Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 19
Á TUNGUM ÞÚSUND ÞJÖÐA Eftir Öfaf Ólafsson, kristniboba Fyrir nokkrum árum heim- sótti island aldraður nor- rænu prófessor úr Noregi. Svo stóð á er hann kom á heimili eitt hér í Reykjavík, að þar lá frammi dágott eintak af Guðbrands Biblíu. Pró- fessorinn bað um leyfi til að mega handleika bókina. Hann sat með hana uppslegna á hnjánium góða etund, strauk blöðin eins og væri hann að gæla við barn og var djúpt hugsi, — unz hann yrti á hús- ráðanda: — Ja so, er det slik Guðbrands Biblia ser ut! Við Norðmenn feng- um allar okkar Biblíur frá Dan- mörku í 275 ár — til 1814. Danskar bækur gerðu útaf við okkar móður- mál. En Nýjatestamenti Odds norska og Biblía Guðbrands biskups björguðu ykkur frá sömu örlögum, Aftur þagði prófessorinn um stund. Þá var eins og hann færi að tala við sjálfan sig. — Grátbroslegt að maður af norskum uppruna átti sinn þátt í því. Og þessi bók er prentuð á Hól- um í Hjaltadal 60 árum áður en fyrsta prentsmiðja kom til Noregs. J\ þeim 380 árum, sem nú eru liðin sfðan Guðlbrands Biblía kom út, hefur mýþýðingum fjölgað í heiminum um ellefu hundruð og nokkrum tugum bet- ur. — f flestum tilfellum hafa þýðing- ar verið gerðar á Nýja testamentinu eða einstökum ritum þess. Margar þessara þýðinga eiga merki- lega sögu, ekki síður en okkar fyrstu 2 bækur. t . Hér er ein þeirra: ' ' Fjórir menn, tveir svartir og tveir hvítir, sitja að vinnu við sama borö í stráskýli einu \ Mið Afriku. Allmargar Ibækur liggja á borðinu fyrir framan þá, evo og nokkrar þvældar skrifbækur og brúga af handritum. Þeir ræðast við á afrísku máli. Svart- ur maður heldur á handritsblaði. Hann les: — Jesu akeri bekere bese bevungu ovongo, ja ozuku..... Annar hinn,a hvítu fylgjist með í enska textanum; síðasta versi Jóhann- esar guðspjalls: Þa'ð er o,g margt annað 6em Jesús gerði..... Skömmu síðar er handritið sent til borgar í yfir tíu þús. km. fjarlægð. Þar er það sett og síðan prentað af mönn- wm, er ekki skilja eitt orð í því. Og Biiblíufélag færir nú inn í bækur sínar: Kr. 1000. Sakata. Gospel of John. — IÞúsundasta tungumál. Sakata. Jófhann- esar guðspjall. Bákmenntalegt afrek! sögðu menn. IÞýöendur höfðu ekki hugsað uim það eérstaklega. Annað mikki mikilvægara yakti fyrir þeim. Tungumálamergð hefur alltaf verið ein þeirra hindrana, er mest torvelduðu útbreiðslu fagnaðariboðskaparins um Krist. Uim það hafði Ebenezer Hender- aon þau orð, að lind sannleikans hafi verfð lokuð inni í því tungumáli, er fáir skildu. Verulegur skriður komst ekki á að ryðja þeirri hindrun úr vegi fyrr en stofnuð voru Biblíufélög og löngu síðar Heimssaimband Biblíufélaga. Tilefni þess að til varð Hið brezka og erlenda Biblíufélag, 1804, var skortur á Biblíum í Wales og raunar víðar á Englandi. Það voru heittrúarmenn, er að stofnun þess stóðu. Þeirra s'koðana og trúbróðir var Ebenezer Henderson, eins og ferðasaga hans ber með sér. Þegar taka átti ákvörðun um verk- svið félagsins og rætt um að nauðsyn bæri til að sjá Wales fyrir Biblíum, kvað prestur einn upp úr og mælti: — Já, Wales! En hvers vegna ekki öllum heiminum? Með stofnun Biblíufélaga var sá tími lfðinn, er guðfræðingar einir sáu um útgáfu hinnar helgu bókar, einvörðungu með þarfir sinna eigin þjóða fyrir aug- um. Verkið var nú lagt í hendur hins kristna safnaðar. Markvisst skyldi að því