Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 29
milli tveggja stofa hafði verið numið burt, og stofan auk þess stækkuð með dálítilli viðbyggingu, ofan á hana höfðu verið gerðar svalir. Það yrði of langt mál að lýsa þessari stofu hér, hún sam- einaði sérlega hugðnæman og notalegan heimilisþokka því að vera að vissu leyti menningarsögulegt safn. Hér gat ekki aðeins að líta myndir og muni frá óra- löngum búskap frú Bergsson, heldur sá þess vott, að þegar hún gifti sig, fyrir sextíu árum, gekk hún inn í fullbúið heimili, og tengdamóðir hennar hafði verið það, sem kallað er hýbýlaprú'ð kona, hún hafði látið sér annt um að eignast fagra og vandaða muni, sem tíminn gefur síaukið gildi. ' Vitanlega hafði frú Bergsson fargað miklu af hinni stórfenglegu búslóð sinni frá þeim tíma, er hún hafði búið stærst, verið hallarfrú. Hún sagði mér í stattu máli frá því, hvernig hún hefði ráð- stafað húsbúnaði, málverkum og öðru, sem hún hvorki gat, né heldur kærði sig um að taka með sér í gamla húsið. Mér fannst hún á snilldarlegan hátt hefði leyst mikinn vanda, jafnframt því, «em hún losaði sig við þá daglegu byrði, sem það er að búa í ofhlöðnum húsa- kynnum. — Öllu verður að ætla lífsloft, jafn- vel því, sem kallað er dauðir hlutir. Og maður má ekki búa svo þröngt, að ekki sé hægt að hafa kött eða kanarí- fugla, sagði hún brosandi. Á viðbyggingunni var gluggi og dyr. Ég leit út og garðurinn blasi við mér með gömlum hlyn, reynitrjám og runnagróðri meðfram veggjum, gras- balar kantaðir blómum, hvítmálaður bekkur til að sitja á í sólskinL — í þetta hús flutti ég ung, og er . fegin að geta átt hér athvarf í elli minni og ekkjudómi. Gömlum er gott að anda í timburhúsi, og þau taka því ekki illa, bó að hreyft sé við vegg eða glugga, þau eru gerS úr efni, sem eitt sinn var lifandi, og verður held ég aldrei alveg dautt. Nú er bara óskandi að hringurinn lokizt hér, þurfa ekki að fara í spítala eða gamalmennahæli undir það síðasta. Það er svo kært að horfa á gamlar myndir og muni, gera sér að list og leik að rifja upp þær minningar, sem bezt orna sálinni. — Ó, þetta áttuð þér ekki að gera, frú Bergsson, ég sem ætla'ði ekki að baka yður fyrirhöfn, sagði ég í öngum mínum, þegar frúin vísaði mér inn í borðstofu og ég sá þar dúkað og blóm- um skreytt kaffiborð. Frú Bergsson brostL — Þetta er einmitt kaffitími' minn, og mér er skemmtun að því að hafa einhvern í sætinu á móti mér. Hún tók vermir af silfurkönnu, sem ég bar kennsl á, svo oft hafði ég þegið kaffi úr þessari könnu, þegar við vor- ^um í saumasikapnum forðum daga. Þegar hún ætlaði að skenkja mér kaffið fannst mér úlnliður hennar svo grannur og kannan svo þung, að ég tók hana mjúklega úr hendi hennar og renndi í bollana okkar. Nú var hún áttræð, en það spratt engin svart- og hvítklædd þerna upp úr gólfinu til að þjóna hennL Sennilega hafði lítið orðið úr hvíldar- tíma hennar þennan daginn. Trúlega faafði hún sjálf lagt á borðið og búið til kaffið, og svona gömul kona er ekki eins fljótvirk og þær yngrL Kannski Btóð hún stundum kyrr, hallaðist fram á svartviðarstafinn, fílabeins- og silfur- prýdda, og hugsaði um, hvort hún hefði nokkru gleymt. Hún hafði engu gleymt. IÞetta var mjög fallegt kaffiborð með ísaumuðum dúk, konunglega postulín- tou frá velmektardögum hennar, silfur- munum, lágri kristallsskál með blóm- um. ' — Búið þér ein hérna í gamla húsinu yðar? var komið fram á varir minar áður en ég vissi og án þess að ég vildi. Var ekki spurningin helzt til nærgöngul? NeL það er einstaklega ágæt sbúilka, •em hefur herbergi hér uppL og hrein- asti unglingur samanboriS við mig, þvi að hún er innan við sextugt. Hún saum- ar hálfan daginn á verkstæði, hinn tím- ann er hún mest hér heirna, hún hirðir fyrir mig gólf, kaupir