Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 30
þá mest í hðndunum. Það var auðvitað sagt, að vinnukonan hefði ekki mátt borða af stelldiskunum. Og þetta hefði verið rétt eins og þegar verið var að kaupa leir, sem kallaður var steintau, handa hundum, köttum og hænsnum. Sú fékk nú að kenna á kjánaskap sínum, það þurfti ekki mikið til að orð yrðu fleyg í Reykjavík þá.-------Þó að ég sakni að mörgu leyti gömlu Reykja- vikur þá mátti slúðrið missa sig, það var meiri þáttur í bæjarlífinu þá, en nokkur trúir nú. Maður var svo ber- skjaldaður, svo óvarinn, ef eitthvað henti mann, sem gat vakið grunsemdir. Já, það var sannarlega ógaman að lenda milli tannanna í fólkinu, lenda í þeirri símalandi kjaftakvörn, sem bæjarslúðr- ið var. Kannski var maður of hörunds- sár, of hræddur um sig.' Frú Bergsson þagðí við svo sagði hún: — Það var nú líka það, að allar sið- venjur voru svo fastar, að ekki mátti út af bregða. Aftur hugsað hún sig um, svo sagði hún: — Ég held að ég verði að segja yður dæmi, þó að það sé í rauninni mikið einkamál. Þá var alltaf talað um sorgarár eftir missi eiginmanns eða eiginkonu. Það þótti hin mesta goðgá að gifta sig aftur áður en sorgar- árið var liðið, svo ótryggðarlegt, og auð- vitað mátti búast við að slíkt bráðræði vekti einhverjar grunsemdir. En þetta henti mig einmitt, þó að undarlegt megi virðast. Það liðu tæpir tíu mámiðir frá því að ég varð ekkja þangað til ég gifti mig aftur. Ég hefði ekki tekið ann- að í mál, en að við biðum sorgarárið, það stóð nefnilega eins á fyrir manns- efninu mínu, hann missti líka konuna sína úr spönsku veikinni, ef svo hefði ekki staðið á að við vörum bæði er- lendis, vildum gifta. okkur í kyrrþey ' og það hentaði bezt að ljuka því af áður en við færum heim. — Þá tíðkuð- ust miklar brúðkaupsveizlur, en það var of skammt iiðið frá ósköpunum, sem yfir dundu "1818 til þess að víð gætum hugsað til veizluhalda, allra sízt brúð- kaupveizlu. Manni fannst grafirnar varla grónar. — En það hafa sprottið fögur blóm á þeim sorgarakri. — Þér eigið við, að ég hafi orðið ham ingjusöm með mínum nýja ástvini. Já, svo sannarlega. Ég var mikil gæfukona í sambúðinni við hann. Hann samein- aði svo vel að vera traustur lífsföru- nautur og mikill heimilisfaðir þrátt fyr- ir öll sín umsveif. Sumum er það gefið, að ná út yfir mikið. Og syo var hann það«sem við konurnar kunnum að meta, kannski er það kryddið, saltið, sem forðar skemmdum — hann var spenn- andi karlmaður. Nú brosti frú Bergsson likt og henni finndist hún hafa talað of djarft, að hún, svona gömul kona, hefði talað allt- of glætfralega. — Maður talar ekki svona við hvern sem er, sagði hún afsakandi. En ég ætlaði að segja yður — , hún þagði við, hugsaði sig andartak um. — Já, það var einmitt það, sem ég ætlaði að segja yður að það var hreint ekkert síður fyrir það, hvað ég var hrifin af manninum, er ég hikaði við að stíga þetta stóra spor með honum. Mér fannst ég vera kom- in af giftingaraldri, búin að vera gift á þriðja tug ára, orðin amma. Yður að segja blöskraði mér, svona'með sjálfri mér, hvað ég var ástfangin. Það var ekki laust við, að mér finndist það bera vott um, að ég væri í irinsta eðli mínu ófyrirleitið ævintýrakvendi, sem aldrei gæti að fullu beygt mig undir almenn- ar siðgæðis- og velsæmiskröfur, þó að ég reyndi það af fremsta megni. Mér fannst, að allir hlytu að líta svo á, að svona þróttmikill maður á góðum aldri ætti að fá sér yngri konu. Eg reyndi auðvitað að koma honum í skilning um þetta, þó að ég vitanlega tæki nærri mér, að benda honum á það, að ekki væri á það treystandi, að ég héldist til lengdar ungleg og blómleg, yrði til frambúðar sú kona, sem hann hefði ánægju af að sjá við hlið sér á þeirri mannvirðingarbraut, sem hann átti framundan. Ég var lika undir niðri kvíð- andi út af því, að það væri meiri vandi, en ég fengi