Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 2
yrir nokkrum árum var all- ur þorri Bandaríkjamanna á einu máli um, að hugmyndin um listamiðstöðina Lincoln Center í New York, væri ekki annað en 150 milljón dala draumur, sem aldrei yrði að veruleika. En þessar raddir eru nú að mestu J>agnaðar, því að ekki er um að vill- ast, — draumurinn er óðum að ræt- ast. Við Lincoln Square, á svæðinu milli 62. og 66. götu, Amsterdam Avenue og'Columbus Avenue, hafa þegar tvær stórbyggingar, Philhar- monic Hall og New York State Theater, verið teknar í notkun. Langt er komið innréttingu Vivian Beaumont Theater og þegar frétta- maður Mbl. var þarna á ferð í síð- asta mánuði var verið að byrja á innréttingu hinnar nýju óperuhallar LVIetropolitan. Á síðustu stórbygg- íngunni, þar sem Juillard-tónlistar- skólinn verður til húsa, verður væntanlega byrjað seint á næsta ári. En draumurinn hljóðar ekki lengur upp á tæpar 150 milljónir dala — heldur 10 milljónum betur og á eflauut eftir að reynast ennþá dýrari, þegar öllum fram- kvæmdum er lokið. Nemur þessi upp- hæð samtals 6.880.000.000 íslenzkra" króna, — sem slagar hátt upp í árlegar þjóðartekjur íslendinga. Þegar mun fyr- ir hendi langmestur hluti fjárins. í lok júnímánaðar 1963 höfðu aflazt fyrir Lincoln Center rúmar 140 milljónir dala, þar af voru rúmar 100 milljónir gjafir og fyrirheit um fjárframlög frá einstakling- um og fyrirtækjum, sjóðstofnunum ýmiss konar, m.a. Rockefeller og Ford foundations, og erlendum ríkisstjórnum — en 40 milljónir fengust frá New York borg, New York ríki og stjórninni í Washington. mt að er því ekki lengur spurning hvort Lincoln Center verðr reist. — þetta mesta menningarmannvirki, sem Banda- ríkjamenn hafa nokkru sinni ráðizt í og á að verða musteri túlkandi listar. — Nú spyrja menn, hvort það muni gegna því menningarhlutverki, sem til er ætl- azt. Úr því verður framtíðin að skera — en ekki virðist ástæða til annars en bjart- sýni í þeim efnum, enda þótt þau verk, sem þegar hafa verið flutt, hafi fengið mismunandi viðtökur eins og gengur. Sjálfsgagnrýni forráðamanna Lincoln Centers er hörð og listgagnrýnendur blaða, útvarps og sjónvarps eru sam- mála um að gera til þeirra miklar og stöðusar kröfur. í framtíðinni, — þegar allar byggingar Lincoln Centers eru fullgerðar, er áætlað að sú list, sem þar verður á borð borin, muni draga að allt að þrjár milljónir áhorfenda ár hvert. Allar verða bygg- ingarnar búnar svo góðu loftræstingar- kerfi, að þær megi nota allt árið um kring — og allar verða þær búnar full- komnum tækjum til sjónvarps- og út- varpssendinga. Hefur þegar oft verið Útvarpað og sjónvarpað frá Philharm- onic Hall og New York State Theater — og samkvæmt sérstöku samkomulagi milli CBS og forr^ðamanna Lincoln Centers verður næstu fimm árin sjón- varpað klukkustundar-efnisskrá þaðan, sunnudaginn næstan fyrir 23. september, sem er opnunardagur Phiiharmonic Hall. Þá má geta þess, að Lincoln Center hef- ur þegar nána samvinnu við kennslusjón- varpið og er ætlað, að hún fari vaxarídi ár frá ári. f þeim tveimur byggingum, sem íséAÉÍÉMMÉlMkl Horlt frá Metropolitan-byg gingunni yfir Lincoln