Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 5
i |~F ílljósin kljúfa náttmyrkrið m3 björtum, fagnandi brandi. Þau sveiflast uppávið, þegar brekk- an byrjar hvimandi og bleikan vanga hlíðarinnar eins og í leit. Hér er einhver á ferð, sem endir út dag- ínn. Kominn er háttatími í sveit. Þegar bíllinn hefur numið staðar á hlaðinu, er farþeginn óðara stig- inn út og vindur sér hvatlega upp Eftir Guðmund L. FriBfinnsson til mín á húsþrepin, þar sem ég stend með olíulugt í hendi og bíð gestkom- unnar. Hér er kominn Sigúrður Þórð arson, fyrrum stórbóndi að Egg í Hegranesi, kvikur í spori með þrótt í hreyfingum, þótt hann hafi nú alveg nýlega hálfnað hinn níunda tug æviáranna og gatan ekki ávallt verið þráðbein né slétt. „Ég er hræddur að aka", svarar Sig- urður nokkuð harðmáll að vanda, og með örfínum höfuðhreyfingum, sem gefa manninum lítið eitt sérkennilegan og um leið hressandi blæ. „Ég gæti það samt enn, hef sjónvottorð og svoleiðis, en þetta lætur sig nú allt. Og svo er það við- bragðsflýtirinn. Hann minnkar". „Er það ekki heldur hitt, að þú fáir nú orðið færra kvenfólk upp í bílinn til þin en áður?" spyr ég og slæ upp á glens. Sigurður vindur sér til, nokkuð snöggt, og hlær lágum hlátri. „Jú, það er satt, þeim fækkar. En það stóð ekki á þeim fyrst, enda var ég ekki nema sextíu og sjö, þegar ég lærði. En svo við sleppum nú öllu gamni, þá get ég sagt þér það, að aldrei hefur neitt komið fyrir mig á bílnum þessi ár. Það er náð eins og annað. Allt er í raun og veru náð". Svo gengur gesturinn í bæinn. C5 igurður er tímanlega á fótum með morgni og ekki svefn á honum að sjá, þótt seint hafi verið gengið til náða kvöldinu áður. Hann er málhraifur að vanda og fellst fljótlega á þá tillögu mína, að ég punkti niður eitthvað af því, sem okkur fer á milli. „Já, ég er Svarfdælingur, fæddur að Hnjúki í Skíðadal árið 1879. Faðir minn bjó að Hnjúki, einnig afi minn og lang- afi. Jörðin er enn i ættinni. Jón föðurafi var búmaður og nokkuð snöggur upp á lagið, að sagt var, en amma svo skaphæg, að hún haggaðist aldrei. Hún hét Ingi- björg. Sú saga gekk um afa, að einhverju sinni í gleðskap haíi hann lýst skaps- munum konu sinnar á eftirfarandi hátt: Hún er einkennileg hún Imba. Þegar ég er reiður og siga hundunum á kvíaærn- ar, svo að þær tvístrast í sína áttina hver, segir hún bara: Þetta gerir ekkert til, Jón minn. Nú losna ég»við að mjólka. Og þegar ég brýt hrífuna hennar og kasta brotunum langar leiðir, minnir hún mig hógværlega á, að nú þurfi hún Sigurður Þóroarson ekki að raka. Feli ég fyrir henni búr- lyklana af stríðni, segir hún ekkert ann að en það, að hún þurfi ekki að vafstra við skömmtulag á Hnjúki. En taki ég aftur á móti strákinn, hann Þórð, og 'hendi honum á hausinn fram af hlaS- varpanum ætlar hún hreint vitlaus að -verSa. Það voru samt ágætir partar í afa alveg eins og föður minum og langafa, þótt allir væru þeir nokkuð skapstórir og ákaflyndir, enda búsýslumenn mikl- ir, Sú sögn gekk um Þórð langafa, að þegar hann lá banaleguna og var nær dauða, hafi hann snarað sér framaná roorgun einn og sagt um leið: Ekki dugar þessi skratti. Aldrei gengur á Hnjúks- völl. En þetta var á túnaslætti. Var þetta síðan haft að orðtæki í Svarfaðardal." „Þú hefur þó ekki verið annar eins ákafamaður og þeir langfeðgar þínir 4 Hnjúkj". „Ég hef aldrei verið neínn sérstakur ákafamaður. Náttúrlega hef ég unnið og gert taisverðar kröfur til fólks