undir risið, að eiga að standa í sviðsljósinu, farin að eldast og alls óvön því að koma fram sem meiri háttar persóna, raunar óvön því að koma í öll stærri samkvæmi. — Þér get- ið víst ekki gert yður í hugarlund hvað fyrri maðurinn minn var frásneiddur. öllu margmenni og mannfagnaði. Það var nú um of. Ég var öðru vísi gerð, langaði í tilbreytingu og gleðskap. En hvað var um að tala. Konan verður að gera sér að góðu að sitja þar sem mað- urinn leiðir hana til sætis. Og ég var öll í heimilinu og kyrrðinni hjá honum — og bókunum, ekki má gleyma því hvers virði þær voru mér.-------Nú, en þetta, sem ég hafði kviðið var ekki eins mikill heímilínu og ástæður framast leyfðu, eins og þarf að vera, svo að hún geti verið sál þess og sól.--------Fyrirgefið, góða mín, hvað ég er útúrdúragjörn, þarf svtí víða að koma við í leiðinni. En það var nú þetta atvik með ljóðabókina, sem ég ætlaði að segja yður frá. Ég tók hana með mér í háttinn. Hafði hana í höndunum, án þess að opna hana og lesa. Var svo mikið að hugsa um mann- inn, sem vildi eiga mig, það var nú ekki lát á, því að hann vissi, hvað hann vildi og hann hafði áhrif á aðra, því megið þér trú,a. Ég var hálfvegis farin að halda að ég væri ekki orðin of gömul til að setjast á brúðarbekkinn, en samt. . . Efinn sat um mig og kvaldi mig. Þá datt mér allt í einu í hug, að kjósa mér í ljóðabókinni nýju og vita hvað ég hitti á, kannski fengi ég bend- ingu um það, hvað ég ætti að gera. Maður gerði þetta í þá daga, að kjósa vandi og ég var búin að telja mér trú um. Ég bara var þar sem ég var komin hverju sinni, við hlið mannsins míns, vængfang hans var svo vítt, að ég var allsstaðar eins og í vari. Hann hafði allann vandann, hélt þær ræður, sem hann þurfti að halda vegna okkar beggja, ég bara sat umvafin þeim ljóma, sem frá honuni stafaði, og lumaði alltaf á einhverju í glasinu mínu til að skála við hann, Það var sem frú Bergsson hefði gleymt návist minni og væri á eintali við sjálfa sig, hún kinkaði ofurlítið kolli eins og því til samþykkis, sem hún var að segja. En svo rankatSi hún við sér, brosið glitraði í augum hennar, þegar hún sagði: — Þér farið víst nærri um þær undirtektir, sem ég fékk, þegar ég var að reyna að dæma sjálfa mig úr leik, annar eins málafylgjumaður og hann var. — Mig langar annars til að segja yður frá ofurlitlu atviki. Það sýnist ekki merkilegt í sjálfu sér, en hafði þó tölu- verð áhrif á úrslitaákvörðun mína. Kannski er réttara að segja, að það hafi flýtt fyrir henni. — — Það var eitt kvöld, að hann kom til mín og færði mér ljóðabók. Hún hafði komið út fyrir nokkru, en skotizt framhjá mér í öllum veikindunum og sorginni. Annars fylgdist maður vel með, bækur voru iífs- ins manna í þá daga. Ég hafði sérdeilis góðan tíma til bókalesturs, meðan ég bjó ,með fyrri manninum mínum. Við eignuðumst bara eina dóttir og hún fór snemma að heiman, við tvö ein eftir og ég hafði alltaf notalega heimilishjálp. Þá var nú búið eins vel að konunni í H.fM sér. Ég geri það enn, kýs mér í ljóða- bók í tilefni eins og annars, eða bara að gamni mínu. Ég kaus mér efst i hægri með þetta í huga, sem ég var að segja yður, lét bókina opnast sjálf- krafa. Hún opnaðist mjög aftarlega, en það kom víst af því, að þessi staður hafði verið lesinn á undan mér og bókin liðk- ast þar ögn í kjölnum. Ég man að ég lá aftur á bak í rúminu, en spratt upp af undrun og fögnuði og hélt áfram að lesa. Mér fannst sem til mín hefði verið talað. „Ég geymi ennþá eldinn og æskudagsins þrótt Með gullinhyrndum hreinum að heiman ek í nótt. Með gullinhyrndum hreinum og hratt mig yfir ber. — í sálu minni er söngur til Sólheima ég fer." — Þar kenni ég skáldið frá Hvítadal. — Já, það voru Söngvar förumanns- ins, fyrstu ljóðmælin hans Stefáns, sem vinur minn var svo hollhentur að færa mér. — Já, ég segi það satt, að mér fannst til mín talað. Ég