Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 10
702 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sögur, hafi einnig sagt frá því hversu ágætar klukknahringingar væru, til að fæla burt slíkan fans. Hún hafði séð klukku þá, sem fannst hiá Hraunþúfuklaustri og kerald hvotTt vfir. Er sagt að sá staður hafi farið í evði í plágunni 1404. Á klukkunni stóðu þessi orð: „Vox mea est baniba, possum depellere Sathnn“, en það býðir: „Mitt hljóð er bamba, burt rek eg Satan“. Séra Jón segir að klukka þessi hafi verið flutt að Goðdölum, en síðan brædd og stevpt önnur klukka. Menn voru þá ekki að hugsa um, að gamlir gripir gæt! haft ómetanlegt gildi. Kallað var að klukkur væri skírðar, þegar þær voru vígðar. því að þær voru þvegnar um leið og gefið nafn. Sumar fengu nafn af þeim dýrlingum, er þær voru helg- aðar, sumar drógu nafn af gefanda. Enn aðrar hlutu sín eigin nöfn. Frægust beirra er klukkan Líka- böng á Hólum. Um þá klukku er sú sögn nyrðra, að hún hafi farið að hringia af sjálfsdáðum þegar lík Jóns biskups Arasonar og sona hans voru flutt norður frá Skál- holti. Er sagt að hún hafi farið að hringja þegar líkfylgdin var komin á Vatnsskarð, þar sem sér ofan í Skagafjörð, og hætt síðan. í annað sinn hringdi hún þegar líkfylgdin kom á Hrísháls, þar sem fyrst sér heim að Hólum. Og í þriðja sinn þegar líkin komu að túngarðinum á Hólum, og varð sú hringing mest og með þeim undrum að klukkan rifnaði. Klukknaeign kirknanna hér á landi rýrnaði er fram liðu stundir. Bar þar margt til. Klukkurnar gengu úr sér, rifnuðu og brotnuðu, stundum létu Danir greipar sópa hér um kirkjuklukkur til þess að flytja þ«ar út og steypa úr þeim fallbyssur. En vesaldómur kirkn- anna var svo mikill, að þær gátu ekki endurnýað það sem forgörð- um fór. Ef einhvern atburð hefði borið að höndum svo merkilegan hér á landi fyrir rúmum 300 árum, að ástæða hefði þótt til að hringja öllum kirkjuklukkum samtímis, þá er hægt að gera sér grein fyrir hvernig þeir hljómar hefði verið hér um Innnes og Sund, því að til er skrá um klukknaeig r kirkjanna á þeim árum. Þá voru i kirkjunni í Nesi við Seltjörn 2 litlar klukkur með kólfum og kérbjalla, í Reykja- vík 2 klukkur heilar, önnur lítil og í Laugarnesi 2 litlar klukkur með kólfum. En í Viðev var kopar- klukka kólflaus og rifin og önnur með kólfi, ekki betri; í Gufunesi ein klukka kólflaus og á Mosfelli 2 klukkur, önnur rifin og kólflaus til einkis, hin óbrotiri en með brotn- um kólfi. Og á sjálfum alþingis- staðnum Þingvöllum, bjó kirkjan svo, að hún átti tvær klukkur og var önnur rifin, en hin með brotnu haldi. Um það hvernig klukkum var komið fyrir í torfkirkjunum, segir séra Jónas á Hrafnagili: „Ein eða tvær klukkur fylgdu hverri kirkju; þeim var komið fyrir á fjóra vegu: Annaðhvort var klukknaport fram- an við kirkjudyrnar eins og for- skyggni, eða það var sett í sálu- hliðið, eða klukkurnar voru festar á ramböldum ofarlega á stafni yfir kirkjudyrum, og það var tíðast; en svo voru klukkurnar stundum hengdar upp inni í framkirkjunni upp af fremsta bitanum í kirkj- unni og stundum enda neðan í hann. Það var samt víst fátítt. Turnar þekktust alls ekki og for- kirkjur ekki heldur, nema á bisk- upsstólunum." w w Um kálfrar tíundu aldar skaið Yfir sléttu hrannað haf hljómar klukkna gleðimál; fanna auðnar föla trai' fegrar jola geisiabal; vaknar mæddum voft, er svaí, vængi geíur jireyttri sál. Gegnum vetrar gluggarós glitra sumars döggvuð bióm, þegar jóla ljómar ljós; lífsins rödd í þeirra hljóm flæðir, eins og falli að ós fljót með vorsins glöðum róm. Ofar stormum, stríðsins öld, stjarna jóla brosir skær; hennar dýrð um heilagt kvöld hugum lyftir veröld fjær, yfir iiúms og harma tjöld himinbjörtum ljóma slær, RICHARD BECK hafa kirkjuklukkurnar nú kallað menn til helgra tíða hér á landi, og hljómar þeirra hafa einnig verið seinasta kveðjan til allra framlið- inna, kynslóð eftir kynslóð. En þær hafa líka hljómað með gleðibrag á fagnaðarstundum og minnt menn á, að í fögnuði sínum mega þeir ekki gleyma að þakka guði fyrir velgjörðir hans. En aldrei er hljóm- ur þeirra fegurri, né snertir svo djúpt hjörtu mannanna, sem á jóla- hátíðinni, því að þá er hann þrung- inn af fagnaðarboðskapnum um frið og bræðralag allra manna. Og um leið er hann sigurhrós ljóssins yfir myrkrinu, þar sem nú er lokið svartasta skammdeginu og sólin hækkar aftur göngu sína. Á. Ó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.