stefnt, sem Kristur lagði frumsöfn- uðinum á hjarta, — að flytja öllum þjóð um heims fagnaðarbo'ðskapinn, hverri á sinni tungu. komnasta þýðing þeirrar bókar, sem til er. * Ef til vill er ekki ofsagt að Oddur Gottskálksson sé Tyndale okkar, íslend inga, hvað Nýja testamentJs þýðingu hans snertir, 1640. J\rio 1835 höfðu brezkir kristnilboð- ar á Madagaskar — eylandinu mikla undan austurströndum Afríku — lokið við að snúa Biblíunni á mál lands- manna, en Hið brezka og erlenda Biblíu félag kosta'ð útgáfuna. Um sama leyti hófust blóðugar kristindómsofsdknir, og hnnti þeim ekki í 27 ár. B fyrirmynd góðs máls og nákvæmrar fit- leggingar. Oddur Gðttskáldsson var einn ótal margra Biblíu þýðenda, er. studd- ust við hana. Þá er og áberandi hve útgáfa eykst eftir að stofnuð voru Biblíufélög, er sáu einatt a'ð verulegu leyti um kostn- að og dreifingiu. Það skeði í beinu sam- bandi við þá miklu kristniboðsvakn- ingu, er varð i flestum mótmælenda löndum um og eftir aldamótin 1800. Nýtþýðingum hefur fjölgað svo ört síð ustu áratugi, að til slíks finnast ekki dæmi áður í hinni löngu sögu Biblíunn- ar. Þær þýðingar eru einkum ger'ðar fyrir frumstæðar þjóðir, bókleysingja- 1 ókasafn Biblíuhússins í London útaf fyrir sig, er áþreifanlegur vitnis- burður um vö»t og viðgang þess verks, er félagið hófst handa um fyrir 160 ár- um. Sá, er ofur lítinn skilning hefur á því verki, hlýtur að fyllast heilagri lotn- ingu inni í því undursamlega bókamust- eri. Hvílík trú, barátta, fórn og bæn að baki þessara binda! Hér heifur margur maðurinn heyrt sem til sín talað: Sá staður, er þú stendur á er heilög jör'ð? Hér er fullkom,nast safn í heimi af Biiblíunni og einstökum ritum hennar, allt frá handritum fjórðu aldar til ný- útkominna bóka þessa árs, — yfir 20 þús und eintök á 1200 tungumálum. Og allt er þetta sama bókin fyrir alla menn, eins og Biblían hefur verið nefnd. Margar bókanna hafa aðra sögu að segja utan þeirrar, er í þeim stendur. Og sú saga eykur gildi þeirra, staðfest- ir oft og einatt boðskapurinn og sannar raunveruleika þess orðs, að „Drottinn vakir yfir orði sínu". Þarna er til dæmis Nýja testamenti Tyndales, hið fyrsta er snúið var úr frumimálinu, grísku, á enska tungu. Vegna ofsókna kaþólskra yfirvalda, flú'ði William Tyndale til Þýzkalands og vann þar að þýðingunni. Og þar var hún prentuð og gefin út í stóru upplagi, árið 1525, aðeins þrem árum eftir að Nýja testamentis þýðing Lúthers kom út, en 15 árum áður en það var fyrst gefið út á íslenzku. Útgáfu Tyndales var smyglað til Eng- lands. Biskupinn yfir London keypti mestan hluta upplagsins og lét brenna það í allra augsýn, fyrir framan St. Pauls kirkju. Margir höfðu áður krækt sér í eintak og sumir hverjir hætt lífi sínu til þess. — Tíu árum síðar var Tyndale svikinn í tryggðum og fluttur nauðugur til Englands. Eftir að hafa setið 16 nxánuði í fangelsi, var hann dæmdur til lífláts og brenndur á báli. En verk hans varir. Þýðing hans var með þéim ágætum, að hann hefur verið nefndur „faðir ensku Biblíunnar", en bún er'viðurkennd a'ð vera ein hin full- Bi Tala kristinna manna í landinu var, þegar ofsóknirnar byrjuðu, 15 hundruð en komin upp í 7 þúsund að þeim lokn- um. Orsök svo mikillar fjölgunar á of- sóknartímum, var fyrst og fremst sú, að tekizt hafði að fela Biblíur á leyndum stöðum sem kristnir menn vissu um og ¦gátu