Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 18
Eskimóaspói. Þessi fugl, sem verpir í Kanada, er farfugl, og fer allt til Su8ur-Ameríku á vetrum. Hann er talinn aldauða, en fannst aftur í Texas árið 1959. Eins og sjá má á myndinni, er bann öluvert líkur okkar spóa. (Teiknari: Terry Shortt). veturinn. Á allri þessari leiS var hann veiddur í mjög stórum stíl hér áður fyrr, því að kjötið af honum þótti góð markaðsvara, og þegar Bandaríkjamenn friðuðu fuglinn, var það of seint, enda var hann veiddur áfram í öðrurh lönd- um. Of seint, — það héldu menn a.m.k. Ekki er að vita, nema þessi litli en íriðaði stofn eigi eftir að stækka að rniklum mun. — • — Þegar einhver dýrategund er veidd í ábataskyni, kemur venjulega að því fyrr eða síðar, að tegundinni hefur fækk að svo mjög, að ekki er lengur gróða- vænlegt að gera út á veiðar á hana. Veiðin verður svo lítil, að ekki svarar kostnaði að fást við hana. Þegar svo er komið, virðist hjá sumum tegundum vera lítil von um björgun, eins og t. d. hjá flökkusvölunni, sem var mjög fé- lagslynd og virtist þurfa á því að halda að vera í fuglageri, til þess að geta verpt. Henni var það nauðsynlegur hvati, — örvun, sem hún gat ekki verið án. Stundum er minnzt á það, eð ekki færri en 75 dýrategundir hafi orðið al- dauða á síðastliðinni háifri öld. Gefið er í skyn, að þetta sé mönnunum að kenna, annað hvort vegna þess að þeim fjölgi of hratt og nemi lönd, þar sem þessar tegundir hafi lifað ótruflaðar, eða vegna þess að þetta sé árangur taumlausrar gróðafýsnar hans og skammsýni. I heild má segja, að þessar ásakanir séu ekki með öllu ósannar, en telja verður mjög vafasamt, hvort tölur þær, sem gefnar hafa verið upp þeim til rökstuðnings, séu nákvæmar. Hver er kominn til þess aS kveða upp úr með það, hvenær svo er komið fyrir ein- hverri dýrategund, að hún eigi sér örugg lega ekki viðreisnar von framar? t * JL Ástralíu fundust að nýju árið 1961 tvær dýrategundir, sem höfðu báð- ar verið taldar örugglega útdauðar. Onnur var Leadbeater-pungrotta, en hitt var hinn háværi „scrub-bird". Sá fugl hafði hvorki heyrzt né sézt síðan árið 1889. í 72 ár var hans leitað ár- angurslaust. Aðaleinkenni þessa fugls var hljóðið, sem hann gaf frá sér: Há- vært, skerandi blístur, sem endaði í glymjandi hvelli. Þessi sérkennilegi hávaði var aðal-hljóðið, sem heyrðist í skógum Suðvestur-Ástralíu. Fuglinn sást sjaldan, en heyrðist því oftar. Hið einkennilega við þetta er það, að þótt fuglinn hafi orðið sjaldgæfur, skuli aldrei hafa heyrzt til hans allan þennan óratíma. Fyrstu árin eftir 1889 voru fuglafræðingar ekki öi-uggir , um, að hann væri útdauður, og hlustuðu því sérstaklega eftir fuglinum. Ástæðan fyrir því, að ekki heyrðist í honum, er e. t. v. sú, að þegar fuglinum hafði fækkað mjög verulega, hafi hann orðið feiminn og dulur, falið sig og ekki haft gaman af því að láta til sín heyra, þegar áheyrendum af eigin kyni fækk- aði. Auðvitað verður því erfiðara að finna dýrategund, eftir því sem henni fækk- ar. Á móti vegur það, að enn meiri leit er gerð að henni, og þá ekki sízt af þaulvönum fuglafræðingum og fugla- skoðurum. En svo virðist, sem ört fækk- andi dýrategund taki upp nýja lifnaðar- hætti að einhverju leyti, felist og láti sem minnst bera á sér, e. t. v. í þeim ómeðvitandi tilgangi að bjarga stofnin- um frá því að. verða aldauða. Svo kann að hafa