fyrir og eftir siðaskiftin. Um það ber vitni klukka sú, er Ólafur bisk- up Hjaltason fekk til kirkjunnar, þvi að á henni stóð þessi vísa: Herra Ólafur heiðursmann eð helt með prýði Hólarann meta klukku innt staðarins torg meta maka lét in Hamborck. Þannig varð vísan í höndum steyp- arans, en Espólín hefur hana svo: Herra Ólafur heiðursmann, er Hólakirkju stýrir rann, stóra klukku á staðarins torg steypa lét í Hamborg. Séra Jón Steingrímsson, sem var fæddur 1728, getur þess í ævisögu sinni, að móður-afasystir sín, Guð- ný Steíánsdóttir, sem kunni marg- ar tröxla og drauga og afturgöngu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.