hugsaði mikið það kvöld og nótt og sannfærðist smám saman um það, að ég geymdi „ennþá eldinn og æskudagsins þrótt." Hafði ég kannski ekki verið geymd í góðu hjónabandi, þar sem ekki hafði velkst fyrir mér, og ég var óslitin manneskja. Sannarlega átti ég mikið eftir af æsku- þrótti og ásthita. Var þá nokkuð því til fyrirstöðu að ég æki með gullinhyrndu hreinunum til Sólheima. „Það skiptir mestu máli ' að mega koma þar. . ." <" Já, það skipti mig mestu, sópaði burt öllum mínum efasemdum, „að mega koma þar." Það var fagnaðarrík niður- staða. > „Nú leikur aftuc ilmur ' um ævidaginn minn." Og haldið þér ekki, að þetta blessað ljóð eigi enn til orð, sem ég get gert að mínum. „Nú get ég lofað lífið, þótt lokizt ævisund. Ég hef litið ljómann og lifað glaða stund". — Mér hefði ekki komið það á óvart, frú Bergsson, að yður hefði vitrast það í draumi, að þér ættuð að gifta yður aftur, en þér leituðuð véfrétta í ljóðL Ég þarf ekki að spyrja þess, sem ég veit, að þér hafið alltaf verði ljóðelsk og stálminnug á ljóð. Þér hafið átt póisíubók, þegar þér voruð ung stúlka fyrir vestan, að minnsta kosti eftir að þér voruð orðin frú í Reykjavík. Þéa: hafið verið hneigð fyrir skáldskap yfir- leitt. Hneigð fyrir bækur, það hefur víðari merkingu. Bókmenntir hafa vafa- laust haft mikið gildi fyrir yður — fyrir yðar kynslóð. — Ómetanlegt! Alveg ómetanlegt! 1 Röddin og augun ljómuðu. — Ég held að einmitt þér hljótið að geta skilið, hvers virði það var að fá bækurnar inn í kyrrðina til sín, fá- breytnina. Útkoma bókar var mikill við burður þá. Helzt er ég á því að bækur 'hafi verið betri þá, betri fyrir fólkið, sem las þær, en bækur eru fyrir nú- tímalesendur. Maður komst yfir það þá, að fylgjast með íslenzkum bókmennt- . um. Nú held ég, að það hljóti að vera vaxið flestum yfir höfuð. Það er jafn- vel sagt, að gagnrýnendur lesi ekki allt, sem þeir dæma um. — Það hefur sannast. Aikiunnugt aS manni var vikið frá blaði af þeim sök- um. Og er þó held ég oftast tekið létfc á slíku. — Svona lagað held ég, að hefði ekkl getað átt sér stað, hér fyrr á árum, enda voru það hámenntaðir og reyndir bók- menntamenn, oft ritstjórarnir sjálfir, sem skrifuðu ritsjána. — Því trúi ég vel, að meira sé kastað höndunum til ritdóma nú. Og þó er verra fyrir höfundana, að erfiðara er orðið að ná til lesenda. Það er einatt komið undir ýmsum annarlegum ástæð- um, auglýsingaáróðri, pólitík, sambönd- um hverskonar, hvort verk þeirra eru lesin. Nú og svo er trúlega lakar lesið en áður, enda lestrarefnið svo miklu méíra. Dagblaðalestur tafði minna fyrir ykkur. — Einkum á meðan við höfðum engin. dagblöð! Einar Benediktsson réðst fyrstur í útgáfu dagblaðs, rétt fyrir aldanvótin, en það var víst í of mikið ráð ist, þvi að hann entist skammt með Dag- skrá sína. Blöðin voru auðvitað lesin vel, þessi, sem maður fékk í hendurnaiv en það fór minni tími í það en nú, mikfl ósköp. Tímaritin voru ágæti þá, og þati las maður að heita mátti orði til orðs. Ja, >5tundum var nú efnið að vísu helzt til .isindalegt fyrir mig, jafnvel eftir að ég fór að leggja mig eftir hvera konar fróðleik. Frú Bergsson brosti ofurlitið kank- víslega. — Ég las nú, samt Heimsmyndina nýju eftir hann Ágúst H. Bjaraasoru Mér fannst sjálfri það vera vel aí sér vikið. Þetta var langur greinaflokkur, minnir það tæki fleiri ár að birta hann. allann. En maður las þetta allt, kallaði það að fylgjast með. Ég gæti tilnefn* margt, sem mér féll betur að lesa, en það er vandi að tafea eitthvað sérstakt út úr. Ég get bára sagt það, sem mér fannst þá og hreint ekkert síður nú, að gömlu tímaritin hafi verið hrein- asta gullnáma, svo furðulega fjölbreytt; bæði fræðandi og skemmtandi — ja, svo framarlega, sem maður telur skáldskap 30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 38. tbl. 1864

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.