Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 29
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 721 Kongulóarvefurinn Indversk frásögn, skráð «f dr. Paul Carus. Þýdd af Matthlasi Jochumssyni. CG VIL segja þér söguna af hin- um mikla ránsmanni, Kan- data. Hann andaðist án iðrunar, og vaknaðj aftur orðinn vítis púki; leið hann þar hinar skeifilegustu kvalapíslir fyrir illvirki sín. En er hann hafði verið í víti ævalengi, og sá sér engin úrræði til að geta losnað úr hinu ógurlega ástandi, skeði það, að Búdda birtist á jörð- inni og náði upplýsingarinnar helgu fullsælu. Þetta minnisverða augnablik féll geisli niður í kvala- staðinn, sem kveikti lífsvon meðal allra ára og fordæmdra, og hróp- aði þá ræninginn Kandata upp hástöfum: „Blessaði Búdda, miskunna þú mér! Ég kvelst hræðilega, og þó ég hafi illa breytt, æski ég mér einkis fremur en að mega ganga á réttlætisins veglega vegi. En ég get ejgi losnað úr fjötrum minn- ar ólukku. Hjálpa mér herra og mjskunna mér!“ Nú er Karma þvi lögmáli bund- in, að illar athafnir fyrirfarast að lokum af sjálfu sér, því eintóm illskan getur ekki verið til eða var- að. En góðar athafnir leiða til eilíi's lífs. Þannig er síðasta mark- mið sett hverri illri athöfn, sem unnin er, en engan enda hafa af- leiðingar góðra athafna. Hið minnsta góðverk ber ávöxt, sem felur í sér frækorn til góðs; þessi frækorn þróast og hajda svo áfram að endurnæra sálina á hennar mæðusama hi’ingsóli, allt þar til hennj hlotnast að ná sjnni síð- ustu lausn frá ölju illu í Nirvana. Þegar nú Búdda drottinn heyrði andvörp hins pínda og fordæmda, mælti hann svo: „Kandata, seg mér: Vannst þú aldrei neitt góðverk í lífinu? Sé svo, hittir það þig nú aftur og hjálpar þér til viðreisnar. En eigi máttu frelsast nema kvalir þær, sem þú þolir eins og afleiðing ill- gerða þinna, hafi burtrýmt allri ímyndun sjálfsleikans úr sálu þinni og laugað hana hreina a£ hégóma, mimaðargirnd og öfund- sýki“ Heilræðavísur i i j HALLGRÍMSPÉTURSSONAR ! ! ! Ungnm er það allra bert ; | að óttast Guð sinn herra. > Þeim mun vizkan veitast mest ■ i og virðing aldrei þverra. j ! ; HafSu hvorkl hað né spott, i hugsa um ræðu mina, ; j elska Guð og gerðu gott, l \ geym vel æru þína. s j Foreldrum þinum þéna af dyggð j það má gæfu veita, l varastu þeim að veita styggð j viljirðu gott barn helta. j Hugsa um það helzt og fremst s sem heiður þinn má næra. • Aldrei sá til æru kemst ; sem ekkert gott vill læra. i ! Víst ávallt þeim vana halt: j vinna, lesa, iðja, s umfram allt þó ætíð skalt s elska guð og biðja. < Kandata þagði, því hann hafði verið mikill grimmdarseggur, en Taþagata (drottinn) sá af alvizku sinni allar athafnir hins vesæla manns, og kom þá auga á hann þar sem hann einhverju sinni var á gangi í skógi, og leit konguló, sem þar skreið á jörðinni, og heyrði hann segja við sjálfan sig: „Ekki skal stíga á kongulóna, hún er meinlaust kvikindi og gerir eng- um illt“. Búdda horfði með meðaumkun á kvalir Kandata, og sendi niður til hans konguló á þræði, og kongu- lóin sagði: „Haltu þér, maður, í vefinn, og komstu svo upp“. Þegar kongulóin var burtu far- in, reyndi Kandata að lesa sig upp eftir þræðinum, og tókst honum það: vefþráðurinn var sterkur og hélt, og komst hann hærra og hærra. Allt í einu fannst honum þráðurinn skjálfa og titra; leit hann niður cg sá hvar félagar hans voru líku komnir á stað upp í þráð- inn. Þá varö Kandata hræddur í meira lagi. Hann sá hve grannur þráðurinn var, en líka að hanp hafði mikla teygju, því hann togn- aði því meir sem þyngdin óx, og leit þó út eins og hann mundi vej endast. Þangað tiJ hafði Iiann einungis horft upp á við, en nú ieit hann niður, og sér koma á hæla sér, eftir þræðinum, heila herskara

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.