Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 11
Jesús vekur upp dóttur Jairusar.
Sr. Jakoh Jónsson:
11
Dauði,
ttast eigi
u
Dauðinn hefir verið íhugunarefni
mannsandans, f rá því vér . fyrst höfum
cögur af manninum. En því er svo hátt-
eð um það umhugsunarefni sem mörg
önnur, að viðhorfið fer nokkuð eftir
aðstöðu á líðandi stundu. Maður, sem
etendur öruggur uppi á fjalli og sér
fljót flæ'ða yfir bakka sína niðri í daln-
um, hugsar öðru vísi en sá, sem berst
með straumnum. Veðurfræðingur getur
6etið við skrifborð sitt og hugsað vís-
indalega um lögmál þau, sem veðrið fer
eftir, — en skipshöfn á báti, sem berst
um í roki við klettótta strónd eða úti
á reginhafi glímir vi'ð vandamál veður-
íarsins með allt öðrum hætti. Þannig
hafa mennirnir brotið heilann um dauð-
enn, velt fyrir sér vandamálinu eins
og torráðinni gátu. Heimspekingar, guð-
fræðingar, læknar, náttúrufræðingar og
6káld hafa hugleitt fyrirbærið „frá al-
mennu sjónarmiði," en sá sem sjálfur
liggur á dáharbéði og heyrir fótatak
dauðans nálgast dyr sínar, hefir ekki
íhugun dauðans að dægrastyttingu eða
eestaþraut, heldur er honum dauðinn
persónulegt vandamál, sem hugurinn
knýr hann til að taka einhverja afstöðu
til. ..
Séra Hallgrímur Pétursson hugleiddi
dauðann sem trúaratriði, — sem fyrir-
bæri mannlegrar tilveru og sem predik-
tmarefni. En hvernig hugsaði hann um
dauðann, þegar hann stóð sjálfur við
dauðans dyr, — og dauðinn við hans?
Hvernig hugsa'ði hann til að deyja?
í Hvernig hugsaði hann til dauðans,
t>egar um var að ræða hans eigin burt-
köllun og brottför af þessum heimi? Og
tivernig bjó hann sig undir hina hinztu
•tund?
Um þetta eigum vér einstæðar heim-
Kdir. Passíusálmar séra Hallgríms bera
þess vott, hvernig hann hugsaði um
dauðann, þegar um var að ræða menn-
ina yfirleitt. Sálmurinn „Allt eins ag
blómstrið eina" er sáknur um dauðans
SKOÐANIR SÉRA HALLGRIMS A DAUÐANUM
óvissa tínaa, þegar sérhver kristinn mað
ur á í hlut. En séra Hallgrímur lét
einníg eftir sig sálma, sem sýna hvernig
hann brást við dauðanum, þegar að
honum sjálfum kom, og þeim, er hon-
uin voru nákomnastir. Hér á ég við hin
alkunnu erfiljóð eftir Steinunni litlu
dóttur hans, „Sálar þær -sálir eru" og
„Nú ertu leidd mín ljúfa", og .^nnfremur
fjóra sálma, er fjalla um kristilega
burtför og andlát sjálfs hans. Þeir eru
þessir: „ „ó náðar nægð, nægst heill og
frægð", „Enn ber ég andar kvein",
„Herra Jesú, ég hrópa á þig" og „Guð
komi sjálfur nú með náð." (Þessir fjórir
sálmar eru í bók próf. Magnúsar Jóns-
sonar um Hallgrím, fyrra bindi, bl.s 233
til 252). Ver'ður vart um það efast, að
þessir sálmar eru ortir, eftir að séra
Hallgrímur er lagstur banalegu sína
eða að minnsta kosti svo skömmu fyrir
dauða hans, að honum sjálfum er full-
komlega ljóst, hvað að fer. Má það
undravert heita, hversu hugsun hans
enn er Ijós, og skáldatökin á yrkisefninu
fatast hanum ekki. En holdsveikin segir
til sín. Vatn rennur úr augum, niður
til munnsins, og kinnbeinin „þó nokkuð
svíða". „Finn ég, að augum förl-
ast sýn, falla tekur nú heyrnin mín,
Hendurnar hafa misst sitt magn. Minn
fótur vinnur ekkert gagn." ;,Lík-
aminn allur særður sótt — svitnar, og
dregur af mér þrótt. Einnig þrengist um
andardrátt. Ég vænti minnar hvíldar
brátt." Get ég vart hugsað mér,
að séra Hallgrímur hafi verið í
færum um að stýra penna, er hann var
svo á sig kominn, og sjálfur segir hann,
að varirnar dofni og tungan sé treg.
