Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 10
Mr essi nndarlegu og óskiljanlegu hlaup voru að koma í Kötlukvísl öðru hvoru allt þetta ár og næsta sumar. Þá var Sveinn læknir Pálsson þar á lerð og lýsir hann því svo: „Þann 23. júlí 1824 í fögru og góðu sumarveðri, var ég snemma dags á ferðareisu, heimleiðis austan úr Skaft- Artungu, efsta veg utan yfir Kötlukvísl, með alvönum en hugveikluðum vatna- manni — fyrr meir hafði hann um vetr- ardag komist Mfs af í vatnsfalli þegar •amferðamaður hans fórst, en hann gat ei bjargað. — Vatnsfallið sjálft vel svo breitt sem Ölfusá í Óseyri, lá nú kyrt og rann í fram með hægð, að líkindum hesti várla í kvið, en þegar við áttum spölkorn eftir út að því, risu á auga- bragði við vesturlandið öldur svo háar, eins og állrastærstu brimsjóir við land, svo huldi upp í miðja Hafursey (skammt fyrir vestan kvíslina) með hávöðum og fossagangi úr hófi, svo ófært sýndist með öllu vestur yfir. Varaði þetta rúm- an fjórðung stundar, þangað til allt smálagði sig aftur og varð eins kyrrlátt sem áður, þá við í flýti áræddum út yfir, og fylgdarmaðurinn strax til baka aust- ur yfir, en í því hann náði eystra landi, reis aftur viðlíka ólag sem hitt, er þó til lukku ekki náði honum til riða". iv3 veini lék nú hugur á að athuga hvernig stæði á þessum náttúruundrum, og varði hann deginum til þess. Ekki komst hann að sjálfu jökulgljúfrinu fyrir jökulhrauni og óbotnandi gryfj- um á milli. En hann tók eftir því, að það var eins og vatnið minnkaði þar þegar öldukast kom upp i ánni þar fyrir neðan og hún óx óskaplega. „Sá ég síðan glögglega, að hvar þetta ætlaði að reisa sig, bungaði fyrst vatnsbotn- inn upp meira eða minna eftir sem öldu kastið síðan varð. Upp úr nefndri bungu vall þá bráðum drjúg vatnsspýting, með smájakagangi, og nú komst sá lausi ár- botn fyrir framan og ofan allur á ferð og flug í einu augabragði, og sást þá, að téðar öldur mestpart voru aureðja, sem vatnið, er upp spýttist rótaði upp til og frá, þangað til allt gat slétt sig aftur. Kæmi þetta víðar en í einum stað i einu, varð þeim mun meira Öldu- kastið á eftir". Sveinn gizkaði á, að ástæðan til þessa fyrirbæris væri sú, að jökulsporðurinn mundi vera sokkinn djúpt í sand. Vatn- . ið, sem kæmi undan aðaljöklinum, mundi gera sér farvégu undir jökulbrún ina. Þessir farvegir eða framrásir gæti auðveldlega stíflast af aur og leðju, og þyrfti vatnið þá að brjóta sér nýja framrés undir jökulsporðinn, en við það að þessar framrásir opnuðust, kæmi hinn miklí vatnspýtíngur í kvíslina. Og vegna þess hvað jökulbrúnin stæði djúpt í sandinum, væri krafturinn á vatninu margfaldur þegar það ryddist upp í kvíslina nokkru neðar. N< ú Iiðu fimm ár. Þá fékk Pétur Stephensen, sonur Stefáns amtmanns Stephensens, veitingu fyrir Ásum í Skaftártungu og vígð'ist þangað (1828). Hann hafði áður /búið í Þingnesi í Borg- arfirði. Þá um sumarið fór hann að flytja sig austur. Ólafur