leitað til — oftast að næturlagi — sér til uppbyggingar. Orð þitt lætur mig lífi halda, segir í Davíðssálmum. Á Madagaskar lá dau'ða refsing við ef vitnaðist að einhver ætti eða læsi Biblíuna. — Útrýming Biblíunnar hefur æfin- lega verið höfuðtilgangur kristindóms- ofsókna, jafnt í Evrópu sem og á Mada- gasikar. Svo mikils ér hún metin af andstæðingum kirkjunnar. í bókasafni Biblíuibússins í London sést það greinilega, sem maður hafði áður lesið sér til, hve skrykkjótt útgáfa Bilblí- unnar hefur verið á liðnum öldum. Mikill skriður á útgáfu og sölu henn- ar á 16. öld, vegna feikimikillar eftir- spurnar í siðbótarlöndum. Þýðing Lút- hers sjálfs úr frummálunum — grísku og hebrezku — — 1534, varð í senn ?iblíunni var í fyrsta skipti snúið á tungumál bókleyaingjaþjóðar, á fjórðu öld. Það gerði Ulfila, kristniboðs- biskup Gota. Þeir hurfu í þjóðaihaf Suð- ur-Evrópu. Nakkuð hefur var'ðveizt af þýðingu Ulfila biskups.' Handritið er skrifað.á pergament með silfur og gull- bleki og er nú ein mesta gersemi há- skólabókasáfnsins í Uppsölum. Pyrir rúmu ári var þess hátíðlega nxinnst í Ameríku, að þrjár aldir voru liðnar síðan Biblían var þar prentuð og gefin út í fyrsta skipti, — þó ekki á evrópskt mál, heldur mállýzku Indíána þjóðflokks, sem er útdauður fyrir löngu. Innflytiendur frá löndum mótmælenda í Evrópu, höfðu me'ð sér Biblíur hver á sinni tungu. Lengi vel fengu þeir bæk- ur eftirsendar til Ameriku. — Bókin er til en enginn framar læs á hana. Hún þykir mjög merkileg meðal annars fyrir það, að hún er fyrsta þýðing Biblíunnar gerð af mótmælendatrúar manni fyrir iieiðna þjóð. ©á maður var John Eliot og hefur verið nefndur postuli Indíána. Fyrir vel- ferð þeirra háði hann erfi'ða baréttu i 40 ár, gegn sjálfseyðingaröfluim innan þjóðflokksins og yfirgangi hvítra manna utan frá. Ég hef ekki yfirlit um það, á hve inörgum tungumólum BLblíurit hefur verið fyrsta bókin. En alveg er víst að það hefur skeð mörg hundruð sinn- um — og tevinlega í sambandi við kristnifooð. Kristnibo'ðar hafa annast þýðingu en Biblíufélög séð um kostnað. Er það mikil saga. Ég læt nægja að drepa á einn þátt hennar. Hann hófst vestur í Ameriku fyrir 30 árum og heldur enn áfram að gerast þar — og nú síðustu árin í mörgum lönd xun annarra heimsálfa. Maður að nafni Townsend hafði verið kristniboði í Guatemala, Suður-Ameríku í 17 ár. Hann hafði snúið Nýja testa- mentinu á mál Indíána þjóðflokka, — en IndlánaT þar eru á 6. milljón — stofnað nokkra söfnuði, reist sjúkrahús og skóla. Townsend var orðinn allvel kunnugur í lönduim Mið og Suður Ameríku. íbúar þeirra hafa búi'ð varanlega að upþhaf- legri þjóðfélagsþróun undir einræðis- stjórn Spánverja og Portúgala, frá því fyrir þrem öldum. Afkomendur þeirra fengu lönd og þjóðir að erfðum og búa við mikla auðsæld, nútima þægin'di og framfarir. Hins vegar eru margar milljónir Indí- éna, velflestir menntunarlausir og blá- snauðir. Þeir voru fyrir þrem öldum sviptir eignum og mannréttindum, og þar við situr. Þeir eru á svipuðu menn- ingarstigi og frumstæðustu þjóðflokkar Afríku. MJ öngu á'ður en farið var að ræða á þingi Sameinuðu þjóðanna um að- stoð við vanþróuð þjóðfélög"— eða þró- unarlönd, eins og þau nú eru nefnd — voru kristnir sjálfboðaliðar komnir á vettvang, með sínar menningarstofnanir, 38. tbl. 1864 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.