Má gera ráð fyrir því, að einhver
sá, er nærri var staddur í raunum hans,
hafi hripað upp versih jafnóðum og
þau urou til. Hver sem sá kann að hafa
verið, ei- eitt víst, að hann eða hún hefir
ekki aðeins bjargað Ijó&perlum frá glöt-
un, heldur orðið til að varðveita eins-
hverja merkilegustu heimild, sem til
er, um viðbúna'ð deyjandi manns og sál'-
arlíf hans undir æfinnar lok.
n.
Vér erum ekkert óvanir því, að heyra
rætt um dauðann. Sú spurning, er
brunnið hefir í hugum manna á þess-
arri öid, er fyrst og fremst, hvort dauð-
inn sé endir lífsins, hvort framhaldslíf
eigi sér stað, og ef svo sé, hvernig
lífinu eftir dau'ðann geti verið háttað.
>að er með öðrum orðurn dauðinn frá
sjónarmiði náttúruvísindanna, sem hér
er um að ræða. Dauðinn er fyrirbæri í
náttúrunni, sem maðuxinn er hluti af,
eins og dýr og jurtir. Þessi vandamál
hvíldu á hugum manna í fornöld, ekki
sízt með Grikkjum. Stóuspekingarnir
og fleiri litu fyrst og fremst á dauð-
ann sem náttúrufyrirbæri. Margir heim-
spekingar trúðu á sál, sem i manninum
byggi, en spurningarnar, sem menn veltu
fyrir sér, voru méðal annars úr hvaða
efni sálin væri gerð, hvort hún hefði
möguleika til að lifa af líkamsdauðann,
hvort slíkt líf væri samruni við heims-
sálina, hvort allar sálir væru jafn-hæfar
til ódauðleikans o.s.frv.
Mannsandinn er samur við sig, og
þessar spurningar og aðrar slíkar leita
á hugsandi fólk enn þann dag í dag.
Samband anda og efnis, samband sálar
og Zíkama, lífið eftir dauðann, eru rann-
sóknarefni merkra vísindamanna og hugs
uða. Á tímabili hafði efnishyggjan náð
svo föstum tökum á mönnum, a'ð það
þótti varla sæmandi að leita svars við
spurningum eins og þeirri, hvort fram-
haldsiífið væri veruleiki, og jafnvel sam
vizkusömustu rannsóknarmenn hafa átt
það víst að verða fyrir háði og spotti
fyrir það eitt að spyrja um aðra eins
\
38. tbl. 1664
íjarstæðu og það, hvort mögulegt væri
að hafa samoand vi'ó sálir, sem hefðu
yfirgefið líkamann. Þrátt fyrir þett«
hafa bæði sálarrannsóknarmenn og dul-
arsálfræðingar haldið athugunum sínuia
áfram af mikilli samvizkusemi. Dul-
spekingar og heimspekingar hafa einnig
reynt að gera sér grein fyrir framhalds-
lífinu, og má segja, að flest hin forn-
grísku sjónarmið komi til greina.
Spurningin er hin sama og áður:
Lifir mannssálin líkamsdauðann? Og ef
s>vo er. hvað verður um hana? Fer húa
til baka til þessa heims? Fer hún inn
í andaheim? Fer hún til annarra hnatta?