sekreteri Stephensen í Viðey hafði keypt hinn annálaða reiðhest séra Páls Ólafssonar eftir hið sviplega frá- fall hans. Og nú léði hann frænda sín- um, séra Pétri, hestinn í ferðalagið aust- ur. Var þetta talinn einhver bezti og traustasti vatnahestur, sem völ var á. Kom það sér vel í slíkum ferðum að hafa góða og örugga hesta, því að mörg vond vötn voru á leiðinni og öll óbrúuð. Hesturinn reyndist ágætlega og bar séra Pétur örugglega yfir Markarfljót og Jökulsá á Sólheimasandi og öll hin minni vötn á leiðinni. En þegar komið var austur að Kötlukvísl átti að fara yfir hana á þeim slóðum þar sem slysið varð 1823. En þar stakk hesturinn við fótum og vildi með engu móti leggja út í kvíslina. Séra Pétur reyndi fyrst að fara að honum með góðu og lempa hann til, en er það bar ekki neinn ár- angur, tók hann að beita hörku og berja hestinn miskunnarlaust með svipuól- inni. Varð þarna mikið þjark á milli þeirra, en að lokum lét klárinn Undan og fór á eftir hinum hestunum út í vatn- ið. Gekk yfirferðin að óskum og gerðist ekkert annað sögulegt í það skifti. Séra Pétur var kvæntur Gyðríði Þor- valdsdóttur sálmaskálds Böðvarssonar, og með henni fór austur systir hennar, Sigríður Þorvaldsdóttir, sem varð fyrri kona Ásgeirs bókbindara Finnbogason- ar frá Finnbogabæ í Reykjavík. Hún var þá ung að aldri. Ekki mun séra Pétur hafa dvalist lengi fyrir austan að þessu sinni.. Og er hann fór aftur slóst Sigríður mág- kona hans í för með honum. Var henni þá fenginn hinn ágæti reiðhestur, er átt hafði séra Páll Ólafsson, og var talið að hann mundi ekki muna mikið um að halda á henni. Gekk svo ferða- lagið að óskum vestur á Mýrdalssand. En er komið var að örlagavaðinu á Kötlukvísl, stakk hesturinn við fótum undir stúlkunni, og rétt á eftir hneig hann niður og var þá steindauður. Þessa sögu ritaði séra Þorvaldur 1 Holti syni sínum, séra Böðvari á Mel, og er það nægur vitnisburður um að sagan er sönn. K Iver vill skýra þessa sögu? Ekki þeir, sem halda því fram, að dýrin sé „skynlausar skepnur", hafi enga hugsun, tilfinningar né sál. Sá sem vill skýra söguna, verður hispurslaust að álykta að þessi hestur hafi haft sál. Mennirnir, sem komust lifandi úr Kötlukvísl 14. september 1823, munu hafa verið svo flaumósa og skelfdir, að þeir tóku ekkert eftir því hvernig hest- arnir björguðust úr flóðinu og sandkvik- unni. Þeir munu hafa haft allan hugann við afdrif ferðafélaga sinna. En gera má ráð fyrir því, að hestar þeirra Þór- arins sj'slumanns og séra Páls hafi bjarg azt með naumindum. Þegar flóðbylgjan, þykk af auri og sandi, skall yfir, munu hestarnir hafa misst fótanna og mennirnir orðið þeim viðskila. Hestum er mjög hætt við aS kafna er þeir færast skyndilega í kaf, 'og geta ekki verið í kafi nema örstutta stund. Það er því víðbúið að hestar þeirra sýslumanns og prests hafi verið komnir að því að kafna þegar þeir náðu landi, og að ógn og skelfing dauðans hafi