Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 27
gæti ég trúað því að hann hafi verið
ósvikinn, en ekki made in England.
Ég fékk tækifæri til að virða þessa
fallegu frú fyrir mér um nokkurt skeið
frá hliðarherbergjnu, þar sem ég var
lengi hvern dag. Ég sá hana koma inn í
stofuna forkunnar vel búna, oftast í blá-
grænni sumarkápu með bastgulan hatt,
hanzka og skó í sama lit, stundum í regn-
slái með hettu. Hún hvarf inn í fata-
byrgi og kom þaðan út í sloppnum
fagra, sem hún var í meðan hún sat fá-
klædd á bekk meS fætur í ljósum. Hún
var sílesandi bækur eða erlend blöð.
Rétt eftir að hún hætti í ljósunum
kom hún í heimsókn í stofuna, heldur
en ekki færandi hendi, lét bera inn
rjómakökur til að hafa með miðdegis-
kaffinu, og drakk það með starfsliðinu.
Börnum og unglingum, sem þarna voru
til lækninga gaf hún ávexti og sælgætL
í þetta skipti var hún klædd dökkblá-
um göngubúningi, með hvítref um axlir,
hvítan hatt og hanzka.
Þó að frú Bergsson væri svona falleg,
fannst mér sem hún mundi ekki vera
mjög ung. Mér var að vísu ómögulegt
að gizka á aldur hennar, en man að mér
þótti einkennilegt, að hún skyldi eiga
litlar telpur, hún kom með þær í nudd-
Btofuna til að sýna þær. Þær voru fjögra
og sjö ára, sú eldri var víst stjúpdóttir
Jiennar, sú yngri gat verið kjördóttir —i
nei, hún var áreiðanlega dóttir hennár.
Sjöfn hét sú yngri, það var fánefnt þá
cg fyrsta Sjöfn, sem ég fyrirhitti. Þetta
voru ákaflega fínar telpur, en mér fannst
þær ekki nándar nærri eins fallegar og
mamma þeirra. Hún átti gifta dóttur
í Ameríku og var orðin amma. Kom
ekki að því, sem mig hafði grunað, að
fegurð hennar væri hafin yfir aldur og
göldrum líkust. Eða var hún svona falleg
fyrir það, að hún lifði eins og drottning
hjá manni, sem elskaði hana yfir máta,
ofur heitt, eins og í þulunni stendur. Frú
Bergsson gaf rómantískum hugleiðing-
um byr undir báða vængi. Hún var
rómantíkin sjálf.
IV.
Árin liðu. Ég þekkti frú Bergsson allt-
af í sjón, en sá hana sjaldan, heldra
fólkið í Reykjavík hvarf inn í bílana,
epásséringar þess lögðust af, frúrnar,
frúr eins og hún, sáust varla í búðum
í bænum, þær voru farnar að bregða
sér út fyrir pollinn til að verzla. Ég
kom ekki í nein samkvæmi þar sem frú
Bergsson var að hitta, og tilviljunin
stefndi okkur aðeins einu sinni í leik-
hús sama kvöldið. Það var í Iðnó 1938,
ef ég man rétt. Anna Borg og Poul
Reumert voru þar með leikinn: Það
er kominn dagur. Eða var það, þegar
þau léku í Tovarich? Ég sá báða þessa
leiki sama vorið.
Frú Bergsson sat fremst á svölum,
klædd ljósu silki með loðskinnnsslá á
herðum og hélt á sjónauka í hring-
skreyttri hendi. Hún beindi sjónaukan-
um að mér, heilsaði og brosti, en við
höfðum líka haft töluvert mikið saman
að sælda um það bil tveimur árum áður.
Á tímabili gerði ég diálítið að þvi
wnum hér í bæ: Baldursbrá, Verzlun
Augustu Svendsen og Hannyrðaverzlun
ÞuriSar Sigurjónsdóttur. Ég var mikið
til hætt þessu, þegar ég fékk fyrirspurn
frá Baldursbrá um það, hvort ég væri
eklki fláanleg til að aðsfoða frú, sem væri
eS búa út í brúðarkistu dóttur sinnar.
Minnir það væ>ri frú EyfeHs, sem komst
ívo skáldlega að orði, man það þó ekki
fyrir víst, átti nokkurnveginn jöfn skipti
?ið hana og fröken Kristínu. Mér var
eagt, að þessi frú hefði séð eftir mig
inerkingar með franzíbróderíi, kaffidúik
með Feneyjasaum og fleira, og væri
kappsmál að fá mig sér til hjálpar. Hún
væri sjálf hannyrðakona og finndist
handbragð okkar svipað. Hún vissi það
«m mig, að ég hefði byrjað hannyrða-
nám mitt hjá Guðrúnu J. Erlings, hjá
henni hefði hún einnig lært, en að sjálf-
sögðu mörgum árum á undan mér.