míns. Þó hefur einhvern veginn svo farið að skap- azt hefur varanleg vinátta milli míri og þeirra, sem hjá mér hafa unnið. Ber ég óblandinn velvildarhug til þess fóiks alls o'g hefur verið yel fagnað, þegar ég hef heimsótt það á síðari árum". „Húsfreyjurnar á Hnjúki hafa haft aðra skaphöfn en bændurnir". „Já, það var nú öðruvisi. Móðir rnín hét Halldóra Jónsdóttir Péturssonar frá Hólárkoti. Hún var mikil trúkona og gæðamanneskja. Ég heyrði hana aldrei tala ljótt orð, og hún mátti ekkert aumt sjá. Hún kenndi mér bænirnar og vers- in, sem ég les enn í einrúmi og tel mér ómetanlegan auð, sem aldrei fer frá mér". „Varstu alinn upp við knöpp kjör?" „Ekki í fátækt. Hnjúksheimilið var talið með þeim efnuðustu í sveitinni, og pabbi var mjög duglegur að afla bæði með veiðiskap og á annan hátt". „Sjósókn?" andi borgarstjóri Fiorello LaGuardia var mikill tónlistarunnandi og var það hans mesta hjartans mál fyrir utan að leggja fiugvöll í New York að sjá svo til að reist yrði tónlistarhöll, þar sem m. a. yrði ópera. Viðleitni hans til sam- starfs við Rockefeller fjölskylduna slrandaði hinsvegar á eindreginni and- stöðu Roberts Moses, þess sem skipu- lagði yfirstandandi heimssýningu. Hafði Moses þá yfirumsjón með opinberum byggingarframkvæmdum og hafði i etarfi sínu mætt andstöðu ýmissa efn- aðra einstaklinga. Tók hann þá stefnu, eð óperan væri deyjandi listgrein, sem almenningur kærði sig ekkert um, en broddborgar héldu dauðahaldi í vegna samkvæmislífsins. s-i á nú málið niðri um langt ára- bil. Að lokinni heimsstyrjöldinni síðari var skipaður nýr forstjóri Metropolitan óperunnar, Charles M. Spofford. Hann og stjórn óperunnar vildu gjarna, að hún yrði áfram í gamla húsinu, sem byggt var 1883 — þeir höfðu tekið við það ástfóstri. En eftir að hafa varið 25.000 dölum til endurbóta, varð þeim ljóst, að óhugsandi yrði að gera það svo úr garði að svaraði til kröfum tímans. Var nú farið á stúfana í leit að lóð fyrir nýtt hús. Fljótlega varð ljóst, að óperan réði engan veginn við að kaupa lóð annars staðar en í þeim bæjarhlut- um, þar sem verið var að rífa niður gamlar og fú,nar byggingar — í fátækra hverfunum. Og enn var við að eiga Robert Moses, sem nú hafði með að gera skipulag borgarinnar auk annarra 6tarfa. Hann bauð fram lóð hjá Green- wich Village, rétt suður af Washing- Square þar sem Washington Square village er nú — en sá staður þótti ekki heppilegur. Nokkru síðar fékk Moses þá hugmynd að byggja vestan við Columbus Circle sem óperu- stjórninni þótti ákjósanlegur staður — en þegar til kom dró hann að sér hönd- ina og lét reisa þar geysimikinn sýning- arsal „Coliseum". Því næst fékk Moses augastað á hverf inu umhverfis Lincoln Square, þar sem Broadway og Columbus Avenue skerast. Þetta var leiðindahverfi, niðurníddalfe íbúðarblokkir á alla vegu. En allt átti þetta að rífast niður — borgin hugðist kaupa landið og skipuleggja það allt að nýju. Málið var reifað í rúmt ár, vegið og metið það sem mælti með og móti. Loks í ársbyrjun 1955 setti Moses úr- siitakosti — annaðhvort skyldi landið keypt og greitt fyrir lok næsta júlí- mánaðar eða ekkert yrði af samningum. Og það réði úrslitum. Hafizt var handa um fjársöfnun og Wallace Harrison tók enn að gera upp- drætti áð nýju óperuhúsi. Þegar til kom var það hann, sem átti hugmyndina að því að bjóða New York Philhar- rnonic hljómsveitinni þátttöku. E inmitt um þessar mundir hafði hljómsveitinni verið