Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 23
„AldarfjórSung út d sjó. ég vil télja meir en nög fyrir strákinn Steina. En aö hœtta álveg þó ekki vill hann reyna." i ið getum kallað hann Steina. En f ullu nafni heitir hann Aðalsteinn Th. Gíslason. Þegar hann yrkir, kallar hann sig Blástein. Hann er sjómaður dáða- drengur. Sjórinn er hans hálfa líf og snöggtum betur. Og nú látum við Steina ejómann segja frá. „Sunnudaginn 5. janúar 1958 átti ég aldarfjórðungs afmæli, sem lögskráður sjómaður. 26 ár. Það er langur tími á fioti, sérstaklega af því, að ég verð ekki íertugur fyrr en 22. júní það sama ár. j Mér leið aldrei illa, en ekki heldur vel. Það er nú það. Þegar ég var búinn að vera eina vetrarvertíð á sjó, fannst mér ég geta skrifað stórar bækur og margar um sjómenn og sæfarir. Svo fór bókunum að smáfækka, eftir því sem ,. árunum fjölgaði á sjónum, unz svo var komið, að mér fannst ég ekki geta skrif- að einn staf um það efni. Ég held samt, að ég gæti skráð margt skemmtilegt héðan, eftir að ég væri búinn að vera f landi fimm til tíu ár, því að óneitan- lega eru til skemmtilegar „senur" I þessum leik.Hræddur er ég samt um |það, að yngismeyjar og óharnaðir ung- lingar, yrðu hálf kjánalegir við lestur (þeirrar bókar, ef braut sannleikans yrði þrædd, eins og okkur ber, kristnum mönnum." —• —• 1 Það er harnaður sjómaður, sem svo mælir. Hann er skáld að auki, og yrkir eér til hugarhægðar öll sín beztu ljóð á togara úti á Hala, á Kjölsenbanka, í Víkurál og á Grænlandsmiðum, innan um slor og slabb, í löngum og stuttum túrum. Skrifar hugrenningar sinar og kvæði í snyrtilegar bækur, svo að eng- an grunar, að þær séu skráðar um borð í togara í ofsaroki og brimróti. Steini þessi, frændi minn, sendi mér bækur sínar, fullar" af kvæðum og ekemmtilegu rabbi. Þetta voru hans sendibréf og dagbækur, og mig langar tii að bjóða ykkur með mér til að hlýða á rödd þessa sjómanns, dáðadrengsins Steina, þar sem hann lýsir fyrir okkur í ljóðum og bréfkornum lifinu á sjón- tim, á Halamiðum og allt að Jónsmið- um og Nafnlausa banka við Grænland. Við fylgjum honum og skipinu gegnum storma og stórsjóa, lónum við ísröndina, en alltaf yrkir Steini, alltaf sendir hann mér rabb sitt, og við getum fylgt honum dag frá degi á veiðiferðinni. Bréf kvæði Horft í land fyrir utan Gölt. Uskubakur lengst til vinstrL Þetta er líf sjómannsins. Þetta er líf mannanna, sem allt árið um kring eru að færa okkur björg i bú. Norðvestur a£ Patró, 2. maí 1958. Já, frændi. Ég á sjaldan sama heim- ilisfang lengi. Víkurállinn brást okkur í gærkvöldi, og því færum við okkur hingað, og hér höfum við verið að slíta upp poka og poka af spraki. „Sprak" er togaramál og þýðir millifiskur. Vestan- bræla er nú, og ísspöng sjáum við hér fyrir utan okkur, svo að hætt er við, að hún lóni á miðin hér, ef vindurinn verður lengi á áttinni. Norður a£ Patró 3. maí. Þetta yrði nú meira bréfið, frændi, ef ég héldi svona á, alla dagana, sem við eigum eftir að vera í túrnum, en ég fer nú að draga úr þessu, enda ekkert að frétta frekar, — blíða og dágóður sprakreytingur er hjá okkur hér, en bræla, ís og ekkert að fá við V-Græn- land. Á leiðinni frá Grænlandi um dag- inn orti ég svona: Á árabátum fóru forðum, fræknir kappar þessa leið, ólm, ef féll að byrðingsborðum bára, — þeir í fáum orðum báðu æsi að blessa skeið. Nú eru fleyin sterk — og stærri stöðugt, þó er hættan vís, en þó biðja færri og færri fyrir sínu skipi, og nærri enginn syngur æsum pria. Margt hefur verið ort um sjóinn, „hafið bláa, er bugann dregur" — en iþví miður mest af mönnum, sem þekkja hann of lítið. Ég man ekki, hvort ég hef látið þig sjá ljóð, bar sem þessar hendingar eru í: Hér er engin bára blá bátinn litla kringum. Þær eru farnar allar á örk hjá ljóðsnillingum! Á Grænlandshafi 4. maí. Við sjóararnir ráðum lítið heimilis- fangi okkar frá degi til dags. Kl. 23,00 í gærkvöldi var „íslands forni fjandi" búinn að hrekja okkur af öllum togmið- um þarna úti af „fjördunum", svo að við tökum okkur „tvo og sex", og stímum nú á Jónsmið. Á Jónsmiðum er nú íslaust að mestu, þótt þau séu aðeins um 60 sjómílur frá Grænlandsströnd, og þar er nú karfa- reytingur. Við höfum stímað með ís- spöng allan tímann og stímum enn. Spöngin er svo þykk og þétt, að hvergi hefur verið hægt að brjótast í gegn um hana, og við verðum þá að reyna að komast suður fyrir hana, þó að Iþað sé mikill krókur. Ef við hefðum getað tekið stefnuna beint á Jónsmið, hefðum við kastað kl. 21,00 í kvöld, en eins og er, getur enginn gizkað á, hvenær við köst- um. Veðrið er yndislega gott, og óneitan- lega er mjög fagurt hér við ísbrúnina, en ekki er það „búsældarlegt", ef ég má orða það svo. Skipin, sem nú eru hér á Jónsmiðum, segjast ekki hafa orðið vör við ís á leiðinni þangað, svo að þessi ís er því að fljóta á leiðina núna. Þetta orti ég uxn isinn áðan: Andlit sitt í ægi speglar ofurlítil stjarna — en þó varna isadreglar öðrum stjörnum aðgang þarna. Alda megnar ei að rísa undir fargi fsa — svo að vonum piltar prfsa pínulítið þessa spöng, ógn þeim vekur alda ströng. Þetta er vitanlega bara fálm, en ég læt það hér, af því að ég klambraði því saman áðan uppi á dekki á meðan ég drakk úr einum kaffibolla og rorfði á isinn. Á Jónsmiðum 5. maí. Klukkan er nú 02,10, og við erura alveg nýbúnir að kasta á þessu lang- þráða Jónsmiði. Á Grænlandshafi 11. mai. Við flýðum af Jónsmiðum undan ís 1 dag kl. 14,15, og eigum að vera heima á hádegi á þriðjudag n.k., en við erum ekki með nema um 220 tonn í skipinu, og þó við getum tekið 5—6 höl heima, er engin von um, að þetta verði „túr". Ég hef lítið föndrað við að yrkja þessa dagana, því að dræsurnar hafa alltaf verið í henglum og því nóg að gera i bætingu. „Dræsa" er trollaramál og þýðir troll. Togararnir, sem eru við V-Grænland, fá enn lítið. Samt er víst ákveðið, að við förum þangað, enda er þetta timinn, sem við erum vanir að fara á, og við f rá Grænlandsmiðum og Hala Steini frændi niiiiu. 38. tbl. 1964 ¦ LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.