Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 25
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 71? EYAN HELGA ICOLMKILL SVO KÖLLUÐU forfeður vorir eina af Suðureyum. Áður höfðu írar kallað hana Innis nan Druidhneak, eða Drúíða-eyna, og má af því marka að hún hafi verið helg áður en kristm kom á þessar slóðir. Nú kallast hún lona eða Icolmkill, en seinna nafnið nafnið þýðir „eva guðsmannsins Col- umba“. Columba er getið í fornritum vorum, og er hann þá stundum nefnd- ur Kolumkilli. Eftir siðaskiftin varð það nafn á inum illa, alveg eins og goðanöfnin urðu nöfn á illum öndum eftir kristnitöku. Heilagur Columba var fæddur í ír- landi 7. des. 521. Hann var konung- borinn í báðar ættir og fekk ágæta menntun. Hann tók prestvígslu árið 551 og vegna ætternis síns var hann sá áhrifamaður, að fyrir hans orð voru margar kirkjur reistar í írlandi. En árið 563 fór hann ásamt 12 lærisvein- utn sínum til eyarinnar Iona og settist þar að. Lét hann reisa þar klaustur og kirkju. Hann hafði einsett sér að kristna Pikta og tókst þetta svo vel, að hann kom kristni á um allt Skot- land og norðurhluta Englands. Lét hann reisa þar mörg klaustur, en höf- uðklaustrið var þó eftir sem áður i lona og prioramir þar voru æðstu menn kristninnar. Conran III. var konungur á Argyll á Skotlandi þegar Columba kom til Iona. Eftir ósk Columba lét konungur flytja inn kunna „Jakobsstein", eða krýningarsteininn til kirkjunnar á Iona. Þar var hann um nær 300 ára skeið og voru allir Skotakonungar krýndir á honum um þann tíma. En Kenneth Mac Alpin, seinasti konungur í Argyll, lét flytja steininn til Scone í Perth, sem þá var gerð að höfuðborg. Þar var steinninn enn um 400 ára skeið. En 1296 gerði Játvarður I. Engla- konungur innrás í Skotland, tók þar mikið herfang, og þar á meðal stein- inn, flutti hann með sér til Englands og lét setja hann í Westminster Abbey. Þar er hann enn í krýningarstól Breta- konungs. Heilagur Columba andaðist 8. júní 597. Þegar hann lá banaleguna og fann að hverju fór, lét hann bera sig út £ kirkju og leggja sig þar þannig að höfuð hans hvíldi á steininum. Gerði hann síðan bæn sína og andaðist kristilega. Var hann tekinn í heilagra manna tölu og bein hans flutt til ír- lands seint á 9. öld. Klaustrið í lona varð á hans dögum miðstöð alls kristniboðs á Vesturlönd- um. Þaðan fóru trúboðar um alla álf- una. En klaustrið var einnig in fræg- asta menningarstofnun á sinni tíð. Munkamir skrifuðu mikið og á 8. öld var bókasafnið þar ið merkasta í heimi. Mörg handrit þaðan eru nú geymd í skjalasöfnum sem inir mestu dýrgripir. „Um 200 ára skeið var Iona inn bjarti viti vestrænna þjóða, og þaðan fóru trúboðar í allar áttir". (Elder: Celt, Druid and Culdee). Klaustrið varð og frægt um alla álf- una, og þangað sóttu námsmenn frá mörgum löndum. Og þar sem eyan var heilagur staður, streymdu þang- að pílagrimar til þess að deya þar, svo að þeir gæti fengið leg í inni he>"u mold. Þangað voru og flutt til greftr- unar lík margra höfðingja. í kirkju- garðinum þar, sem á írsku nefnist „Reilig Oiran“ en það þýðir konunga- grafreitur, er talið að hvíli 48 Skota- konungar, 4 írakonungar og 8 konung- ar frá Danmörk og Noregi. En grafir þeirra þekkjast ekki lengur, því að bautasteinunum var varpað í sjóinn við siðaskiftin. Þó eru þar enn nokkr- ir steinar fagurlega úthöggnir. ---o---- Svo segir í Landnámu: örlygur hét son Hrapps Bjarnarson- ar bunu, hann var að fóstri með Pat- reki biskupi í Suðureyum. Hann fýst- ist að fara til íslands og bað, að biskup sæi um með honum. Biskup lét hann hafa með sér kirkjuvið og járnklukku, og plenaríum og mold vígða, er hann skyldi leggja undir hornstafi og hafa það fyrir vígslu. Þeir Örlygur létu í haf og fengu útivist harða og vissu eigi hvar þeir fóru. Þá hét Örlypur á Patrek biskup til landtöku sér, að hann skyldi af hans nafni gefa ör- nefni þar sem hann tæki land. Þeír voru þaðan frá litla hríð úti, áður þeir sá land og voru komnir vestur um landið. Þeir tóku þar sem heitir Örlygshöfn, en fjörðinn inn frá köll- uðu þeir Patreksfjörð..... Örlygur nam land á Kjalamesi frá Mógilsá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.