gagntekið þá meðan þeir voru á kafi í flóðinu. Þeir hafa fengið áfaíl, og Sveinn læknir Pálsson hefir það eftir kunnugum mönnum, að hestarnir hafi ekki orðið samir lengi á eftir. Hestur séra Páls barst frá heima- sögum sínum í fjarlægt hérað og mun hafa náð sér að ytra áliti, því að enn var hann talinn „mikið afbragð annara hesta". Fimm árum seinna ber hann aftur að slysstaðnum, og þá rifjast allt upp fyrir honum. Endurminningin vekur hjá hon- um skelfingu. Hann, sem aldrei hafði hikað við neina torfæru, stingur nú vi3 fótum og vill ekki fara lengra. En mað- urinn, sem skilur ekki tilfínningar hans. lemur hann út í vatnið. Hverjar voru hugrenningar klársins á meðan hann var að svamla yfir Kötlukvísl? Reynið að setja yður í spor hans, og þá munu svipaðár hugrenningar vakna hjá yður. Nokkrum dögum seinna kemur hann óþreyttur að Kötlukvísl, einmitt á sama stað og hann lagði út í kvislina með Pál prest fyrir fimm árum. Þá þyrmir yfir hann aftur og vera má að jafnframt óttanum við gerninga fljótsins hafi skot- ið upp endurminningunni um afdrif elskaðs húsbónda. Og þegar hann stend- ur í sömu sporum og hann stóð 14. sept- ember 1823 á kvíslarbakkanum, þá verður geðshræringin svo sterk að hann yfirbugast og hnígur dauður til jarðar. Hver þorir svo að kalla hann „skyn- lausa skepnu"? / LANDSBOKASAFNI Framh. af bls. 8. faafi glatazt fljótt, vegna þess hve siða- bótamönnum var annt um að koma öllu, er minnti á kaþólska trú, fyrir kattarnef. Þegar Jón Arason lézt voru til á Hól- tun 17 eintök af Breviarium Holense, en 19 árum síðar voru aðeins tvö eintök bókarinnar til þar. Síðasta eintak bókar- innar, sem vitað var um í heíminum, brann í brunanum mikla í Kaupmanna- höfn, en það var í eigu Árna Magnús- 'sonar. í Svíþjóð eru til tvö bloð, sem sterkar líkur benda til að séu úr Breviarium Holense. Bókin hafði að geyma latnesk vers með hinum feg- OtfcM&s ^íommw ¦¦ ®®*fíttt| I@?HlMia ¦•»í 3 Hífí-'tð ':#8$m>\tii ttp^ztu í ístii ftwfrímnfytiifeirttiiimi ?<S(ic ™|t»« flfiíte &H>it>ememt<KKii ?*$m Ximmtzvt '&),;?;«<<< tttfQstáiÁi ! -ifr>r|iii*<';V.'uljit»Jí» fjf: "r'Í. '?."'m}í ^' Ni *í'> <5»í»;!: d&t twUtttttx •.» m&m tnmti ' pg fi^» t !•«»-' -iftiif.'m PiiSí/f: .„i a tafiiwi fítftý. J{ . &mmtivt%*aa&&:.zvA(ií:i W^ptniftlíil'aftm^fi- i^'péí __<W \ttím&eííÍ9zi föl<<ilte<rm< íK<fí;:: CV v- :• '¦ K/ínr u^ft13<"r vfii-im gíft?vv f«fff^,r pím *^if^ ......S8?iíp?}i»"pill fifiwfriJíW I !*!«fri£r. SMfflfiWilíiífflir^frii.- ,: .iíkísií,': SJa<*fií«i<»cfT,Vit,»5v'mffoíiirc.mifgif^<ifí<i. itM .:::;: ^UÚ j f:<» tftli p» f'JíSÍ ^3ef «5 J>«if 3. f?tffj, þirfk ÍfSftíí :. ¦:• ÍU,'< f«t tá ^WimittthXilt. fjia<S5ll!r«>.1»<íl » iíít, ¦ ': ::J.^:feí<!:r^f^ f 1.,-íl'..; ííii; << <|:.?ísf í^fíf ^;tif<l|í l)h.i : : [i<» ' • * ' < ' m><xt<>t*tM-*4»i$™ tj r ^<t Mf!« s ,<>.! 