Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 12
Legsteinn Hallgríms Péturssonar í Saurbæ. að það er hin ódauðlega sál mannsins, sem orðið hefir útlæg frá eilífri gleði við Adams fall (17, 9) En „hættu og hörmung þá faerrann minn, Jesú sá, önd vora af ást og mildi úr útlegð kaupa vildi." (17,33) Og það er ekki aðeins útlegðardómur, heldur einnig fangelsisdómur, er vofir yfir manninum: „í dauðans myrkum jeg, dæmdur þræll dragast átti til pínu, en þú tókst, Jesús, son gu'ðs sæll, saklaus við straffi mínu, þanninn tilbjóstu ljóssins leið ijómandi sálu minni þó lífi hér linni, andláts kvölum og kaldri neyð kvíði' ég því öngu sinni". (9,8.) Og loks má minna 25. sálminn, ekki sízt 9. versið: „En með því út var leiddur ídsærður lausnarinn, gjörðist mér vegur greiddur í guðs náðarríki inn og eilift líf annað sinn, blóðskuld og bölfan mína burt tók guðs sonar pína. • Dýr'ð sé þér, drottinn minn." Það er ekki- ætlun mín að gera hér grein fyrir því, hvers vegna friðþæging- arkenning rétttrúnaðarins hefir verið gagnrýnd af seinni tima guðfræðingum. Þess skal þó getið, að bún þykir ein- angra hjálpræðisgildi dauða KrLsts frá lífi hans, og ennfremur bindur hún rétt- Jætishugtakið um of við réttlætiskröfur, tem ekki eiga sér sto'ð i kristinni guðs- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- hugmynd, heldur í fornu réttarfari, sem byggðist á því, að einn gæti orðið dæmd ur í annars stað. í þriðja lagi gerir hún frekar ráð fyrir því, að það þurfi að blíðka guð heldur en að sætta mann- inn við guð, smbr. orð Páls: Það var guð, sem í Kristi sætti heiminn við sig (II. Kor. 5,19). í fjórða lagi gengur þessi kenn ing íramhjá því atriði, að heiðnar forn- þjcðir lögðu annað og meira í sjálft fórnarhugtakið heldur en sektar— greiðsiu. Orð eins og fórnardauði og lausnargjald áttu sína sögu, og vilji menn skilja, hva'ð í þeim felst, þegar þau koma fyrir í Nýja testamentinu, er nauðsynlegt að gefa þeim víðtækara og dýpra innihald en það, sem friðþæging- arkenning rétttrúnaðarins eignar þeim. Þetta gerir Hallgrím Pétursson raunar einnig, ekki sízt í þeim versum, sem gefa til kynna hið mystiska í trú hans, t.d. þá Jesú-hjarta-mystik, sem var að sumu leiti miðalda-arfur en að öðru leiti undanfari þess trúarlífs, er síðar þró- aðist yfir í heitttrúarstefnuna. Um þetta hefi ég nokku'ð rætt í grein minni um asmlíkingar í Passíusálmunum og birt- ist á sinuim tima í Kirkjuritinu. En þó að vér gagnrýnum friðþægingarkenn- ingu þá, sem Hallgrímur aðhyllist með samtíð sinni, má ekki láta sér sjást yfir tvö atriði, sem eru veigamikil til skiln- ings á Passíusálmunum. Anriáð af þessu tvennu er sú stað- reynd, að í sálmunum yfirgnæfir til- finningin fyrir kærleika Jesú allt annað. Hallgrímur er strangur og óeftirgefan- legur í lýsingum sínum á guðlegri reiði, e-.i hann breiðir sig ekki út yfir kvöl og ógnir fordæmingarinnar. Hann sækir sér enga fróun í að útmála með marg- víslegum myndum, hvernig guð hegni syndurum. Hann er enginn brennisteins- predikarL En hitt er honum hugstætt frá síðasta versi til hins fyrsta, hvernig kærieiki hins krossfesta yfirgnæfir allt. Svo máttug er lofgjörð hans og svo djúp og innileg er þökk hans, að allt annað hverfur fyrir þvi, að þrátt fyrir allar sínar syndir og yfirsjónir á maður- inn athvarf hjiá guðlegum kærleika. Sálmarnir eru beinlínis ortir til að