Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 21
SJÁ SÁÐMABUR GEKK ÚT AÐ SÁ. Og er hann var að sá féll sumt við göt- una — í grýtta jörð — meðal þyrna. En sumt féll í góða jörð og bar ávttxt. vopni, hinn me'ð penna. Vitað er að kornmúnisk riki verja árlega alltað því 600 milljónum enskra punda til útgéfu lestrarefnis, einkum fyrir þjóðir, sem eru að verða læsar. bands Biblíufélaga, hefur Hið íslenzka Biblíufélag nú auknum skyiduim a'ð gegna. F, F. jarri fer að úrræðaleysis eða upp- gjafarhugsunarháttar gæti hjá Jseiin mönnum kirkjunar, sem þessum málum eru kunnugastir og láta Jiau sem til sín taka. Kristin kirkja hefur frá uppihafi unnið eina sigra í trausti til máttar fagnaðar- erindisins, sem Kristur trúði henni fyrir og bauð að bo'ða skyldi öllum þjóðum. Eins lengi og að svo miklu leyti og hún verður þeirri köllun trú, munu hvíta- sunnu undur gerast, líkt og í frum- kristni, líkt og með siðbót Lúthers, Ukt og enn vottar fyrir, í flestum löndum beims. Á fulitrúafundi Bibríufélaganna' í Tokyo 1963, var einróma samiþykkt að þau ynnu sem eitt félag væri að því, að þrefalda útgáfustarfsetmi sína á næstu þrem árum, — að sjá til þess að hvert kristið heimili eigi sína Biblíu, a'ð hver Bem kristið nafn ber eigi sitt Nýja testa- menti, — og að allir aðrir eigi að minsta kosti eitt Biblíurit, séu þeir á annað borð læsir. Fulltrúafundurinn hvatti kristna söfn- uði til aukins fjárhagslegs stuðnings við Bibliufélögin og til fyrirbæna. , i fíem eitt af aðildarfélögu>m Heimssam- yrsta janúar síðast liðinn hófst lestur ensku Bibliunnar frá útvarps- stöð í New York, — en í henni eru 31.173 vers. Lesturinn byrjaði kl. 6 að morgni, með upphafsorðum fyrstu Mósebókar: „í upp hafi skapaði Guð himin og jörð". Síðan var lesið 18 klukkustundir á hverjum sólarhring, e'ða frá kl. 6 að morgni og til miðnæturs. Þegar lesin voru síðustu orð Opinberunarbókar: „Náðin Drott- ins Jesú sé með hinum heilögu", kom í ljós, að lestur Biblíunnar allrar hafði staðið yfir í 102 klukkustundir. Lestur önnuðust 1.376 konur og karl- ar, valdir sjálfboðaliðar allssta'ðar að í landinu, og lásu sem nsest 2S vers hver. Þannig sameinuðust fulltrúar evang- elískra kirkna allra í Bandaríkjunum um, að lesa Biblíuna alla fyrir þjóðina alla. Og útvarpstæknin gerði þeim það mögulegt, og túngan. — Ég get þessa af því að mér finnst það fögur ímynd sameiginlegs höfuð- verkefnis kristinnar kirkju í heiminuon, sem æ fleiri gefa sig að. Þetta er að ger- ast. Málvísindi sfðari ára og útvarps- tæknin er kirkjunni svo dýnmæt Guðs- gjöf, að nú blasir fyrir sjónum kristinna manna, bókstafleg uppfylling spádóms- orða Krists, er hann mælti til lærisvein anna: Þessi fagnaðarhoðskapur um ríkið mun prédikaður verffia um alla heimsbyggð- ina, til vitnisburðar öllum þjóðum, og þá mun endirinn koma. Þá er takmarkinu náð og endurkoma Krists fyrir dyrum. Daubi, ég óftast eigi Framh. af bls. 13. * þeirra lýsir barni og móður. Hinn deyj- andi maður faðmar fætur Jesú og sýg- ur sár hans, „eins og ibrjóstbrunna tvo — barnið örþyrsta." Hin líkingin felst í orðunum": í sárum Jesú mig sætt inn vef." Hið innilega trúnaðartraust birtist eí til vill skýrast í sálminum: „Guð komi sjálfur nú með náð", þar sem skáldið niinnist alls þess, sem guð" hafi fyrir hann gert, og hvernig hann ávalt hafi getað treyst honum. Hann minnir á orð guðs, skírnina, heilagan anda, fyrirgefn ing syndanna. „>ú hefir fyrri fyrir mig strítt, fengið mér sigurmerkið nýtt". Hallgrímur Pétursson hugsar ekki að- eins um andlát sitt, heldur og fólkið, sem kemur við sögu, er hann er kall- aður brott. Hann hugsar um líkmenn- ina, sem eiga eftir að sópa moldinni of- an í gröf hans, prestinn, sem á að jarð- syngja hann, og hann minnist þeirra, sem vaka yfir honum. Hann biður fyrir ástvinum sínum, að guð annist þá og geymi, og sé þeim einnig nálægur, sáð- ustu S£.mverustundirnar, • „eins méðan erum vér öll hér á lífi." Hann hugsar til endurfundanna, þegar hann fær fund- ið þá aftur „fagnaðarglaða". Hallgrímur hugsar til sjálfs andlátsins með rósemi. Hann biður um hæga dauða stund. Hann biður þess, að trú hans hald ist, og honum auðnist að 'veita sakra- mentinu viðtöku. En hann óttast, að svo kunni að fara, a'ð hann glati ráði og rænu, og því biður hann guð þess, að hann láti engin ljót