— En það ér rétt eins og henni finnist,
að lærdómur ykkar beggja hjá Guðrúnu
og í gömlu skrifstofunni hans Þorsteins
Erlingssonar tengi ykkur á einhvern hátt
saman. Þér ættuð nú bara að slá til og
hjálpa frúnni með þetta, hún er svo
indæl og metur þetta við yður. z
Ég hafði víst tekið málaleituninni
fremur dauft í fyrstu, en nú var forvitni
mín vakin.
— Hver er þetta?
— Frú Bergsson......
Ég hringdi til frú Bergsson til þess að
vita, hvort ég ætti að sækja verkefni
veitist það orðugt sem eru eins hugmikl-
ir og dugmiklir og hann.
Hún sagði að heimilisbíllinn væri ekki
tiltækur þá stundina, sem hún þyrfti á
hohum að halda fyrir mig, en bað mig
að panta mér bíl frá B.S.R. og láta skrifa
hann hjá sér, eða manni sínum, fyrir
sama kæmi. Ég sagðist ekki láta mig
muna um að ganga þetta, væri því vön-
ust, en það vildi hún ekki heyra, sagðist
líka ætla að biðja mig að koma við í
Baldursbrá og taka þar bögguL
Mér varð sem kæmi ég í höll, er ég
kom inn í híbýli frú Bergsson. Hún
bjó í einbýlishúsi á mjög eftirsóttum
stað. Gólf í forsal og stigi var lagt rauðu
flosi, rauðviðarhandrið á stiga og stiga-
heim til hennar, eða taka það í Bald-
ursbrá.
Hún var elskuleg og þakklát, spurði
hvort ég gæti komið heim til hennar
þennan sáma dag. Gott. Hvenær hent-
aði mér að koma?
Ég hugsaði mér að detta ekki beint
ofan í eftirmiðdegiskaffið hjá frúnni og
tók til tímann milli hálffimm og fimm.
Hún sagðist vona, að ég væri ekki að
forðast að koma til hennar á kaffitíma,
við skyldum einmitt byrja á því að fé
okkur kaffisopa saman áður en við sner-
um okkur að vinnunni.
— Ávallt byrja á því skemmtilega og
þægilega, sagði frú Bergsson.
Ég sagði að skemmtunin yrði ekki
endaslepp, hvað mig snerti, því að fátt
skemmti ég mér betur við en hann-
yrðir. Hún sagðist geta tekið undir þetta,
en tíminn entist sér ekki til þess, sem
hún vildi koma í verk. Það væri líka
eins og árátta á sér að liggja í bókum.
Þyrfti þó helzt að fara að hlífa sjón
sinni við því, sem væri mikil augn-
raun.
— Ég er farin fast að eldast, góða
mín, þó að það vilji oft gleymast bseði
mér og öðrum. Svona er að eiga ungar
dætur, þær yngja mig upp, okkur bæði
hjónin, þó að maðurinn minn, blessað-
ur, hafi sitt við að stríða. Hún stundi
við. — Hjartað er ekki eins sterkt og
það var, hann hefur ekki hlíft sér. Þeim
palli, seim myndaSi svalir í tveggja hæða
háum forsalnum. Á veggjum voru mál-
verk og skildir, marmarastytta á stöpli,
veggjurt, sem þakti meS laufi bakgrunn
styttunnar.
Þjónustustúlka í svörtum kjól með
litla svuntu. og ennisgjörð úr þunnu,
sterkjuðu líni og blúndum kom til
dyra, þegar ég hringdi, hún tók við úti-
fatnaðí mínum og bögglinum úr Bald-
ursbrá og vísaSi mér inn i stofu í suð-
austunhlið hússins. Það var borðstofa,
aðskilin frá eldhusinu með mjóu, ílöngu
herbergi, sem var kallað spiskammers.
Á miðju gólfi var stórt borð með hús-
bændastólum sitt við hvorn enda og
minni stólum til hliðanna, allt var þetta
viðarmikið og útskorið. í gluggaútskoti
er kallað var karnap, var lítið borð,
hvítdúkaS, hlaSiS postulíni og silfri. Þar
ætlaSi frú Bergsson okkur tveimur að
drekka kaffi. Hún kom nær samtímis
mér inn í stofuna og brúðarefnið unga
með henni. Frú Bergsson hafði fölnað,
dimmgullið hár hennar brugðið ljóma
sínum, en fríð var hún enn, það mundi
seint af henni mást — aldrei, og tignar-
frú var hún í hinu stóra og glæsta húsi
sínu.
Unga stúlkan, það var stjúpdóttirin,
var ekki smáfríð né smánett á vöxt, en
greindarleg og gerðarleg var hún, þau
áttu við hana orð skáldsins: „af henni
bæið gustur geðs og gerðarþokka stóð."
