Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 20
712 LESBÓK MQRGUNBLAÐSINS mundi opinbera mönnum ina æðstu vizku o? um leið ríkia yfir þeim á nvrri ffullöM. Þessir draum- ar komu fram í Messíasarvonum GvðingabióðaHnnar um margar aldir, og með öðrum þjóðum ríktu sams konar vonir. Þessl er iii óviðráðanlega trú og von mannkvnsins, enda þótt flest- ir séu hvorki heilir né hálfir: skammsýnir í hugsun, ófullkomnir í brejhni, reikulir í ráði, að ein- hvem tíma hlióti fram að koma inn fullkomni maður. sem er allt það. sem oss dmvmdi um en vér gátum ekki orðið: Góður, vitur og máttugur í heilagieikanum. og slík- um konungi vildi hver vitringur Iúta. Erá honum væntu þeir hjálp- rseðis mannkyninu til handa, Stjarna á himni Sú var trú manna á þessum tím- um að hver maður ætti sína stiömu á himni, sem jafnframt var vemd- arengill hans og stvrði örlögum hans. Hún kviknaði á himinhvelf- ingunni, þegar maðurinn fæddist, og væri Ijómi hennar mikill, var það fyrirboði um mikil örlög. Stjaman var tákn þess. að örlög- um manna væri stiómað frá himni. En hún var líka tákn annars: Hún var tákn inna eilífu hugsjóna og ins æðsta hreinleika. Sumir fornir spekingar eins og t. d. Plató héldu því fram, að þessi jarðneska veröld væri í raun og veru aðeins skugg- inn af annarri æðri. Hann taldi, að allir jarðneskir hlutir ættu sér frummvndir á himni, bar sem eng- an skugga bæri á. Hugðu sumir þessir spekingar, að maðurinn ætti einnig sína æðri tilveru á hærri sviðum lífsins, þó að hann ferðað- ist um hér á jörðinni eins og í draumi, til að ððlast margvíslega revnslu. Til eru ummæli eftir Jesú, sem virðast geta bent til líkrar skoðunar ÍMatt. 18.10): „Sjáið til, að þár «igi fyrirlítið neinn af þess- um smælingjum, því að eg segi vður. að enf'lar heirra á himni siá ávsllt auglit föður míns, sem er á himni.“ Senniiegra er það þó. að hér sé um að ræða verndarenmlinn (erkíenglana fióra í Enoksbók?), stiömuna, sem guð lætur vaka yfir velferð Vorri. En hvort sem vér skiljum þetta bókstaflega eða tákn- rænt, þá er samt stjarnan, sem vísar hverjum manni veg: æðsta trú hans og von, og hver sem enga slíka stiörnu á á himni sínum, hann er illa st^ddur f lffiou og hætt við að lenda í tröllahöndum. En því skærari sem stjaman er og því hærra á himni, því betri leiðar- stiama muh hún revnast í nátt- myrkrum og Vegvillum, um eyði- merkur eða 3ollinn sæ mannlífsins. Stiörnur himinsins vísa alltaf rétta leið. Villan er hiá okkur, ef vér horfum ekki til himins né hirðum að taka stefnuna eftir inum eilífu stjörnum. Jólastjaman Þannig er þessi jólasaga Matt- heusarguðspjalls þrungin fegurð og innri sannleika. Jólastiarnan er í raun og vem jólaboðskapurinn sjálfur: boðskaourinn um frið á jörðu og velbóknun guðs yfir mönnunum. Stiaman er Kristur og kærleikskennmg hans, sem ein getur orðið mönnum til hjálpræðis, ef þeir sjá hann, leita hans og lúta honum í einlægri hollustu. Ef engin slík stjarna skini yfir lífi vom, þá væri skammdegis- myrkur hálfmenningar vorrar miklu svartara, villtari allir vegir, og minni von um örlög og takmark mannkynsins. Allt, sem miðað hef- ir í mannúðarátt um 19 aldir er frá honum komið. Hann bylti um siða- hufrmvndum mannkvnsins. Með komu hans varð hinn líðandi þjónn sá, sem burt bar heimsins syndir, og meiri hlnum drambeama kon- ungi. Fórnin varð meiri en ofbeld- ið. miMin meiri en erimmdin. Hvar sem eftir bessari trú er liÞ'ð, þar er gott að vera. Þar ve>?ur ekki hver annan til að troða siálfum sér fram. Þar ríkir ekki löcrmál hefnd- arinnar he'dur er trúnð á fvrir- gefning svndanna. Og ólíkt er það stórmannlegri aðferð, að fyrirgefa þeim, sem vita ekki hvað þeir gera, en að nota ina þrautheimsku að- ferð böðulsins að reyna að drepa af sér alla óvini og vekia þannig udo marga í stnð hvers eins sem hann tortímir. Með fvrirgefning- unni vinna menn bann stó^a sigur að gera vin úr óvini. Sú leið ein er fær inn i ríki friðarhöfðingj- ans. Herodes En það koma fleiri persónur fram í guðspjallasögunni en aust- urlenzku vitringarnir, sem vert er að veita athygli. Þetta eru æðstu prestarnir og fræðimennimir, og loks er það Herodes konungur. Enginn inna trúarlegu leiðtoga hafði hugmynd um inn mikla at- burð. sem gerðist svo að segja mitt á meðal þeirra, fæðingu ins fyrir- heitna ísraelskonungs í Betlehem, aðeins 10 km frá höfuðborginni. Og þó höfðu þeir Ritningu þióðar sinnar í höndum og þóttust öllum fremri í andlegum vísindum. Þann- ig fer sannleikurinn oft fram hjá þeim, sem þykiast sérstaklega til þess kiörnir að gæta hans. Stund- um opinberar drottinn það heið- ingium, sem inni útvöldu þjóð er hulið. Eigi verður þó annað séð af sög- unni en að Herodes hafi trúað vitn- isburði vitringanna. En þeim mun merkilegra er þá það, sem hann tekur til bragðs. Hann ætlar að storka siálfum máttarvöldum him- insins .hvggst að snúa atburðarás- inni við með grimmd sinni og of- beldi. Hann er að vísu dauðhrædd-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.