Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 3
að langmestur hluti sætanna, eða 2.178, eru innan við 35 metra frá leiksviðinu. Og yfirleitt sést ágætlega til sviðsins, hvaðan sem er af svölunum. Fyrirhugað er, að New York State Theater verði einkum vettvangur balletts og söngleikja — til að byrja með samastaður New York City Ballet, þar sem meistarinn George Balanchine ræður ríkjum — og The Music Theater of Lincoln Center, sem stofnað var fyrir rúmu ári undir íorystu hins kunna bandaríska söng- leikahöfundar,, Kichard Rodgers. Er ætl- unin að flytja að minnsta kosti tvo söng- leiki árlega. Auk þessara aðila er leik- húsið ætlað til alls konar gestaleika. Balanchine-ballettinn, sem telst til New York City Center of Music and Drama, hefur um árabil verið með íremstu ballett flokkum heims — talinn rneð flokkum eins og Bolshoi-ballettin- um í Moskvu, Kirov ballettinum í Lenin grad og konunglegu ballettunum í Kaup mannahöfn og London. Má búast við, að hann vaxi enn að gæðum og styrkleika, því að fyrir réttu ári hlaut hann sjö milljón dala styrk frá Ford founda- tion. Fjárveiting sú vakti mikinn úlfa- |þyt meðal annarra bandarískra ballett- ílokka, því að með benni var framtíð listdansins í Bandaríkjunum beinlínis lögð í hendur Balanohines og honum gefið tækifæri til að ráða til sán þá beztu krafta, sem völ er á innan Banda- ríkjanna. Philip Johnson miðaði New York State Theater frá upphafi við, að New York City Ballet yrði þar til húsa — kveðst sjálfur hafa teiknað það bein- línis fyrir Balanchine — enda þótt það' væri þá alls ekki ákveðið og reyndar alls ekki víst. að svo verði til fram- búðar. Enda staðhæfa forráðamenn Lin- coln Centers, að þetta sé í fyrsta sinn, sem leikhús sé teiknað svo afdráttar- laust fyrir ballett og því sé það í ýmsu frábrugðið nýjustu óperu- og söngleika- húsum. Sviðið er afar stórt, breitt og djúpt og gólfið sérstaklega útbúið fyrir ballett. Eins er um mörg æfingaher- bergin, en eitt þeirra er jafnstórt svið- inu. Um hljómburð er það að segja, að að hann er sagður sýnu betri en í Phil- harmonic HalL G egnt vesturhlið Philharmonic Hall stendur bygging Vivian Beaumont Theater og Library Museum og verður innréttingu hennar lokið einhverntíma á næsta ári, sem fyrr segir er milli þess- ara bygginga torgið North Plaza, með tjörn í miðju, þar sem verður komið fyrir stórri bronzstyttu eftir brezka myndhöggvarann Henry Moore. Vivian Beaumont Theater verður að- setur leikfélagsins Repertory Theater of Lincoln Center, sem stofnað var fyrir u. þ. b. tveim árum og verður undir forystu Roberts Whiteheads og Elia Kazan. Til þess, að félagið gæti tekið sem fyrst til starfa var byggtjítið bráða- birgðaleikhús við 4. stræti, á lóð, sem New York háskóli gaf. Fyrir bygging- unni stöð American National Theater and Academy. Fyrsta leikritið, sem þetta nýja leikfélag sýndi var „After the Fall" eftir Arthur Miller. Var það, sem kunn- ugt er, frumsýnt snemma á þessu ári. I aðalsal Vivian Beaumont Theater er gert ráð fyrir sætum fyrir 1100 manns. Verða þau í hring umhverfis leiksviðið og þannig fyrir komið, að ekkert sæt- anna verður fjær leiksviðinu en 20 NGVOLL Eftir Matthías Johannessen Með bláan ilm við 'andlit hrauns og valla rís enn einn morgunn, kemur hægt og fer gamlar hestagötur, spyr að þér . er gengur um á lyngivöxnum hjalla sem Jónas forðum, hlustar heyrir niða við hraun og mosa löngu storknað blóð. Hér slær þítt hjarta, land sem er þitt ljóð losar fjötra uggs og hungursviða; þei — þú hlustar, heyrir mosann gróa við hljóða mold og fagnar nýrri sól, veizt að tíminn klæðir'land sem kól og kliðar allt af fuglasöng í móa. Hér rísa hæst þín fjöll, þau fylgja þér sem fögur minning hvert sem líf þitt ber; um heimaalnings einskisvirtu slóð, um útlend tún og veg með stærri þjóð. Og héðan berst þér birkilaufaþeyr af blásnum kvisti, grein sem aldrei deyr, hún er þitt ljóð, og landið vakir hér á ljósri nótt, og vatn sem fylgir þér. I ;: ; í; ;! i i! ;! ;' ! : metra. í>á verður í húsinu 290 manna til- raunaleikhús, sérstaklega ætlað fyrir avant-garde leiklist — með ljósútbún- aði ágætum, en ekki sérstökum leik- tjaldabúnaöi. Þann hluta byggingarinnar, sem heyr- ir leikhúsinu til teiknaði Eero Saarien og innréttingu að einhverju leyti Jo Miel- ziner. Þann hlutann hinsvegar, sem heyrir til Library Museum teiknuðu arki tektarnir Skidmor*, Owings & Merrill. I f áhorfendasal New *ork State Theater. Library Museum verður flutt tónlistar- leikhús- og dansdeild The New York Public Library. Er fyrirhugað, að menn geti fengið þarna aS láni hljóm- plötur, nótur og bækur — og í safninu mun fólki gefasr.kostúr á að hlusta á ýmsa fræga listamenn á hljómplötum, ekki aðeins hljóðfæraleikara og söngv- ara heldur og skáld og rithöfunda, leik- ara o. s. frv. í safninu verður vinnu- aðstaSa fyrir aðkomandi menntamenn. Ennfremur verða þar sýningarsalir, tvö hundruð manna fyrirlestrasalur og funda herbergi, sérstakt barnabókasafn og brúðuleikhús. Safnið verður þannig stór þáttur í því fræðslustarfi, sem tengt verður Lincoln Center og byggist að sjálfsögðu fyrst og fremst á Juillard skólanum. Til þessa hafa þar einungis verið dans- og tón- listardeildir, en í framtíðinni er ætlunin að taka upp leiklistardeildir. Skólinn verður staðsettur norðan við 65. stræti og tengdur North Plaza með brú, er byggð hefur verið yfir 65. stræti. Ekki verður unnt aS hefja framkvæmdir við skólann sjálfan fyrr en búið er að rífa þær byggingar, er standa milli 65. og 66. götu. Þeirra á meðal er stór verzlunar- skóli, er bíður þess að geta flutt í- ný húsakynni, sem er rétt ólokið. Þess má geta, aS rétt vestan við Juillard — skól- ann — viS 65. götu og Amsterdam Avenue — á að rísa bygging fyrir lista- skóla, er verður einskonar sambland af skólunum New York City High School of Music and Art og High School of Per- forming Arts. XXugljóst er hvílík gullnáma Lin- coln Center getur orðið nemendum Juill ard skólans. Hver hinna einstöku stofn- ana mun starfa sjálfstætt, þótt einhver samvinna verði með þeim — og vonast 38. tbl. 1864 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.