Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 28
720 c lesbók morgunblaðsins Sólarorkan í k5pp með ærslum og ólátum og atu og drukku meira en þeir höfðu gott af. 1 Harðangri var það siður þennan dag að ríða berbakt milli bæa og inn í stof- ur. Kom þá fyrir að þrír eða fjórir ríðandi menn voru samtímis inni í einni stofu, eða svo margir sem komizt gátu þar fyrir. öllum var boðið upp á mat og drykk og svo var haldið til næsta bæar. Þetta var kallað að ríða „Annen- dags-Skjei“. ★ Á þrettándanum var „gengið með stjörnuna". Kveikt var á þremur tólg- arkertum og þau sett í stjörnuniyndað- an ljósbera, en hanp síðan settur á stöng. Unglingspiltur, klæddur í ein- hverja hvíta flík, tók svo Jjósberann og fylgdu honum tveir aðrir piltar og höfðu kastað yfir sig rekkjuvoð og voru með pappírskórónur á höfði. Þetta voru „vitringarnir frá Austurlöndum". Þeir gengu á milli húsa og sungu jólasálma hástöfum. Sumir gáfu þeim þá smá- skiidinga, aðrir mat og sums staðar var þeim máske gefið öl og brennivín. Vildi þá sálmasöngurinn fara út um þúfur og annar kveðskapur koma í staðinn. Ekki voru þessir vitringar neinir au- fúsugestir, en menn þorðu þó ekki ann- að en bjóða þeim inn, því að verið gat að þetta væri vinir og venslamenn, er svo afkáralega höfðu báið sig, að þeir þekktust ekki. En venjulega voru þetta galgopa strákar, sera gerðu þetta til þess að fá ókeypis góðgerðir. ★ Fyrriun settu leikarnir sinn svip á jólin. Þeir voru margir ævafornir og heldust við Iengi sums staðar. Ludvig Eriksen lýsir svo jólaleikum um miðja seinustu öld: „Fyrir 20—30 árum var það enn sið- ur hér í Ósló að menn gátu farið bón- orðsferðir til gamans og leikið alls kon- ar pantaleika. Þá var „farið i brunninn“ og „selt léreft“, menn „tindu jarðarber undir snjónum'* og fóru „pólska betli- för“. Menn „hengu“ og menn „skrift- uðu", „veltu timburbolum“ og „töldu dagana í árinu“. Menn sátu á „undrun- arstóli" og léku hvíslingaleik, dönsuðu hringdansa, fóru í blindingaleik og klukkleik, og átti þá blindingur að geta upp á hver sló hann. En fyrst og fremst ber þó að telja dansinn í kring- um juiatreó. jllÖNNUM hefir verið það mikið áhyggjuefni síðan um aldamót, hve mjög hefir gengið á helztu orkulindir jarðarinnar, svo sem kol, jarðgas og ohu. Með vaxandi orkuþorf þjóðanna, hafa þessar áhyggjur farið vaxandi. Á einni öld, árunum 1850—1950, eyddi mannkynið allt að því jafn mikilli orku eins og það hafði eytt á 18 öldum þar áður. í Bandaríkjunum ep orkueyðslan nú.t d. 50 sinnum meiri heldur en hún var á dögum Jeffersona forseta. Og þótt nýar koíanámur og nýar pllulindir hafi fundizt á seinqi árum, og þótt verk- hyggni hafi farið svo fram, áð menn ná nú mikilli olíu úr nóm- Út um sveitiraar hafa smám saman komið upp ýmsir leikar. Sumt eru barna leikar, annað listir og svq eru nokkurs konar sjónleikar, sem margir taka þátt í og þar sem mikið er sungið. Þannig er t. d. Giftmgaleikur. 1 homim eru brúðhjón, prestur, hringjari og boðs- gestir. Hefir þar hver sitt hlutverk og verða oft sjálfir að ráða því hvað þeir segja. Iþróttaleikar voru ýmist komnii undir afli eða fimi. Ef afli var beitt vildi oft verða slarksaant. En undir fimi var komið að „skjötte Fubb“ og „Mark- us og Lukas“. Til þeirra leika telst einn- ig að „járna hest*^ „skera flesk“, „hoppa yfir sóflinn“ o. s. frv. Mikla kátínu vakti oft „svitaleikurinn“ (at rugge sved). Hann er fólginn í því, að piltur og stúlka, sem ekki kunna leik- inn, eru látin setjast á gólfið og skinn- feldur breiddur yfir þau. Þaraa eiga þau að róa fram og aftur þangað til þau svitna. Einhver af áhorfendum ber nú smjör á fingur sér og ríður þar á sóti. Seilist hann svo undir skinnfeldinn og þykist ætla að vita hvort hjúin sé farin að svitna og strýkur með fingrinum m kinnar þeirra. Þetta er gert hvað eftir annað þangað til maðurinn scgir að nú sé þau farin að svitna og megi losna úr prísundinnj. Eru þau þá ekki frýnileg og vekar það akueuuuau lilatur.“ um sem áður voru yfirgefnar, þá vegur þetta ekki upp á móti inum óskaplega vexti á orkueyðslu sein- ustu árin. Þegar kjarnorkan kom til sög- unnar, þóttust menn hafa fengið þann orkugjafa, er nægja mundi mannkyninu um alla framtíð. Svo hefir verið af látið. En þetta eru ekki annað en loftkastalar. Þau efni, sem kjarnorkan fægt úr, úraníum og þóríum, eru takmörk- uð eins og annað hér á jörð, og eyðist það sem af er tekið. Þetta hefir kjarnorkunefndin bandaríska séð, og þess vegna fól hún vísindamanni, sem Palmar Putnam heitir, og fimmtíu öðrum vísindamönnum að gera eins ná- kvæma áætlun og unnt væri um, hve lengi allar orkubirgðir jarðar- innar muni endast Nefndin hefir nýlega skilað áliti og hefir komizt að þeirri niðurstöðu að kol, jarð- gas og olía mun gjörþrotið árið 2023, eða eftir rúmlega hálfa öld. En ef kjarnorkan tæki þá við, mundu birgðir af úraníum og þóríum endast í 175 ár en þá væri þær líka uppetnar. Og þá er ekki í annað hús að venda um orku, en til sólarinnar. „Tíminn er orðinn naumur til þess að læra að beizla sólarorkuna“, segir nefndin. Eftir aðeins 200 ár verða menn að hafa komist upp á lagið með það, ella er voðinn vís. Sólarorkan er óþrjót- andi. Hitt er erfiðara að handsama hana. Langt er nú síðan að menn fóru að gera tilraunir um það, en heppileg aðferð hefir ekki fundizt enn. Þó eru menn komnir svo langt, að þeir segja að hægt væri að reisa sólar-orkustöð, sem framleiddi 30 sinnum meiri orku, heldur en nú er notuð í Bandaríkjunum. En sú urkustöð yrði dýr, immdi kosta um 200.0QÚ milljonu1 dollara.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.