4t4 tif ftfif ^m i a íHil&fái Úr Guðbrandsbiblíu. urstu lögum, að sögn Grunnavíkur-Jóns, en hann sá bókina og handfjatlaði hana. Prentarinn, sem Jón Arason fékk hing- að til lands, var sænskur, og hét Jón Matthíasson. Hann var vel menntaður og greindur maður, enda voru hinir helztu prentarar á 15. og 16. öld hálærð- ir menn, vísindamenn og háskólakenn- arar. Jón Arason veitti Jóni Matthías- syni, sem var prestur, Breiðabólsstað í Vesturhópi. Prentsmiðjan var flutt þangað um leið og Jón tók við presta- kallinu, en áður hafðí hún verið á Hólum. Til Hóla var prentsmiðjan flutt á ný ekki síðar en 1572, fyrir forgöngu Guð- brands biskups Þorlákssonar. Fyrsta bókin, sem Guðbrandur lét prenta, hét „Lífsins vegur" eftir Níels Memmingsen, en hana þýddi biskup sjálfur. Frá 1578 til 1624, eðá um nær fimmtíu ára bil, var prentuð að minnsta kosti ein bók á ári í Hólaprentsmiðju. Þar var á meðal Guð- brandsbiblía prentuð 1584. Segir séra Arngrímur Jónsson, að Guðbrandur hafi haft sjö menn sér til aðstoðar við prent- un. biblíunnar, enda var það mikið verk og erfitt. Biblían var prentuð í 500 ein- tökum, og kostaði hver bók 2—3 kýr- verj. VFuðbrandur biskup studdist við þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu við útgáfu biblíunnar og breytti henni lítið. Einnig_ notaði hann þýðingar Odds á nokkrum hluta Gamla testamentisins og þýðingar Gizurar biskups Einarssonar á öðrum köflum. Höfðu þeir Gizur og Oddur ætlað að ljúka við þýðingu alls Gamla testament- isins og láta gefa það út, en þeir luku ekki við hana að fullu áður en Gizur lézt. Guðbrandur þýddi það, sem á vant- aði, áður en hann gaf út biblíu sína. Upphaf prentverks á íslandi um miðja 16. öld á vafalaust mikinn þátt í varð- veizlu tungunnar. Um þetta segir Páll Eggert Ólason m.a. í bók sinn Menn og menntir: „Yfirleitt fá íslendingar ekki fullþakkað það Oddi Gottskálks- syni, Gizuri biskupi og öðrum frum- kvöðlum siðaskiptanna, hve mikla alúð þeir lögðu við það að þýða á íslenzku guðsorðarit sín. Hefur útlendri tungu aldrei opnazt jafn greiður vegur til inn- göngu í ísland sem í upphafi siðaskipta- :': '¦ . .. ' : .'¦¦... Í* J> !• >. : ..'¦.¦¦ ,' *«t iw'ígfái tqxi > i s.i!. 2>iul>> <'¦ i ¦>. ;¦:' aldar. Það sjá menn jafnskjótt sem menn hugleiða það, að á þeirri öld er ekki eingöngu um að ræða misjafnan sið runninn frá útlendri þjóð og knúinn fram af sterku útlendu valdi, heldur og um nýja bókagerð, er leiddi af fundi prent- listarinnar, áhrifameiri miklu og víð- tækari en hina eldri. Mönnum má enn betur skiljast, hver hætta var hér búin íslenzkri tungu, ef menn líta á sögu Norðmanna samtímis og siðaskiptanna. Siðaskiptin í Noregi á 16. öld leiddu þar til fullrar glötunar hinnar fornu tungu og allra sjálfstæðra bókmennta um marg ar aldir". — S. J. '.,,:;.:':'. :-:::íi:y ' ¦"""•_ -. I Úr sálmabók Guðbrands bisbups. — Til vinstri: prentað blað, til hægri: teikning séra Lárusar Halldórssonar. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 58. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.