Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 26
718 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Pómkirkjan forna á Iona til Ósvikurslækjar og bjó að Esju- bergi og lét þar gera kirkju, sem hon- um var boðið. — — Þetta er sennilega in fyrsta kirkja. sem x-eist var á íslandi, og var hún helguð Columba, eins og Patrekur biskup hafði fvrir mælt. Forráðamenn klaustursins á Iona voru lengi príórar og æðstu menn kristn- innar á Vesturlöndum, eins og fyr er sagt. En árið 838 voru vestureyarnar i Suðureyum, er þá lutu Manarkonungi, gerðar að biskupsdæmi, og var bisk- upssetrið á Iona. Þar hefir Patrekur biskup því átt heima. Og lítill vafi virðist ó því, að Örlygur hefir gengið í klausturskólann þar og má því vera að hann hafi verið sehdur með trú- boðserindum til íslands. ----o---- Það er einkennilegt að Irar námu mestan hluta Hvaifjarðar, og þeir hafa allir verið kristnir. Ávangur nam Botnsdal, en Kalman og Bresasynir námu frá Saurbæ og Akranes allt. Sonur Ketils Bresasonar var Jörund- ur kristni er bjö i Görðum á Akranesi. Systir hans hét Edna og var gift á Irlandi þeim manni er Konáll hét. Sonur þeirra var Ásólfur alskik. Hann hefir verið lærður maður og sennilega hefir hann fengið menntun sína í klausturskólanum á Iona. Hann kom út hingað og hefír verið í trúboðs- erindum. Ætlaði hann fyrst að setjast að undir Eyafjötlum, en bændur ráku hann og félaga hans af höndum sér og kölluðu „fjöikunga" (galdramenn). Fór Ásólfur þá tjl Jörundar frænda síns í Görðum. Gerði hann sér síðan kofa á Innrahólmi og var þar einsetu- maður. Þar andaðist hann og vár þar grafinn „og er hann inn helgasti mað- ur kaliaður“. Rúmum 100 árum seinna bjó sá maður á Hólmi sem Halldór þét og ,,þá vandist fjóskona ein að þerra fæt- ur sina á þúfu þeirri, er var á leiði Ásólfs". Rúðólfur biskup var þá nýlega farinn frá Bæ, én þar voru eftir þrír munkar. „Einn þeirra déymdi að Ásolf- ur mælti við hann: ■ „Sendu húskarl þinn til Halldórs að Hólmi og kaup að honum þúfu þá, er á fjósgötu er, og gef við mörk silfurs“. Munkurinn gerði svo. Húskarlinn gat keypt þúf- una, og gróf síðan jörðina, og h'.tti þar mannsbein; hann tók þau upp og fór heim með. Næstu nótt eftir dreymdi HalJdór að Ásolfur kom að honum og kveðst bæði augu mundu sprengja úr hausi honum, nema hann keypti bein hans slíku veröl sem hann seldi. Ilalldór keypti bein Ásolfs og lét gera að tréskrín". Um svipað leyti lét hann gera 30 alna langa timburkirkju að Hólmi og var hún sett þar sem bein Ásolfs höíðu fundizt. En skrin hans lét Halldór setja yfir altari og kirkj- una helgaði hann „Kolumkilla með guði“. Er það önnur kirkjan á íslandi, sem helguð var Columba og styður þetta þá getgátu, að Ásolfur hafi geng- ið í klausturskóla hans á Iona. Og það er ofur skiljanlegt að þaðan hafi verið sendir kristniboðar til íslands eins og annara nálægra landa. — ——o.----- Noi-rænir vikingar gerðu mikinn usla á Iona á 9. öld. Rændu þeir klaustrið hvað eftir annað, því að þar þótti jafnan fjárvon. Þeir herjuðu og í Noreg þangað til Haraldur hárfaeri fór á hendur þeim. Lagði hann þá und- ir sig Orkneyar, Hjaltland og Suður- eyar og voru þetta skattlönd Noregs að nafninu um langa hrið. Sumarið 1098 fór Magnús konungirr berbeinn vestur um baf til að friða Suðureyar. Kom hann „liði sinu í Eyna helgu og gaí þar grið og frið mönnum öllum og allra manna varn- aði. Það segja menn að hann vildi upp ljúka Kolumkilla kirkju innl litlu, og gekk konungur eigi inn og lauk þegar aftur hurðina og þegar í lés og mælti, að engi skyldi svo djarfur verða siðan, að inn skyldi ganga i kirkju þá, og hefir síðan svo gert verið“, seg- ir í Heimskringlu. En þó gerði hann þá skipan á, að yfirstjóm kirkjumála þar skyldi framvegis vera hjá erki- biskupi í Niðarósi, Árið 1203 reisti regla Benedikts- munka klaustur og nunnusetur á lona og þá munu Keltarnir hafa verið rekn- ir á braut þaðan. Og seinna á þéssari öld var þarna í-eist kirkja úr steini. Mun þetta hafa verið í þann mund er Magnús konungur lagabætir seldi Skotakonungi Suðureyar árið 12B5. Skyldi Skotakonúngur greiða Nox-egs- konungi fjóra vetur „9Ö0 marka ehskra Sterlingspunda á hverju ári“ og síðan ævinlega 100 marka á hverju ári. Árið 1281 fekk Eiríkur Magnússon Noregs- konungur Margrétar dóttur Alexanders Skotakonungs og var hún kórónuð. Hún dó 1283 og gaf möttul sinn Hóla- kirkju á íslandi. en Jörundur biskup lét gera úr kápu, er siðan er kölluð drottningaimautur. (Lögmanns annáll). Árið 1507 varð Iona aftur biskupssetur eyanna, en með sigri mótmælenda í Skotlandi var inni fornu frægð eyar- innar lokið fyrir fullt og allt og klaust- urbyggingarnar brotnar niður, en dóm- kirkjan for í vanhirðu og hrundi aiðar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.