Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 20
Fyrir tíu árum var Biblían gefin út á KOGATA, þjóðtungu Japana. Útgáfan þótti svo ágæt í alla staöi, að stærsta og útbreiddasta blað landsins, MAINICHI, kjöri hana bók ársins. Nýja testamentið var fyrst gefið út á japönsku fyrir níutíu árum. þannig einnig í Mið- og Su'ður Arneríku. Townsend og samverkamenn hans, áttu sinn þátt í því. Þeir litu svo á, að umfram allt þyrfti að færa tungumál þessara þjóðflokka í letur, fá þeim gagn legt lestrarefni, veita' þeim verklega fræðslu — og innræta þeim kristna trú og kristið siðgæði. Reynsla hafði kennt jþeim að slíkt væri óframkvæimanlegt mieð öðru móti en því, | að kristnir sjálf- boðaliðar búsettu sig mitt á meðal þeirra, yrðu þeim gerkunnugir og helg- ¦uðu sig viðreisnarstarfinu. Margir hrifust af hugsjónum þeirra og fóru að kynna sér neyðarástand hinna mörgu frumstæðu þjóða og þjó'ðarhrota, ekki aðeins í Mið- og Suður Ameríku, heldur einnig í öðruim álfum heims. Þeir 'komust að raun um að tungumál þeirra mundu vera að minnsta kosti tvö þúsund. En varð svo nokkuð úr þessum bolla- Jaggingum? Sumarið 1934 var stofna'ð til nokkurra vikna málvísinda námskeiðs fyrir unga kristniboða, í Arkansas, Bandaríkjun- m Ekki átti þó að kenna neitt ákveðið tunguimál, heldur ýmsar grundvallar reglur flestum málum sameiginlegar, evo og að nema mál af vörum bókleys- ingja og íesta orðin á pappír með við- eigandi hljóðtáknum, — og margt í sam- bandi við þa'ð. Fyrsta námskeiðið sóttu tveir nem- endur. Næsta sumar urðu þeir fleiri og síöan æ fleiri með ári hverju, og komu nú frá mörgum löndum. Síðustu árin hafa þessi námskeið verið haldin um sama leyti að sumri til í Englandi, Þýzka landi, Ástraliu og á þrem stöðuim í Bandaríkjunum, venjulega til húsa í háskóluon. Þetta starf hefur fóstrað a'ð minnsta kosti einn viðurkenndan mál- visindamann, Kenneth Pike, en hann er vísindalegur ráðunautur og hefur á hendi umsjón allra þessara námskeiða, eða sumarskóla. Mörg hundruð kristniboðar, sem eitt sinn gengu á málvísinda námskeið Town sends, starfa nú á vegum 40 trúiboðsfé- laga í -mörguim löndum heims, að pré- dikun og kennslu á 200 tungumálum. Þrír okkar íslenzku kristniboða hafa stunda'ð nám í sumarskóla í Englandi, Benedikt Jasonarson, Halla Bachmann og Haraldur Ólafsson. Sitt eigið kristniboðsfélag stofnuðu Townsend og saimverkamenn hans 1942, og nefndu Wycliffe Biblíuþýðendur. Síð ast liðið ár voru starfsmenn þess 1400 Þeir eru dreifðir, oftast tveir og tveir — venjulega hjón, ef ekki, þá tvær stúlkur eða tveir karimenn saman —, meðal 304 þjóðflokka í Mið- og Su'ður Ameríku, Viet Nam, á Nýju Guineu, Filipseyjum og í Vestur Afríku. Féiagið hefur 24 litlar flugvélar í förum milli kristniboðsstöðva, og einnig radio sendi- og viðtökutæki á flestum stöðvunum. Nánar er ekki hægt að lýsa þvd mikla og óeigingjarna verki í stuttu . málL Þetta ætti að nægja til að minna, á, að enn trúa, lifa og starfa margir a'ð hætti fruimvotta_Kriste, búa við fátæklegustu Mfsskilyrði sjálfviijugiega, án þess að skeyta um lof eða last manna, og án þess að heimta launagreiðslur framyfir það, sem frjáls framlög til kristniboðs- félaganna leyfa hverju sinni. 