verið um fuglinn takahe eða notoris á Nýja Sjálandi, sem er relluætt, skyldur keldusvíni. Hann gat ekki flog- ið, og var því auðveiddur. Hann átti ekki auðvelt með að dyljast, því að hann er á stærð við feitt alihænsn. Samt var hans leitað árangurslaust frá 1898 til 1948, og leit að honum fyrir 1898 bar heldur ekki mikinn árangur. Árið 1847 fann náttúrufræðingur einn bein af áður óþekktum fugli. Það var hið fyrsta, sem til þessa leyndardómsfulla fugls fréttist. Tveimur árum síðar rakst sami maður á veiðimenn, sem höfðu ný- drepið fugl og voru að gæða sér á hon- um. Honum tókst þó að bjarga fugls- haminum. Skömmu síðar komst hann yfir hræ af fuglinum. Árið 1879 náðu menn hræi af takahe út úr hundskjafti, og árið 1898 fannst eitt hræ. Þetta var allt og sumt, þangað til mann rákust á litla nýlendu af takahe-fuglum í af- skekktum dal á suðuréy Nýja Sjálands. árið 1948. Enn er hægt að nefna fleiri dæmi. Árið 1865 skýrði John Gould frá þvi, að hann hefði fundið stökkmús af poka- dýraætt. Dýrið sást ekki aftur, og gert var ráð fyrir því, að það hefði orðið aldauða, unz skólatelpa í Nýja Suður- Wales í Ástralíu fann slíka pungmús 1947. Bermúda-stormfuglinn veiddu menn sér til matar í svo ríkum mæli, að árið 1621 hafði gersamlega tekizt að ú.trýma honum, að því er talið var. A. m. k. sást ekki svo mikið sem einn íugl af stofninum í heilar þrjár aldir, þótt menn leituðu hans. En á fyrri hluta þessarar aldar fóru menn að verða fuglsins varir aftur, og árið 1951 fundu Robert Cush- man Murphy og L. S. Mowbray um hundrað fugla nýlendu á eyjum, skerj- um og hólmum umhverfis Bermúdu. Japanir sóttust mjög mikið eftir Stell- ers-albatrossinum vegna fjaðranna, og um 1930 virtist þessi fugl vera alveg horfinn. Árið 1953 fannst hann aftur. Nú er hann alfriðaður, og Japanir gera sér vonir um, "að honum muni brátt íjölga aftur upp í það, sem áður var. Þetta eru aðeins nokkur dæmi, sem sýna, hve örðugt er að ákvarða, hvort dýrategund er aldauða eða ekki. Hér má einnig minnast á aye-aye, hina sjald- gæfu apakattartegund á Madagaskar, sem fyrst var lýst árið 1780. Síðan varð aye-aye ekki vart, fyrr en árið 1860. Á eynni San Domingo lifir nagdýr nokk urt, sem hefur ekki hlotið neitt almennt nafn, en á latínu er kallað Plagiodontia aedium. Það var uppgötvað árið 1836, en siðan sást það ekki aftur, fyrr en árið 1948. Þá fundu menn þetta sjald- gæfa dýr, sem almenningur kann ekki einu sinni að nefna, og ennfremur aðra nafnlausa nagdýrstegund, sem hlaut heitið Plagiodontia hylaeum á lærðra manna máli. í dýrafræðinni er þekkt sagan af argali-sauðfénu, („ovis Amm- on"). glæsilegasta villifé, sem þekkist. Menn vissu fyrst af því í Pamírfjöllum á 13. öld, þegar Marco Polo sá það. Það var svo ekki fyrr en árið 1838, að vest- rænir vísindamenn gátu gengið úr skugga um tilvist þess. — * — M, largir kannast við gullhamstur- inn, og hér á landi hafa ýmsir haft hann fyrir húsdýr til gamans. Færri munu vita, að allir gullhamstrar, sem um er vitað í heiminum, eru komnir af sömu þrettán dýra fjölskyldunni, móður og tólf ungum, sem fundust arið 1930. — Gulihamstur var algerlega óþekkt dýr íram til ársins 1839, þegar eitt dýr fannst. Það vakti athygli dýrafræðinga, en einkennilegt þótti mönnum, að ekki skyldi finnast annað eintak af þessari tegund, þótt vel væri eftir leitað. Það var ekki fyrr en árið 1930, að kvendýr