Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 22
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 714 'Uetraríióé Hvíl þú nú rótt und vcðum vetrarsnjóa vorblómið fagra, þar sem sárin gróa svo djúpt í jörð þitt fræ á friðarskjól. Og þegar kaldir skuggar hvlja heima huggun er blíð, að mega sofa og dreyma, og vakna af blundi nvr með sumarsól. Hug minn á bleikföl björk í söngvahlíðum, blomið mitt kæra úti í frosti og hríðum, ó, liljublað sem leggst í þagnarskóg. Biiknaða lauf, sem vetrarkvíða kennir krystals í gröf þinn jndisblóma fennir brosið þitt fagra felur klæði af snjó. \ tlpprisudagsins ailar rósir biða andvarpa jarðarbrjóst i von og kviða yngingarmátt á moldin dökk og frjó. Jörðin svo mild í vetrarfaðmi vefur vorblómin öll og líknarskjól þeim gefur, aftur þau vekur sól í sumarskóg. KJARTAN ÓLAFSSON 4>- munu aldrei gleymast mannkyninu og aðrar svipaðar þrælaherbúðir hálíbrjálaðra valdhafa, sem unun hafa af þjáningu og kvaiaópum meðbræðra sinna Það var þessi heiðindómur, sem Jesús vildi frelsa heiminn frá með kenningu sinni, og fordæmi, lífi og dauða. Og hvar sem trúað er á hann í raun og sannleika, hverfa þessir skuggar skelíingarinnar og það verður frið- ur á jörð. Svo miklu máh skiftir það, hvort vér íylgjum stjörnunni hans eða ráíum í myrkri vorrar eigin hræðslu og grimmdar. Valdhafarn- ir, sem drápu um 4 milljónir Gyð- inga í brennsluofnum eða með annars konar aðferðum, voru hætt- ir að trúa á Krist. Um íjórðung aldar höfðu þeir innrætt sjálfum sér og þjóð sinni, að hans trú væri auðvirðileg og sæmdi ekki mikilli þjóð. „Siðfræði þræla“ var við- kvæðið. En hér og alls staðar sann- ast það, að hvar sem Kristur er rekinn út, þar sezt Herodes að völdum. Og þar sem Herodes er setztur að völdum, þar bíður tor- tíming, kvöl og þjáning þjóðarinn- ar. Þar hrynur menningin í rúst en villimennskan sezt í hásætið. Hvarvetna, þar sem einræði og harðstjórn er ríkjandi, gerist in sama saga. Whittaker Chambers, sem var aðalvitnið í málinu gegn Alger Hiss í Bandaríkjunum og sannaði að kommúnistar sátu þar sem annars staðar á svikráðum við sitt eigið land, og hvar sem þeir gegndu trúnaðarstöðum mynduðu þeir mikilvæg skjöl og sendu film- urnar til Rússlands. Svo granda- laus var ríkisstjórnin, að það tók ellefu ár að fá hana til að hlusta á ákæruna sem þegar til kom reyndist studd nægum sönnunum. Þessi maður var sjálfur flæktur inn í þennan ógeðslega svikavef og ætti því að kunna öll skil á sálar- gerð þeirra mamia, sem verða þess- um átrúnaði að bráð. Um þetta efni segir hann í tímaritsgrein: Kommúnisminn gengur mönn- um í guðs stað. Hann er það, sem kemur, þegar menn í nafni skyn- seminnar segja skilið við guð. Eng- in guðlaus þjóð hefur varðveitt til- veru sína, en mannkynssagan kann að segja frá mörgum þjóðum, sem höfnuðu guði og liðu undir lok. Örlög kommúnismans eru undir þvi komin í hve ríkum mæli hon- um tekst að fjarlægja þær þjóðir guði, sem hann nær tökum á. Og á sama hátt eru örlög hinnar vest- rænu menningar undir því komin, hvort hún ber gæfu til að umflýa efnishyggju kommúnismans og guðleysi hans, — Síðan fer hann að ræða um ástæðurnar fyrir því, að menn snúi baki við kommúnismanum og kemst þá þannig að orði: Það er ein lífsreynsla, sem flestir uppgjafakommúnistar hafa sam- eiginlega. Dóttir fyrrverandi þýzks aðalræðismanns í Moskvu reyndi einu sinni að útskýra það fyrir mér, hvers vegna faðir sinn, sem einu sinni sá ekki sólina fyrir sovét skipulaginu, væri nú búinn að fá skömm á því. Það gerðist eina nótt í Moskva, sagði hún, að hann heyrði neyðaróp. Það var allt og sumt. Hann heyrði bara angistaróp í einhverjum vesalings manni. Og hvaða kommúnistar eru það, sem ekki hafa heyrt þessi neyðar- óp? Þau koma frá mönnum, sem handteknir eru um miðjar nætur, slitnir eru burt frá konum og börn- um. Þau berast langar leiðir að hálfkæfð, frá aftökuklefum leyni- lögreglunnar og frá öllum píslar- klefum þeirra, sem dreifðir eru um hið viðlenda riki frá Berlín til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.