0 eðlilegt er ekki þó að spurt sé um gagnsemi slíks starfs, þótt að til séu um það ógrynni af frásögum og skýrsl- um á öðrum tungumálum en okkar íslendinga. Tökum til dæmis, svo ekki se nú annað nefnt en allar þessar þýðingar Biblíunnar og sérprentana úr henni, Koma þær að nokkru gagni, eru þær lesnar eða nokkurs metnar? Þess eru vist ekki fá dæmi að þær séu fótum troðnar, líkt og gera má ráð fyrir samkvæmt dæmisögu Krists um fernskonar sáðjörð, — en með henni átti hann við útbreiðslu Gu'ðs orðs á öllum tímum: Sumt af sáðkorninu féll við veg- inn, annað í grýtta jörð eða meðal þyrna. En sumt féll í góöa jörð og bar árvöxt. Þar, sem þetta starf er unnið, er les- mál yfirleitt meira metið, — enda.minna um þa'ð, — en hér á Vesturlöndum. Hér er offylli, þar hungur. Margoft hefur verið sagt frá því, hví- líkan fögnuð það veki hjá frumstæð- um þjóðum, þegar einhverjir hafa fengið blað eða bækling á sínu eigin tungumáli, eru farnir að stauta og draga til stafs. Frétt um það berst út um byggðalagið. Eldri sem yngri streyma a'ð dag eftir dag, til þess að verða vitni að þessu mikla undri. Og aiiir vilja læra að lesa og skrifa. Þó er síður en svo, að þessu fólki sé Ijóst hvílíkur stórviðburður eigið ritmál er, hvílíkum aldahvörfum það muni valda í lífi þess um alla íramtíð. ij vo er líka annað. Það er þetta með Biblíuna. Hún er engum öðrum bók- um lik hvað áhrif snertir. öll reynsla bendir til þess. Tökum til dæmis söguna um Harris, vakningaprédikara á Filabeinsströnd, þar sem mi er starfandi íslenzkur kristni boði, Halla Baohmann. Hann var innfæddur maður og hafði aldrei kristniboöa séð. En til var á heim- ili hans Biblía. Þýðandinn, Auer kristni- boði, kona hans og barn, hvíldu í gröf sinni, á stað einum ekki mjög fjarri. En erfiði hans hafði ekki orðið til ónýtis. Þannig las Harris Biblíu þýðingu hans á unga aldri, sér til hjálpræðis. Fyrir 50 árum bárust um það fréttir alla leið hingað til íslands, að komið hefði fram á Fílabeinsströnd kristinn spámaður, og að á hann hlýddu tug- þúsundir manna. Sagt var að hann væri ólærður en vel a'ð sér í Biblíunni. Mynd- ir báru með sér að hann var hár vexti og tígulegur maður, andlitið kolsvart með fanmhvitum skeggkraga. Hann hélt í annari hendi löngum göngustaf með krossi á efri enda, en þykkri bók í hinni. Hann var í hvítum klæðnaði en berfættur. aS vera uppbót fyrír mannlífið, heldur eftir að hafa kennt þeim Faðir vor, bo'ð- orðin og nokkra sálma. Hann tók aí þeim hátíðlegt loforð um að koma sér upp samkomuhúsum, safnast til þeirra á sunnudögum og hafa opna Biiblíu liggj andi á borði, þótt enginn kynni að lesa, — því að til þeirra mundi koma kena- ari áður en langt uim liði. ' Tíu árum síðar kom kennarinn, ensk- ur kristnibo'ði. Honum var fagnað sem nýjum spámanni. Hann fékk frá kristni- boðsfélagi sínu marga