sagt upp leigusamn ingnum við Carnegie Hall. Átti að selja húsið, þar sem útlit var fyrir að það yrði rifið. Hljómsveitinni var að visu gefinn kostur á að kaupa, en taldi það ekki rétt. Þess í stað var ákveðið að reyna að byggja eigið húsnæði. Forseti Philharmonie Society, Arthur Hough- ton, kallaði til skrafs og ráðagerða kunn ingja sinn, arkitektinn Wallace Harri- son, sem sagði honum þegar hvað til stóð hjá Metropolitan. Houghton og Spofford hittust þegar að máh, íhuguðu hvað gera skyldi og komust að þeirri niðurstöðu, að sjálf- sagt væri að hafa samvinnu og að þeir þyrftu að fá til liðs við sig einhvern Rockefeller. Varð úr, að þeir sneru sér til Johns D. Rockefellers III., elzta bróð- ur Nelsons, sem þótti líkjast mjög afa sínum, bæði i útliti og því, að hann hafði hreint engan áhuga á músik. Fyrstu viðbrögð Johns D. III. við mála leituninni voru að kalla saman til fund- ar 20—30 manns, sem hann þekktti að miklum áhuga á tónlist. Spurði hann hvort þau héldu, að borgin þyrfti á að halda nýju óperuhúsi og hljómleikasal, og fékk einróma játandi svar. Sam- þykkti hann þá að verða formaður nefndar, sem kölluð var Exploratory Committee for a Musical Arts Center. En eftir því sem John D. Rockefeller ræddi við fleiri um þetta mál, tók að renna upp fyrir honum sá möguleiki að ráðast í ennþá stórfelldari fram- kvæmdir. Frá vini sínum Lincoln Kir- stein, framkvæmdastjóra New Yoi-k City Ballet vissi hann, að ekkert leikhús var til í New York borg, sem hentaði vel fyrir ballettsýningar. ASrir kunn- ingjar hans, sem áhugasamir voru um leiklistarmál, kvörtuSu sáran yfir því, aS í New York væri ekkert Repertory ieikhús eins og í öllum stórborgum Evrópu. Og sjálfum fannst honum æski- legt að sú listamiðstöð, sem reis og si- fellt stækkaði í huga hans, yrSi jafn- framt menntasetur. H£ laustiS 1955 hóf nefndin reglulegt fundahald á hálfs mánaðar fresti. Var rætt fram og aftur um fyrirhugaða lista miðstöð, hversu víðtæk hún skyldi vera, tilgang hennar og tilhögun, hugsanlegan fjárhagsgrundvöll bæði til bygginga- framkvæmda og reksturs. Þegar sam- komulag hafði náðzt um, aS Lincoln Center skyldi verða miðstöS túlkandi listgreina og kennslu sneri nefndin sér til Juillard-skólans. Stjóm hans, eink- *' um forseti, William Schumann, hreifst fljótt af hugmyndinni — og ákvað þátt- töku. í júni 1956 höfðu allar meiri háttar ákvarðanir verið teknir. Lincoln Center skyldi rísa af grunni. Þau vandamál, sem risið hafa sl. 8 ár vegna framkvæmdar þessa stórvirkis eru meiri og flóknari en svo, að unnt sé að rekja þau hér. Má geta nærri, að Lincoln Center rís ekki átakalaust. Þar hafa margir aðilar lagt hönd á plóginn og sennilega álíka margar andstæðar skoð anir á málunum komið fram. Kostnaður við byggingaframkvæmdir hefur hvað eftir annað farið framúr áætlunum og gera þarf magvíslegar fjárhagslegar ráð stafanir til þess, að unnt verði að upp- fylla þær vonir, sem við rekstur Lin- coln Centers eru bundnar. En þróunar- saga Lincoln Centers gefur vísbendingú um, að þeir stórhuga einstakilingar, sem fyrir framkvæmdum hafa staðið — með John D. Rockefeller í fararbroddi — muni kappkosta að leysa öll fyrirsján- leg- og ófyrirsjáanleg vandamál. Þeir munu sjá túlkandi listamönnum fyrir fullkominnj starfsaðstöðu — síðan er það listamanna og almennings að sýna, að þeir meti það að verðleikum. — mbj. 38. tbl. 1964 ¦ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.