Sameinast hún heimssálinni?
Sagt hefir verið, a'ð Gyðingar hafi ldt-
ið hugsað um dauðann og annað líf frá
þessum sjónarmiðum, og þvi séu slikar
spurningar auka-atriði í kristinni trú,
sem eigi upphaf sitt í Gyðingadómum.
AS nokkru leyti er það rétt og þá verð-
ur ekki framhjá því gengið, a'ð höfund-
ar Nýja testamentisins, og þá auðvitað
Jesús einnig, hafi gengið út frá
því sem vísu, að. mannssálin lifði eftir
dauðann. M.ö.o., að dauðinn væri inn-
gangur til annars lífs en hins jarðneska.
Þessi trú er raunar ekkert séreinkenni
kristindómsins, og aðgreinir hann ekki
að neinu leiti frá æðri trúarbrögðum,
•hvorki í fornöld né á vorri eigin tí'ð. En
það er einnig til aðrar spurningar í sam-
bandi við dauðann; Hvers eðlis er dauð-
inn? Hverra erinda kemur hann? Og
kristin trú hefir sérstaklega leitað svars
við þeirri spurningu, hvaða áhrif dauði
Jesú hafi haft á eðli og gildi dauðans
yfirleitt. Þa'ð eru þessi vandamál, sem
blasa við oss, svo að segja í hverri opnu
Passíusálmanna. Það snerta hvorki meira
né minna en eitt höfuðefni kristinnar
trúfræði, friðþægingarkenninguna.
Svo sem vitað er, hafa bæði trúfræð-
igar og biblíuskýrendur haft ýmsar skoð
anir á dauða Krists, svo að fri'ðþægingar
kenningin hefir tekið á sig harla marg-
breytilegar myndir í aldanna rás. Á rétt
trúnaðartímabilinu hafði kenningin tek-
ið mikiuim stakkaskiftum frá hinni svo-
nefndu klassisku friðþægingarkenningu,
sem fram kemur í bréfum Páls postula.
í sem allra styztu máli má segja, að
rétttrúnaðarguðfræðin hafi túlkað
dauða Krists þanriig: Á mannkyninu
hvílir sekt syndarinnar. Réttlæti Guðs
krefst hegningar. Jesús Kristur tekur
á sig hegninguna og bíður dauð-
ann á krossinum til að sefa reiði
Guðs. Þannig fær mannkynið fyrirgefn-
ingu og sýknudóm. — Jesús hefir greitt
lausnargjaldið. í Passíusálmunum eru
þessar hugsanir víða settar fram, og
höfundurinn hikar ekki við að lýsa guð-
legri reiði sem geðshræringu guðs. í 3.
sálminum kemst hann þannig að orði:
„Til og frá gekk hann þrisvar þó
þar fékkst ei minzta hvíld né ró,
undanfæri því ekkert fann,
alstaðar drottins reiði brann,
gegnum hold, æðar, blóð og bein
blossi guðlegrar heiftar skein (2.v.)
„f þessum spegli það sé ég,
þeim sem drottinn er reiður mjeg, W
hvorki verður til huggunar
himinn, jörð, ljós né skepnurnar,
án guðs náðar er allt um kring
eymd, mæða, kvöl og fordæming."
(4.v.)
Jesús reynir allt, sem útskúfaðri
mannssál má verða til þrautar.
Samlíkingin um lausnargjald úr þræl-
dómi hefir verið séra Hallgrimi ljós og
skýr. Hann hafði sjálfur haft persónu-
leg kynni af heilum hóp „endurleystra"
landa sinna, er verið höfðu bæði í út-
legð og þrældómi, og fyrstu kynni hans
af konu sinni hafði hann hlotið skömmu
eftir þa'ð, að hún hafði í bókstaflegum
skilningi verið keypt undan þrældóms-
oki. En í píslarsögunni er munurinn sá,
1) Á nútímaináll væri sajrt og ritað mjög.
• LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H