orð falla af vörum sínum, og láta ekki syndina saurga hjart að. Loks biður hann þess að mega fara sáttur við sérhvern mann. Það er svo ótrúlega margt, sem Hall- grími verður hugsað til á banabeði sín- um, jafnvel bfður hann þess, að engum standi ótti af honum dauðum. Hann þekkir öld sína, og veit, að hræðslan við hina dánu á sér varla nokkur takmörk. Sjálfur er hann ekki hræddur við að deyja. „Angráð" er öndin hans, þegar þrautirnar herða að, og hann finnur mátt sinn þverra. En ofarlega í huga hans er 'bikarinn, sem réttur er að lausnaran- um í Getsemanegarðinum, og orð Jesú á krossinum bergmála hið innra me'ð hon- um. Þá minnir kveðskapurinn hvað eftir annað á pssíusálmana, og andlátsorð Krists biður hann Guð að .„líma" í hjarta sitt, ef hann eigi eftir að missa málið, svo að hann geti eigi haft þau yfir upphátt. Þá er hann sannfærður um, að hann ver'ði hólpinn og Jesús snúi andliti sínu að sér, „eins og til Péturs forðum." VT. Það kann að vekja eftirtekt þeirra, sem nú á dögum lesa andiátssálma séra Hallgrims, að hann minnist þar hvergi á þá von sína að njóta að nýju endur- funda við þá ástvini sína, sem dáið hafa á undan honum. í nútímaljóðum um dauðann ber all-aniklu meira á þeirri hugsun. En í erfiljóðum eftir Steinunni litlu dóttur sína, mörgum árum áður, hafði hann huggað sig við þá stund, þegar hann færi sjálfur heim. „Ó, hvað sætir samfundir seðja þá okkar geð, um eilífar æfistundir að lifa Drottni með". Og ennfremur: „Því mun ég þig með tárum þreyja af huga sárum, heim til þess héðan fer." Þessa von hefir hann vafalaust einnig borið i brjósti, þegar hann fann dauða- stundina nálgast. En endurfundavon Hallgríms beinist fyrst og fremst að Jesú, og síðan að samfélagi Guðs barn* á himinum, „í bindini barna þinna — blessun láttu mig finna". Og í því „bind- inni" er Steinunn litla og sjálfsagt fleiri, sem Hallgrími hefir þótt vænt im á jörðinni. Öld séra Hallgríms hefir ekki mikinn áhuga á því að gera sér fjöl- breyttar hugmyndir um lífið eftir dauð- ann. Eins og hér hefir nokkuð verið rak- ið, beindist abhyglin að dauðanum með öðrum hætti. Hann var „máttarvaldið", sem maðurinn var háður og þurfti þó a'ð ganga á hólm við. Úrslit þeirrar bar- áttu voru öllum kunn. En trúin á það vald miskunnarinnar, sem var máttugra Dauðanum, hafði tekið manninn að sér. Því var. unnt að mæta dauðanum með öryggi og bjartsýni, þrátt fyrir allt. Þannig hefir til orðið sigursöngur sá, sem islenzk kristni hefir sungi'ð og syng- ur enn; „Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt. í Kristi krafti ég segi: Kom þú saell, þegar þú vilt." Hvort sem þessi trú birtist í hinum bljúgu andlátssálmum, í passíusálmun- um eða í sálminum um dauðans óvissan tíma, er hugsunin hið sama: Dauðinn tapaði, en drottinn vann." Jakob Jónsson. HAGALAGÐAR GÓÐ HEIMSÓKN Á einmánuði þessa veturs bar það til í Fljótum, að maður nokkur, er Ingimundur hét Björnsson, er bjó að Minnaholti, kominn á efra aldur, frómur og fáorður gekk að liðnum degi í heytótt sína að .leysa hey til gjafar, 6g er hann hafði litla hríð , leyst heyið, og var jafnframt því að lesa fræði sín, sá hann, að hjá honum stóðu að snöggu bragði þrir menn í i hvítum klæðum síðum, allfagrir og hýrir ásýndar. Ekki varð honum að J nokkru bilt við, og hélt áfram lestri 1 sínum og leysti heyið sem áður. Mennirnir stóðu um hríð og horfðu á hann og litu um sdðir hvoc til annars og brostu við. Er stund var liðin leit Ingimundur undan, og horfði brátt aftur þangað í veg, sern mennirnir stóðu. Voru þeir þá horfn- 7 ir og sá hann þá eigi meir. 1 (Annálar, áa- 16&1) i Með ágætiseinkunn Það gerðist ennfremur á þessu ári, í fyrsta skipti í sögu latínuskólans, að námsmaður var brautskráðuc þaðan sem stúdent me'ð ágætis- einkunn. Stúdentinn var Hallgrímur Sveinsson (prófasts Níelssonar) seinna dómikirkjuprestur og biskup. (Árbækur Reykjavíkur 1863) Fyrir einni öld. \ Um haustið fór fram alþingiskosn- ing í Reykjavík, 29. sept. Af 112, sem á kjörskrá voru, greiddu 72 atkvæði. Kosningu hiaut S>veinbjörn kaupmað ur Jacobsen með 41 atkv., en vara- þingmaður var kosinn Magnús Jóns- 1 son bóndi á Bráðræði. (Árbækur Rvíkur 1864) Sveinbjörn settist aldrei á þing, og sat Magnús á þingunum 1865 og '67. S8. tbl. 1964 -.LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.