Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 11
JÓL SKÓSMIÐSINS SMÁSAGA EFTIR MAURUS JOKAI «— 'f MAURUS JOKAI. Ungverskur rithöfundur og stjórnmálamaður f. 1825, d. 1904. Las lógfræði við háskólann i Kecskemét. Tók ungur þátt í andspyrnuhreyfingu gegn Austurrikismönnum, en er byiling þjoðernissinna var kæfð árið 1848, varð M. J. að fara huldu hóíði í ungverskum þorpum, unz fyrnti yf ir áróður hans. En hann missti aldr- ei trúna á frelsisbaráttu þjóðar sinnar. Var ritstjóri nokkurra dag- blaða, m. a. Hon (Þjóð). M. J. var tvíkvæntur og i bæði skiptin leik- konum, hinni síðari kvæntist hann, er hann var 74 ára gamall. M. J. var mjög dáður sem skáld af þjóð sinni, og eitt sinn gaf hún honum 100.000 flórínur sem þakklætisvott. Hugmyndaríkari hófund hafa Ung- verjar aldrei átt og engan, er snjallar hafi lýst þjóðlífi þeirra. M. J. var m. a. mjög þýddur á ensku og þvi frægur meðal engilsaxneskra þjóða. ¥ BÚDAPEST átti eitt sinn heima skósmiður, er var svo snauður að hann gat með engu móti látið tekjur og útgjöld standast á. Ekki var það vegna þess að borgarbúar hefðu allt í einu tekið upp á að hætta að vera í stígvélum, né að borgarráðið hefði lagt svo fyrir að skór skyldu vera seldir við hálf- virði, né heldur af því að hann væri ekki nógu vandvirkur. Satt að segja var þessi ágæti náungi sá snillingur að fólk blátt áfram kvartaði um að allt væri óslítan- legt, sem hann saumaði. Hann átti fjölda viðskiptavina, sem borguðu honum skjótt og skilvíslega, eng- inn þeirra hafði reynzt skuldseig- ur. Og þó gat Jón skóari ekki sam- ræmt tekjur og útgjöld. Ástæðan var raunverulega sú að Drottinn hafði blessað hann of ríkulega með niu börnum, að vísu öllum stálhraustum. Svo bar það við einn góðan veð- urdag — rétt eins og Jón hefði ekki átt við uóg audstreymi að etja — að kona hans andaðist. Nú var Jón einn síns Uðs, stóð einn uppi með börnin níu. TvÖ eða þrjú þeirra voru í skóla; eitt eða tvö voru í einkakennslu; eitt barnanna var á höndunum; mjölgraut varð að elda handa inu næstyngsta; eitt þeirra varð að mata, annað varð að klæða, inu þriðja varð að þvo. Og í tilbót varð hann að vinna fyrir þeim öll- um. Sannarlega var hann vinnu- þræll. Reyndu slíkt sjálfur, ef þú getur ekki sett þig í spor hans. Ef hann gerði þeim skó, varð hann að gera níu í senn, og skæri hann brauð, varð hann að skera níu sneiðar án tafar. Þegar hann bjó um þau á kvöldin, varð allt herbergið milli gluggans og dyr- anna ein flatsæng full af ýmist ljós- eða dökkhærðum kollum. „Ó, guð minn góður, hve ríku- lega hefur þú blessað mig," sagði hinn góði handiðnaðarmaður oft og mörgum sinnum og andvarpaði þegar hann jafnvel eftir miðnætti hamraði skóleistana sína og vann og vann til þess að geta alið önn fyrir svo mörgum sálum, og hætti vinnunni öðru hverju til að ávíta eitthvert barnanna, sem verst fór í rúmi. Níu voru þau alls, hvorki meira né minna. En Guði sé lof að enn var engin ástæða að kvarta, þau voru öll hraust, hlýðin, falleg og hæversk, hraust á sál og líkama. Vissulega var sælla að skammta níu brauðsneiðar heldur en skammta úr meðalal'Iösku, sælla að níu lægju fast hlið við hlið en lik- kistur gerðu skörð í hópinn. Ekk- ert barnanna leit út fyrir að verða kvellisjúkt um dagana. Það virtist þegar akveðið af forlögunum að þau öll niu skyldu brjóta sér braut í lifinu, eigi láta bola sér burt úr stöðum sinum. Hvorki regn né snjór né þurrt brauð virtist há þeim, Á aðfangadagskvöld kom Jón skóari seint heim i'rá margvísleg- um erindum. Hann hafði skilað ótal skom, sem hann haíði lokið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.