Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 715 í hönd, úrslitatímum mannkyns- sögunnar. Aftur og aftur er ver- ið að segja, að íslenzka þjóðin sé of smá til að geta haft nokk- ur áhrif á gang heimsviðburð- anna. Þetta er mikill og skað- legur misskilningur. Því að ís- lenzka þjóðin er ekki of smá til þess að geta hjálpað stærri þjóð- um til að meta sannleikann eins og vera ber. Eða með öðrum orðum: til að þiggja hjálp Guðs. Dr. Helgi Péturss. 4>------------------------------------------------------------------------------—$> FRÆG eru orðin: Guð er sann- leikur. Öllu réttara er þó að segja að sannleikurinn sé leiðin til Guðs, og þó ekki síður, leið Guðs til mannanna. Af því leiðir, að enginn Guð getur hjálpað því mannkyni, sem ekki metur sann- leikann nógu mikils — eins og glögglega kemur fram í allri sögu mannkyns vors. En aldrei hefir þó þýðing sannleikans eins glögglega komið í ljós og verða mun á þeim tímum sem nú fara Kanton. Þeir koma frá stórgripa- vögnunum, sem troðnir eru fullir af fórnarlömbum þeirra og síðan látnir út á eitthvert hliðarsporið, þangað til mennirnir frjósa í hel á gaddauðninni. Þau koma frá mönn- um, sem orðnir eru trylltir af hungri, en skipulagt hungur er eitt af stjórnmálabrögðum þessa trúar- ílokks. Þau koma frá beinhoruðum þrælum, sem aðframkomnir af þreytu eru hvddir til dauðs í fanga- búðunum í Síberíu, Þau koma írá ungbörnum, sem verða fyrir þeirri ægilegu ’-eynslu, að foreldrar þeirra eru frá þeim teknir og þau fá aldrei að sjá þau framar. Þessi neyðaróp hefur hver ein- asti kommúnisti heyrt. En þau ná venjulega aðeins evrum hans, snerta sjaldan sállna. En samt kemur það fvrir, ef til vill einhvern veginn, þegar hann er niðursokkinn í sellustarfsemi sína t. d. við að framkalla smá- myndir af stolnum skjölum eða við aðra álíka ófélega moldvörpustarf- semi, eða hann hefur fengið skipun um það frá húsbændum sínum að ferðast til annars lands, fara þar á ákveðið hótel á tilsettum tíma og hitta þar mann, sem hann aldrei fær að vita nafnið á, og taka þar við pakka, sem hann aldrei fær að vita, hvað hefur inni að halda. Þá getur það skeð, að skyndilega finn- ist honum eins og hann sé umlok- inn ógnarlegri þögn og úr djúpi þagnarinnar berist neyðarópin hlaðin angist. Og nú rjúfa þessi óp inn heiðna kufl mannfyrirlitningarinnar og tilfinningaleysisins. Eins og hár- beyttur hnífur skerast þau inn í sál mannsins og samvizku. Því að örðugast verður manninum það alltaf að myrða sál sína og sam- vizku. En ef kommúnistum tekst það ekki, þá munu þeir ganga af trúnnl.---- Þannig lýsir uppgj afakommún- isti því sem gerist, þegar þjóðirnar segja skilið við guð og fara að trúa á harðstjóra að nýu. (★) Stjarnan staðnæmdist þar yfir Herodes var ekkert einstakt ill- menni á sinni tíð. Flestir einvaldar voru honum líkir. Enginn þorði að mæla á móti þeim. Menn krupu á kné fyrir þeim í lotningu. Kristindómurinn hefur áorkað því, að Herodesar nútímans vekja hrylling og viðbjóð milljóna manna. Fleiri og fleiri hásæti þeirra munu hrynja en mennirnir, sem þeir hafa þjáð og kúgað munu koma og spyrja um stjörnu friðar- konungsins, er þeir hafa af sárri reynslu lært að skilja, að gerbreyt- ing verður að koma á trú mann- kynsins og háttum, ef morðæðið í Rama á ekki að halda áfram, ef kvöl og angist mannanna barna á einhvern tíma að linna. Og sjá, stjarnan staðnæmdist þar yfir, sem barnið var! Vitringar munu enn koma úr austri og vestri. Þeir eru á leiðinni. Vér hittum þá á alþjóðaþingum, þeir kveðja sér hljóðs í blöðum og bókum leitandi að hjálpræði heimsins. En stjarnan mun ávallt stað- næmast á sama stað þar sem tign- asti og göfugasti andi mannkyns- ins fæddist á jörðu. Þangað er hjálpræðið að sækja, vizkuna og trúna til að skapa nýan og betri heim. Öll ríki hatursins hrynja, öll ríki öfundarinnar, drambsins og sjálfs- elskunnar tortímast í eyðileggjandi styrjöldum. Það er aðeins eitt ríki sem hefur möguleika til að standa: ríkið sem Kristur boðaði. Honum tilheyrir því lotningin. Honum eigum vér að færa gjaf-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.