og tólf ungar voru grafin upp úr eyði- mörk í Sýrlandi. Nú eru milljónir gull- hamstra á heimilum manna um víða ver- öld, og þeír eiga allir ættir sínar að rekja til þessara þrettán sýrlenzku hamstra. Villtur gullhamstur hefur ekki f undizt síðan 1930, svo að e. t. v. er hann aldauða. Þ — • — um marga mannsaldra, án þess a8 nokkur verði þeirra var. Flestar dýra- tegundir eru lííseigari og úthaldsbetri en almennt hefur verið álitið. Það er eins og gripið sé í taumana, þegar teg- undin hefur komizt niður í visst lág- mark, og eftir það miðist líf hennar að miklu leyti við að dyljast. Þegar hent- ugur tími kemur, fjölgar tegundinni aftur. Dýrafræðingar og ekki sízt dýra- vinir hafa oft verið of fljótir á sér að kveða upp dauðadóm yfir tegund, sem fækkað hefur ískyggilega mikið. Fæð stofnsins gerir það og að verkum, að erfitt er að finna dýrin, jafnvel þótt reyndir náttúrufræðingar leiti þeirra sérstaklega. Svo margar dýrategundir, sem áiitnar voru aldauða, hafa endur- fundizt, að héðan af verða menn að fara varlega í sakirnar, þegar dæma skal einhverja tegundina útdauða. Stundum eru kringumstæðurnar þó þannig, að slíkt er unnt að gera með fullri vissu. Dæmi um slíkt er dodofuglinn á eynni Mauritius í Indlandshafi. Við skulum vona, að slík verði ekki örlög ísienzka arnarins. — Fréttin um Framhald af bls. 14. hélt áfram að selflytja peningana úr skúffunni í pokann. Bankaránslýsingarnar í sorprit- unum komust_ ekki í hálfkvist við það, sem var að gerast á þessari stundu. Og hann, hann var aðalper- sónan, allt snerist um hann, hann Aðalbjörn Aðalsteinsson. Peningaskúffan var senn tóm. Handtökin voru snör og ákveðin, aðalgjaldkerinn kunni sannarlega til sinna verka. Pokinn tútnaði út af pen ingum. Peningar, peningar, meiri pen ingar: þannig er lífið, kapphlaup um peninga. Peningar eru lifið. Skúffan var orðin tóm. Aðalbjörn Aðalsteinsson ýtti pok anum að þeim svartklædda. Sá svart-' klæddi tók við honum skjálfandi höndum. Hann hallaði sér yfir glerið og hvíslaði, hásri, drafandi röddu: „Mundu það, lagsi, að ef þú heldur þér ekki á mottunni þá ertu dauðans matur! Skilurðu það?" Aðalbjörn Aðalsteinsson skildi það, auðvitað skildi hann það. Hann kinkaði kolli og brosti með sjálfum fj sér. Svo horfði hann á svartklædda manninn, þar sem hann sprangaði til dyranna, öldungis eins og heiðarlegur, viðskiptavinur, í svörtum frakka og með lútandi hattbarð. Hann leit ekki við, gekk ákveðnum skrefum til dyr- anna, staldraði andartak við hjá koll- ega sínum. essar sögur og margar aðrar, svo sem af enska otrinum, sýna, hve ofsótt dýr geta leynzt vel og lengi, jafnvel Svo gengu þeir út, tveir menn í svörtum frökkum, stigu upp í gljá' fægða fólksbifreið og voru á brottu, áður en fis'kur hafði dregið andann. Nokkur stund leið, áður en Aðal- birni varð ljóst, að hann hafði verið svikinn í viðskiptunum. Hann trúði vart sínum eigin augum. Þeir höfðu s'kilið sprengjuna eftir við dyrnar. Aðalbjörn varð skelfingu lostinn. Hann reyndi að jafna sig og gekk ná- fölur til dyranna, hann titraði og skalf, þegar hann snerti pokann við dyrnar. Hann tók pokann upp og opnaði hann varfærnislega. Nei, hann trúði því ékki, og samt var honum ljóst, að það var satt. Það voru kartöflur í pokanum. a. ind. 18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 38. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.