aðstoðarmenn. Skólar voru stofnaðir og söfnuðir. Eftir fá ár voru safnaðartmeðhmir &2 þúsund- ir." 0, 'g enn skal tekin til dæmis uim áhrifamátt Biblíunnar sagan um ,^nami- inn sem Guð skírði." Það skeði fyrir allmörgum árum f Norður Kina. Ókunnur ma'ðux úr fjar- lægu byggðarlagi kom á fund kristni- boða eins, og bað uim tilsögn í kristni- dómi. Hann hafði þá sögu að segja, að fyrir nokkrum árum hefði ferðaimaður skilið eftir á heimili hans, Nýja testar mnenti. Síðan hafði hann marg lesið það; en engan haft til að leiðbeina sér og út- skýra orðið. Eftir nokkra daga var kristniboðan- uim farið, að skiljast, að hinn nýi nem- andi hans var þegar svo skilningsgóðux og trúaður, að óhætt mundi vera a'ð veita honum skírn. Ég er skírður, sagði þá maðurinn. Hver hefur skírt þig, spurði kristni- bpðinn, þar sem þú hefur engum kristn- um manni kynnzt, fyrr en þú komst hingað. Hver gat skirt þig? Það gerði Guð, anzaði maðurinn. Ég yar búinn að lesa það sem Jesús Krist- ur segir um skírnina. Dag einn um úr- komutímann, fór ég í hrein föt. Síðan fór ég út í húsagarðinn og lét regnið streyima niður yfir mig og sagði: Feng Fú, Shen, Sheng-ling di ming, — í nafi Guðs fö'ður, sonar og Heilags Anda. Var það ekki rétt? B 1 iblíuútgáfa tafðist af margvís- legustu ástæðum á stríðsárunum svo rnjög, að hún stóð í stað, með um það bil 25 millj. eintaka á ári. En eftirspurn var svo mikil, að talað var um hung- ur og vitnað til orða Amosar spáimanns; „Sjá, dagar munu koma, segir Drottinn alvaldur, að ég mun senda hungur inn í iandið, ekki hungur eftir brauði né þorsta eftir vatni, heldur eftir þvi að heyra Guðs orð". Síðan Biblíufélög kusu sér sameigin- lega yfirstjórn fyrir 8 árum, hefur starf- semi þeirra verið samræmd og glöggt yfirlit fengizt um afrek og aðkallandi verkefni. Hver ávinningur hefur orði'ð að þvi, hefur smám saman komið í ljós: Útgáfa Biblíunnar og sérprentana úr toenni, varð: 29 millj. eintaka 1959, — 35 millj. eintaka 1*960, — 40 millj. ein- taka 1961 og 51 millj. 1962. Það ár, 1962, var búið að gefa út þess- ar bækur á ahs 1202 tungumálum: Heild- arútgáfu Biblíunnar á 228 málum, sem mest eru töluð í heiminum, — Hið nýja testamenti á 285 málum að auki, — og einstök Biblíurit á enn önnur 689 mai. Þessi mikla aukning svarar þó hvergi nærri til fólksfjölgunar í heiminum hé heldur aukinnar lestrarkunriáttu. UNESGO hefur gert áætlun um að 500 milljónum ólæsra manna í heimin- um, á aldrinum lö til 50 ára, fækki 4 næstu fimm árum niður í 150 milljónir. Þær 350 milljónir, er kenndur verður lestur, samkvæmt áætlun þessari, verða eins og ósáinn akur, gleypa við fyrsta lestrarefni, sem þeim verður rétt. I Af- ríku er þegar kapphlaup um að nota þetta einstæða tækifæri, milli Mú- hamimeðstrúar, kommiúnisma og kristin- dóms. Haft er eftir einræðisherra Kínaveldia, Mao Tze-tung, að hann haíi tveim berj- um á að skipa, annan með byssur að 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 38. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.