Mig greip eftirsjá við tilhugsunina uni
að missa hana úr landi, þar var snið-
inn vænn kvistur af íslenzkum ættar-
meiði. Við fengum að reyna það, ekkl
alllöngu síðar, aS sjá á "bak hverri efnis-
stúlkunni á fætur annarri, alfarinni af
landi brott meS erlendum herliSsmönn-
um, sem ráku hér betur erindi Erosar en
Aresar.
Mér virtist unga stúlkan þungt hugs-
andi, það sló mig strax, að hún hálfkviði
breytingunni, sem framundan var. Ef til
vill skildist henni, þó að ung væri, að
hvergi mundi hún geta átt glaðari og
áhyggjuminni daga en i foreldrahúsum.
Hún báð afsökunar á því, að hún mætti.
ekki vera að því að drekka kaifi með
mér, yrði að flýta sér til saumakonu, til
að máta fatnað, þar á eftir færi hún í
frönskutíma. Enskan yrði að vísu hennar
daglega mál í framtíðinni, en frönsku
þyrfti hún að kunna, til aS verða talin
hlutgeng í sínu nýja umhverfi. Hún
hrosti og mér fannst kenna hæSni í orS-
um hennar ög brosi. Timinn yar ásettur
til kvölds og kannski færi hún þá í bíó
með vinstúlku sinni.
— En, sagði hún, — það er engin eftir-
sjá að mér. Mammá veit allt betur en
ég um „útstýrið" mitt. Ég kann heldur
lítil skil á þessu, tek bara við því, sem
að mér er rétt og veit að allt er bezt eins
og mamma vill hafa það.
Hún kyssti mömmu sína létt á vang-
ann og kinkaSi til mín kolli að skilnaði.
Mér fannst sem súgur mikilla örlaga
léki um hana, enda dró til stórra tíðinda
í lífi hennar, áður en mörg ár liðu. Það
mátti meS sanni segja, að hún sæi þá ver-
öld, sem var hennar hrynja til grunna í
hjaðningavígum þeirrar styrjaldar, er
pólitiskup berserksgangur Hitlers hratt
á stað. En hún átti kjark og manndóm
til að byggja sér nýja veröld, ekki að-
eins úr því trausta efni, sem íslenzkar
erfðir höfðu henni í lófa lagt, heldur
einnig því, er hún hafði numið heima
og hélt áfram að nema erlendis. Tungu-
málasnilld hennar varð víðkunn og bar
hana hátt, en þaS er önnur saga og verð-
ur ekki sögð hér.
Frú Bergsson hefur vist skynjað af
næmleika sínum, að mér þætti stúlkan
þungbúnari en atvik stæðu tiL.Hún sagði
til að bæta úr: — Hún er ekki mjög hýr
í bragði núna, hún Hrefna mín, hefur
um svo mikið að hugsa og í mörgu að
snúast. Þetta eru mikil þáttaskil í lífi
ungrar eftirlætisstúlku.
Frúin hefur víst hringt á bjöllu, án
þess að ég tæki eftir, því að allt í einu
var sú svart- og hvitklædda komin til
okkar, rétt eins og hún hefði sprottið
upp úr gólfinu. Hún skenkti okkur kaffi
úr silfurkönnu í bláþunna bolla úr kon-
unglegu dönsku postulíni. Frúr bæjarins
voru þá í kappi við að safna sér slíku
postulíni og settu ofarlega á óskalista yfir
afmælis- og jólagjafir. Frú Bergsson var
áreiðanlega í þeirri aðstöðu, að þurfa
ekki að safna sér í áföngum því, er hana
fýsti að eignast.
Hún sat með hendur í skauti meðan
stúlkan skenkti kaffið, svo sagði hún fjör
lega: — Þökk fyrir fna, nú getum við
sjálfar. Hún tók sykurmola meS silfur-
töng og setti i bollann minn, eftir aS hafa
spurt mig, hvort ég vildi gera kaffið
sætt. Ég þakkaði. Þá reyndi ég með öllu
móti að fá hold á kroppinn. Já, það var
nú þá.
Meðan við drukkum kaffið sagði frú
Bergsson mér frá hinu háttsetta manns-
efni stjúpdóttur sinnar.
— Maðurinn er að eðli sem ætterni
aðalborinn, en stúlkan er fullung til að
giftast og fara alfarin úr foreldrahúsum,
hefur ekki hugsað um annað en lærdóm
fram að þessu. Tók ágætt stúdentspróf i
fyrra, yngst stúdentanna, fór svo í há-
skóla í Englandi í haust sem leið. Og
svona tókst til. Við, sem héldum að hún
ætti framundan glsesilega lærdómsbraut,
og væntanlega störf á eftir í samræmi
38. tbl. 1964
------LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27