Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 17
af lifnaðarháttum Indíána 3. Skipasmíð'i 4. Sorgbitnar konur voru íyr gefnar út, enda þótt White hefði verið þar 20 árum seinna. Þessar myndir White voru frá Roanoke nýlendunni og megin- landinu gegnt eynni, þar sem nú heitir Norður Karólína. White var með í fyrstu för Ral- eighs til Ameríku 1585 og dvaldist þá um tíma á Raonoke-ey. Árið eftir fór hann til Englands, en var aftur sendur vestur um haf 1587 og þá skipaður landstjóri yfir ný- lenduna. Ætlaði hann þá að setjast þar að fyrir fullt og allt og vinna að þeirri hugmynd Raleighs, að Bretar leggði undir sig landið. En þá var svo ástatt í nýlendunni, að þar var vistaskortur og neyddist White því til þess að hverfa heim til Englands aftur til þess að saekja matföng og aðra nauðsynjavöru. Voru þá eftir í nýlendunni rúm- lega 100 menn, þar á meðal dóttir hans og dótturdóttir, sem var fyrsta enska barnið sem fæddist í Vest- urheimi. Þetta ferðalag tók lengri tíma en White hafði gert ráð fyrir, og komst hann ekki vestur aftur fyr en árið 1590. En þá var köld að- koma á Roanoke, því að hvert mannsbarn var horfið þaðan. Hann fann þar ekkert er bent gæti til þess hvað um landnemana hefði orðið, nema hvað hann fann nafnið Croatoan skorið í börk á tré, en svo nefndist ey nokkur. Ætlaði White nú að sigla þangað, en komst ekki fyrir stórviðrum. Og að lokum varð hann að hverfa aftur heim til Englands. Aldrei hefur spurzt neitt til Iandnemanna, né hver urðu af- drif þeirra, og er það ein af inum óráðnu gátum frá fyrstu öldum landnámsins vestan hafs. — ★ — Mesta athygli listamannanna Le Moyne og White vöktu inir rauðu menn, sem þeir hittu á nýa megin- landinu. Margir siðir Indíánanna vöktu aðdáun þeirra og telja þeir báðir að á mörgum sviðum standi menning Indíána ekki að baki menningu hvítra manna. Þetta vildu þeir sýna með myndum sín- um. Árið 1590 gaf De Bry út bók á Iatinu eítir Thomas Hariot. Nefndist hún „Admiranda narra- tio“ og var skreytt með kopar- stungum eftir málverkum Whites. Árið eftir gaf hann út aðra bók um Florida og hét hún „Brevis Narra- tio“ og fylgdu henni koparstungur af myndum Le Moyne. Þessar bæk- ur voru upphaf að stórum flokki ferðabóka, sem De Bry gaf út og nefndi einu nafni „Grands et Pet- its Voyages“. Myndir þær, sem hér birtast eru gerðar eftir koparstungunum aí málverkum þeirra Le Moyne og Whites. Þetta eru elztu myndirn- ar, sem gerðar hafa verið af lifi og þjóðháttum Indiána, og þegar þær birtust fyrst, vöktu þær álíka furðu um alla Norðurálíuna, eins og myndir frá öðrum hnöttum mundu vekja nú á dögum. Fyrsta myndin er eftir White. Hann kom í Jítið Indíánaþorp skammt frá Roanoke, sem kallað var Desamonquepenuc. Þar vakti það undrun hans hvernig konurn- ar baru born sin. „Konur okkar'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.