Center Flaza og Lincoln Square. Loncoln Center verði fyrir nokkuð ððr- um áhrifum við að koma inn í áhorf- endasalinn í leikhúsinu eftir að hafa verið í Philharmonic Hall. Hinir bláu litir og margvíslegu blæbrigði af hrúnu, sem eru svo ríkjandi í hljómleikasaln- um — og reyndar innrétting hans öll — hafa yfir sér svalan blæ. Þegar á hina bóginn inn í leikhúsið kemur er eins og maður verði samstundis umlukina hlýju. Þar ræður ríkjum glæsibragur gamaila leikhúsa, aðeins í nútíma út- færslu. Heitir litir og glitrandi ljós, sem giampa á skreytingunum í loftinu og dumbrauðu flosáklæði sætanna. Þetta leikhus er vissulega staður, þar sera freistandi er að skarta beztu klæðuru og klingja kampavínsglösum, eins og arkitektinn Philip Johnson segist hafa ætlazt til. Úr forsalnum á næðstu haeð er gengið upp breiðar marmaratröppur í annan sal, um það bil 60 metra lang an. þar sem 8—10 mannhæðir eru til lofts. Tvær stórar marmarastyttur eftir Elie Nadelmann — gjöf frá arkitektin- um — standa við sinn uppganginn hvor. Gólfið er lagt marmara og í lofti er skreyting úr 23 karáta gulli. Smám sam- an er verið að bæta við fleiri listaverk- um, sem ýmsir aðilar hafa gefið, til dæni is eftir Simaini, Jacques, Lipshits, Lee Bontecou, Jaspers Johns, Edward Higg- ins og Reuben Nakian. flnnar langveggur salarins er aS mestu gluggar, eins og framhlið leikh úss ins öll, — og fyrir þessum vegg eru fullgerðar eru — og báðar eru einstak- lega fallegar og glæsilega úr garði gerð- ar — virðist þó New York State Theater hafa tekizt ögn betur. Kemur þar til hljómburður Philharmonic Hall, sem ennþá er óleyst vandamál, þrátt fyrir tveggja ára tilraunir og útreikninga sér- fræðinga og rafeindaheila. Var hálfri milljón dollara varið á síðasta ári til að endurbæta hljómburðinn, en það dugði ekki til. Hann er enn ekki talinn nægi- lega fullkominn, þykir að vísu henta nú- tíma tónlist ágæta vel, en síður hinni eldri, sígildu tónlist, sem þó er uppi- staða flestra hljómleika. En hér er ekk- ert, sem heitir að gefast upp — „fyrr eða síðar tekst okkur að ráða bót á þessum vanda", segja þeir í Lincoln Center. Byggingarnar í Lincoln Center eru teiknaðar hver af sínum arkitekt. Að ytri gerð eru þær allar áþekkar, enda unnu allir arkitektarinir saman að þvi að skapa heildarsvip staðarins, — en innréttingar allar ólíkar,- — • — í hilharmonic Hall er fyrsta fasta aðsetur New York Philharmonic Orc- hestra, sem er þó elzta sinfóníuhljóm- sveit Bandaríkjanna, liðlega 120 ára — og fyrsta meiri háttar hljómleikahús, sem reist er í milljónaborginni New York frá því Carnegie Hall var reist árið 1891. Nýja byggingin, sem teiknuð er af Max Ambrovitz, er þó aðeins minni en Carnegie Hall — tekur 2.658 manns í sæti, eða 114 færri en gamla húsið, — og stæði eru þar engin. Fyrirhugað er að halda árlega 300—400 hljómleika í þessu nýja húsi. Fyrsta árið urðu hljómleikar 338 og áheyrendur u.