minn- ast þess, að „ljúfan Jesú til lausnar mér iangaði víst að deyja hér" (1,3). Og „angrið siker" hjarta höfundarins, er hann hugsar til þess, að Jesús er kval- inn í hans stað (1,4). Þessi djúpa sorg yfir særðum og sviknum kærleika er hinn djúpi undirhljóonur kviðunnar, 1 þegar efri raddirnar óma skærast af fögnuði yfir ást hans, sem fórnina miklu færði. Það er vert að veita því athygli, að hér er eitt dæmi af mörgum, er sýn- ir hvernig mannshjartað hefir skilið og tileinka'ð sér boðskap krossdauðans, þó trúfræðingana hafi bæði brostið orð og hugtök til að túlka allt, sem í honum felst frá upphafL ra. Hitt atriðið, sem umfram allt verður eð gefa gauim, ef vór viljum skýra passíu - sálmana rétt, er það, að þar kemur fram hin forna hugsun kirkjunnar um baráttu og sigur með ennþá gleggra hætti en en friðþægingarkenning rétttrúna'ðar- tímabilsins gaf tilefni til. Forystumenn LfUndar-guðfræðinnar, sem haft hefir mikil áhrif á guðfræðínga síðustu ára- tuga, hafa í ritum sínum bennt á, að þessi þáttur hafi orðið út undan í skýr- ingum á krossdauða Jesú, þó að hann hafi raunar aldrei gleymst að fullu í predikun kiíkjunnar. (Jeg bendi á trú- fræði Auléns biskups og skýringar Nygr ens við Rómverjabréf Páls). í passíu- sálmunum yfirgnæfir spenna baráttunn- ar allt annað, svo að þrátt fyrir allt verður Hallgrímur nær Páli postula í túlkun sinni heldur en sinni eigin sam- tíð í þessu tilliti. Páll er auðvitað barn sinnar aldar í hugsun. Hann er ekki aðeins Gyðingur, heldur uppalinn í umhverfi hellenis- m&ns, samgróin grísk-róm'verskri menn- ingu, þrátt fyrir andstöðu sína gegn heiðindóm og heimspeki samtíðarinhar. Vafalaust er það r'étt, sem próf. Odeberg segir í skýringum sínum vfð Korinþu- bréfin, að engin ástæða er til að ætla, að Páll hafi fyrirlitið það bezta í grízkri heimspeki, þó " að honum hafi verið meiniila við allt það fimbulfamb, sem einkenndi hina grísku og hellensku spekikennara. Og ótvírætt virðist mér það, að Páll hafi tileinka'ð sér í ríkum mæli þá venjulegu aðferð fornþjóðanna yfirleitt að mynda sér persónugerfinga og symbol, er táknuðu hugtök og hug- myndir. Mál trúarbragðanna var í viss- um skilningi skáldsikaparmiál, og ekkert villir meira fyrir réttum skilningi á fornum trúarhugtökum en að beita við þau sömu aðferðum og notaðar eru vi'ð greiningu vitrænna og visindalegra kenninga á vorri öld. Páll gerir sér þá grein fyrir tilverunni, að hún sé stöðug barátta milli „máttarvalda", er stundum má hugsa sér sem verur, t.d. bálf-guði, en stundum persónugerð öfl eða krafta, án þess að þar sé um að ræða persónur í venjulegri nútímamerkingu. Hjálpræðis starf Krists er í augum postulans barátta við „máttarvöld," sem ma'ðurinn er háð- ur, en frelsunin undan valdi þeirra er fólgin í því að tilheyra Kristi einum, Guði einuan. Dauðinn, Syndin, Reiðin og jafnvel hið heilaga Lögmál Guðs eru í vitund postulans slík máttarvöld, sem fjötra manninn, tortíma honum. Dauð- inn er fyrir honum ekki fyrst og fremst náttúrufræðilegt fyrirbæri, sem fólgið er því, að einkenni lífsihs hverfa. Dauð- inn er tortímingarvald í tjlverunni, óvinur lífsins, og brýtur niður lifandi sköpunarverk Gu'ðs. Dauðinn leitast við að rifa allt niður, ekki aðeins likama mannsins, heldur manninn sjélfan, hið innra jafnt sem hið ytra. Ægilegast alls er sú tortíming, sem felst í Syndinni, sem er