það, sem ég fæ ekki sent heim újr búðum, aðstoðar mig yfirleitt eftir því, sem saman geta farið þarfir mínar og tómstundir hennar. Við hjálpumst við að matbúa aðalmáltið dagsins, svo borðum við samart og ég dunda við að þvo upp, þegar hún er farin á saumaverkstæðið. Mér líkar vel að hafa eitthvað að gera, sem verk geta talizL — En þér eigið skyldulið hér í bæn- um, sagði ég varlega. — Já, og það er mér fjarska gott, sí- reiðubúið að hlaupa undir bagga með mér, ef ég þarf þess með. Það er ósköp áhyggjulítið líf, sem ég lifi. Ég hef alltaf verið lánsmanneskja. — Það er fallega gert að líta svo á, því að sorgin hefur víst ekki sneitt hjá yður fremur en öðrum, nema síður sé. — Sá, sem mikið eignast hefur mikið að missa, það er lögmál lífsins. Stund- ar hugsanir andspænís þessum bláu, tæru augum. — Það er alveg rétt hjá yður, að sorgin hefur ekki sneitt hjá mér. En þrátt fyrir það tel ég mig lánsmann- eskju. Ég hef ekki þurft að standa í neinu stríði um dagana, þesskonar dag- tegu sargandi „útslítandi stríðL sem aldrei sér fram úr og fer ver með fóik á sinni og heilsu en hrein, upphafin sorg. Mér hefur verið hlíft við heilsu- leysi, fátækt, áfengisbölL sundrung og ófarsæld í heimilislífi. Ég hef mikið að þakka að leiðarlokum. — Mikið undur gat ég verið klaufaleg, að minnast ekki á þetta, fyrst ég stóð upp á annað borð í afmælisveizlunni minni og fór að halda þar tölu. Svona er að vera óvanur ræðu- höldum, gamall og gleyminn. Ég hefði átt að segja svo margt, sem ég sagði ekki. Þá hugsaði ég bara um að vera stuttorð og þakka þeim, sem voru í kringum mig. En sannarlega hefði ég átt að minnast á, hvað mikið ég hef átt, sem ég fæ aldrei fullþakkað, mína ágætu eiginmenn, vel gefhar og elsku- um syrgir maður það mest, að hafa staðið illa í ístaðinu. Við sjáLfan sig er örðugast að sættast. Frú Bergsson starði framundan sér með kyrru bliki í bláum augunum. Mér varð hugsað til þess, að hún hafði verið talin ein fegursta kona Reykjavíkur á sínum yngri árum, já, fram á miðjan aldur. Hvað er ég að segja, Fríðleikur hennar er þesskonar að hann fyrnist ekki með árunum, það eru áreiðanlega allir á einu máli um það, að hún sé yndisleg gömul kona. En mér varð hugsað til þess, að hún hafði gifst mjög ung, manni, sem var allmiklu eldri en hún. Ágætis maður á sinn hátt og mikilsvirtur borgari, en mikill fræðagrúskari og enginn gleð- skaparmaður, auk þess farinn á heilsu síðustu árin, sem hann lifði. Það var hægt að fara nærri um, að konan hafði stundum átt dauflega daga, og hún — svona falleg og lifsglöð, laðaði alla að sér, hefði getað kveikt í köldum steini. Voru reykvískir karlmenn hreinir engl- ar á yngri árum hennar og virtu bann- helgi hjónaibandsins? Eða höfðu verið lagðar fyrir hana freistingar? Og hún einihiverju sinni staðið laust í ístaðinu? Ég fyrirvarð mig fyrir svona gruggug- legar dætur, gott samferðafólk á lífs- leiðinni, og alia farsældina og friðsæld- ina, sem ég hef búið við. Þessi blessuð ræða er eins og bögglað roð fyrir brjósti mínu. Það komu drættir í andlit frú Bergs- son ,sem gerðu það að verkum, að hún sýndist allt í einu mjög gömul og farin, sýndist það, sem hún var, háöldruð manneskja með allan lífsblómann að baki. Við frú Bergsson ræddum mikið sam- an þá — og siðar. Ég get aðeins tekið hér smábrot — brotasilfur, sem hægt hefði verið að smíða eitthvað úr, en verður víst aldrei gert. — Við ræddum margt frá liðnum tíma, sem að líkum lætur. Hún hafði séð Reykjavík taka miklum stakkaskiptum, fara í gegnum mörg stig eins og barn, sem vex upp úr fötunum sínum og fær önnur ný. Hún hafði séð okkar gömlu meistara í myndlistinni koma fram á sjónarsvið- fð, hvern af öðrum og útlendu skiliríin víkja af veggjuim fyrir íslenzkum máilverkum, svartlisit og teikningum, þjóðsögur stigu fram í myndum, þulur fengu fagra skreytingu, svo að þær urðu til enn meiri unaðar en ella hefði orðið. 