þ.b. 725.000. Komu þar fram allar helztu sinfóníuhljómsveit- ir Bandaríkjanna, auk' erlendra hljóm- sveita, er léku sem gestir, kvartettar ýmissa þjóða, strengjasveitir og fjöldi einleikara á ýmis hljóðfæri og einsöngv- ara, innlendra og erlendra. í Philharm- onic Hall hefur ennfremur verið haldin — og verður væntanlega í framtíðinni — hin alþjóðlega kvikmyndahátíð New York borgar. Þegar hljómleikasalurinn í Philharm- onic Hall var vígður 23. september 1962 var margt ófullgert í húsinu, enda þótt unnið hefði verið dag og nótt undir það síðasta. Þá var t.d. ekki að fullu uppsett listaverkið, sem hangir í lofti forsalar- ins. Höfundurinn, Richard Lippold, kall- ar það „Orpheus og Apollo", sem er lík- lega eins gott nafn og hvað annað, en gefur að sjálfsögðu enga hugmynd um gerð verksins. Ókomin voru listayerk eins og „The Tragic mask of Beethoven" eftir Antoine Bourdelle, styttan af Gust- av Mahler eftir Rodin og höggmynd Samuels Liptons. Þá hafði heldur ekki verið komið fyrir kristallsstyttunni „The performing arts" eftir Don Weir, lista- mann er starfar fyrir Steuben-glerverk- smiðjuna. Þessi gullfallegi gripur, sem er í móttökustofu hljómsveitarstjórans, Leonárds Bernsteins, er gjöf til Lincoln Centers frá The Philharmonic Society í New York, en forseti þess, Arthur A. Houghton, er jafnframt forseti Steuben Glass. 1 ztu veggir Philharmonic Hall eru að mestu gluggar. Þeir ásamt fjölda lif- andi blóma í forsalnum, skapa tengsl við torgin fyrir utan og byggingarnar á móti, annarsvegar torgið North Plaza að vest- anverðu, sem liggur að Vivian Beaumont Theater, og hinsvegar Lincoln Center Plaza, sem liggur á milli Philharmonic Hall og New York State Theater. Er hið síðarnefnda prýtt stórum og fallegum gosbrunni, sem er jafnan upplýstur á kvöldin. Þegar þriðja byggingin við torgið, Metropolitan-óperan, er fullgerð má búast við, að allt að því 9000 manns ^ari um torgið á hverju sýningarkvöldi. Ekki fer hjá því, að gestkomandi í tjöld, gerð úr gylltum keðjum, sem lýst- ar eru neðan frá og ofan. Fóru rúm- lega 300.000 metrar af ""^keðjum fyrir vegginn allan. Gegnt gluggaveggnura gengur bogamyndaður bakveggur áhorf- endasalarins fram í þennan mikla forsal — eða „promenade' sal, eins og hann er kallaður. Eftir bakveggnum endilöngum eru afgreiðsluborð, bar og sérstðk stúka fyrir litla hljómsveit. Þar uppi yfir eru „promenade" svalir fyrir þá, sem-sitja á svölum áhorfendasalarins. Eru svala- handriðin skreytt ljósum samskonar og eru í salnum sjálfum — kringlóttum glitrandi ljósum, sem eru á að líta sem kristallar, — en eru í rauninni gerð úr plasti og speglum. Gangarnir meðfram áhorfendasalnum eru lagðir þykkum ábreiðum, jafnt vegg- ir, sem gólf. Þar er á nokkrum stöð- um komið fyrir sjónvarpstækjum, þar sem síðbúnir leikhússgestir geta fylgzt með því, sem fram fer á sviðinu meðan þeir bíða þess, að þeim sé hleypt ina milli þátta. iB-horfendasalurinn tekur 2.729 manns í sæti — sem virðist nær ótrúi legt, þegar irin er kömið. Salurinn er hóflaga og fyrirkomulag með þeim hætti, Utgefandl: Framkv.stj.: Bitstjórar: Auglýsingar: Ritstjórn: ti.l. ArvaKur. KeykjavíK. Sigfús Jónsson. SigurSur Bjarnason (rá Vieur. Matthías Johannessen. Eyjðliur K.onrað Jónsson. Arnj GarSar Kristlnsson. AðaJstræti 6. Sími 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 38. tbl. 19-84

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.