broddur DauSans. Syndin er ekki fyrst og fremst einstakar yfirsjónir mannsjns, heldur máttarvald vonskunn- ar, sem náð hefir tökum á mannkyninu. Vegna syndarinnar hlýtur jafnvel Guð sjáJÆur að verða í andstöðu við mann- inn. Reiði Guðs er þá ekki einhverskonar geðshræring, heiftarþel, ekki neinskon- ar illska, eins og þegar mannleg vera fyllist heift. Það er ekki sú reiði, sem Jes- ús ræðir um í fjallræðunni, heldur er hún andstaða Guðs sjálfs gegn manninum, sem hefir í þjónustu Syndarinnar gert uppreisn gegn Guðs vilja. Og loks, Guð hefir gefið mannkyninu Lögmál, svo að hann geti fundið, hvernig hann á að breyta rétt, en Lögmálið sjálft verður til að leiða syndina enn skýrar í ljós, og kveður upp áfellisdóm, sektardóm, dauðadóm yfir manninum. Þannig lifir syndugt mannkyn í vítahring, sem eng- 'inn mannlegur máttur getur af eigin ramleik snúið sig út úr. Dauðinn, Synd- in, Reiðin, Lögmálið, — og síðan Dauð- inn að nýju. En með þessu er sagaa ekki sögð að fullu. Guð elskar mennina, án þess að þeir verðskuldi það, og í Kristi opinberast hið guðlega máttarvald, sem sigrast á öll- um öðrum. Jesús Kristur er pyndlaus, en hann lifir í heimi mannkynsins, og tekur á sig allt, sem syndugt mannkyn er undirorpið í efnisins veröld. Hann sætir árásum Dauðans og Syndarinnar, eins og aðrir menn. Hann býr við þá kvöl, sem hlýtur að einkenna mannlíf, sem er undir Reiðinni. Og Lögmálið fell ir sinn dóm yfir honum, dæmir hann til dauða. Þá var það, að Lögmálið „for- greip sig, „eins og Hallgrímur kemst að orði. En þrátt fyrir allt þetta er kær- leiksvilji Guðs í Kristni ósigrandi. Upp- risa Jesú þýðir ekki, að hann hafi sjálfur sloppið úr greipum Dau'ðans, eins og maður, sem bjargar sér á flótta undan hendi böðuls, heldur hitt, að sj'álfur kærleikskraftur Guðs brýtur af sér all- ar hindranir, og máttarvöldin hafa tap- að leiknum. Kærleikur Guðs er meiri en Reiði hans. Guð sjálfur hjálpar mönn- unuin til að sigrast á tortímingunni,, komast í sátta-aðstöðu í sta'ð andstöðu, lifa í stað þess að deyja. Dauðinn hætt- ir að vera aftaka sakamanns, það er kraftur hins upprisna, sem styrkir mann inn, svo að Páll hrópar upp yfir sig af fögnuði: Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir drottin vorn Jesúm Krisfc. Einn þekktasti guðfræðingur nútímans hefir líkt skilningi Páls á hjálpræ'ði Krists við það, þegar land hefir verið herse'tið af fjandmönnum, en hjálp hef- ir bonst utan að, úrslitasigur er unn- inn, þó að enn sé barist í landinu. Sam- kvæmt þessu eru fylgjendur Jesú frels- ishreyfing í landi þess mannkyns, seni heijað hefir verið af Synd og Dauða. Lundar-guðfræðingarnir, sem ég nefndi áðan, hafa bent á þa'ð, að í fornkirkj- unni hafi hugsunin um baráttu Krists og sigur hans verið mjög ríkjandi í ræðu og riti, og einnig í myndlist. rv. Það þarf ekki langt áð leita í passíu- sálmunum til þess að finna, að hin dramatiska spenna stafar af því, að Hallgrími hefir verið- hugstæð barátta Krists við máttarvöld hins illa, og sig- ur hans. Og sigur hans breytir eðli dauðans. „Þá kom loksins á þeirri tfð þreytti Jesús við dauðann stríð. Andlátt mitt bæði og banasótt blessaðist mér þá sömu nótt. Dauðinn tapaði, en drottinn vann, dýrlegan sigur gaf mér þann." (3,8). Og í sálminum um dauðans óvissaa tíme. er einnig lýst hinu sama: 38. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.