38. tbl. 1S64 Hún hafði fagnað nýju einsöngslögun- um eftir íslenzk tónskáld, „. . . á Kalda- lónstónum sér lyfta mín ljóð", (Halla). Jafnframt nýrri tónlist var gömul þjóð- leg tónlist endurvakin. Söngvarar fóru út í veröldina til að læra, og til að vinna sér frægð og seim, og komu heim til að syngja fyrir þjóðina. Tónlistin blómstraði. Hverskonar list, blómstraðL En þá kom þetta: Var ekki ofgnótt list- ar miðað við fámennið? Það úrtak M- mennis, sem var tl að njóta hennar? Sama fólkið gat ekki komizt yfir þetta allt. — Það gátum við, í gamla daga, kom- izt yfir allt, — mestallt. Það var ekki meira um að vera. Og heimilin, við töluðum líka um heimilin, mikið. um þau.------------ — Fyrst við erum að tala um búskap- arhættina fyrrum þá liggur beint við að spyrja, hvort yður finnist ekki að heim- ilisvélarnar hafi verið stórt framfara- spor, og komi að allmiklu leyti í stað- inn fyrir vinnukonurnar, sem áður þóttu sjálfsagðar á flestum heimilum? — Vél getur aldrei komið í stað lif- andi manneskju, það segir sig sjáift. Það þarf heila og hendur til að stjórna hverri vél, með öðrum orðum, þær þurfa mannnn með sér. En góð stúlka leysti húsmóður sína af hólmL hvenær sem með þurfti. Það voru lengri sæng- urlegurnar þá en nú, svona almennt. Og það var hægt að ná sér betur eftir veik- indi, þegar maður hafði einhvern fyrir sig að bera við heimilisstörfin. Mínar vinnukonur voru ailra viðfeldnustu stúikur, sem unnu mér vel og dyggilega og lífguðu oft upp á heimilinu. Þær sýndu mér þá umhyggju, sem ég þarfn- aðist. Ég gat líka ýmislegt fyrir þeim greitt og fylgdist með því, hvernig þeim farnaðist eftir að þær fóru frá mér. Þá hafði maður ábyrgðartilfinningu gagn- vart þeim ungu stúlkum, sem á heimil- inu voru. Ein blessuð stúlkan mín ól hjá mér barn, og það var gott að fá dreng á þetta stelpnaheimilL Hann var hálf- gildings fóstursonur minn, og seinni maðurinn minn varð honum betri en enginn.--------Ég held, 'að stúlkur hafi þénað með glaðara geði hér fyrr á ár- um, vegna þess, að þá gátu þær vænst þess að fá sjálfar hjálp, þegar þær væru orðnar husmæður. Nú og oft var vistin eini skólinn þeirra, undirbúningurinn undir ævistarfið, sem flestra beið. Það var gaman að miðla þeim af kunnáttu sinni og búskaparreynslu, sem vel tóku við sér. — Já, ekki efa ég það, að margt hafi mátt læra á myndarheimilum og víða hafi verið vel til stúlknanna gert. En mikið hefur verið að gera, hreinsa ofna, gljábursta þá, kveikja upp og halda við eldi, hirða olíulampa og skúra gólf úx sandi og köldu vatnL svo vandlega að ekki sæjust litaskipti á hvítri lérefts- dulu, þegar henni var strokið eftir gólf- fjölunum. Ja, ég tek þetta nú aðeins sem dæmi upp á ýmis erfið vinnubrögð, sem nú eru að heita má horfin úr sög- unni.--------Og þó að þeir húsbændur væru vissulega til, sem reyndust stúlk- unum sínum eins og góðir foreldrar, þá var nú víst oft þröngvað kosti vinnu- konunnar og litið niður á hana, eins og sagan bendir til um ungu frúna, sem fór í búð og bað um vinnukonudiska. Nú hló frú Bergsson. — Það vill n.ú svo til, að ég þekktl ungu konuna, sem gerði sig að athlægi imeð því að spyrja um vinnukonudiska í Thomsens-magasíni. Hún hitti þá líka fyrir rétta manninn! Hún var hálffeim- inn og hafði það til að koma dálítið andkannalega fyrir af þeim sökum. Hún hafði fengið matarstell í brúðargjöf, en vildi auðvitað ekki láta darka með það til allra þarfa í eldhúsinu, sem ekki var heldur von. Svo datt hún niður á þetta orð og fannst það ná því vel, sem hún átti við, þetta áttu að vera diskar til hversdagsþarfa og vinnukonan að hafa -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.