Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Side 11
Margrét R. Bjarnason v ^ ið sátum í fjörunni og hlustuðum á öldur Svartahafsins renna sér léttilega að ströndinni, freyðandi eins og kampavínið í glösum okkar. Stjörnubjört nóttin var þögul og hlý. Á morgun mundi hver halda sína leið og þriggja daga skemmtilegar samverustundir í Jalta yrðu aðeins ljósmyndir í myndabók. Við höfðum komið saman laust upp Úr miðnættinu til þess að synda — ferðamenn, sem aldrei fyrr höfðu hitzt og myndu sennilega ekki sjást framar — og nú drukkum við skilnaðarskál í tunglskininu. Við horfðum á eftir rúss- neska lögregluþjóninum hverfa í myrkr- ið. Hann hafði verið kallaður á vettvang til þess að athuga þessa kolbrjáluðu útlendinga, sem tóku upp á því að synda um miðjar nætur, — en þegar hann hafði gengið úr skugga um að við værum nokkurn veginn ódrukkin og héldum ekki vöku fyrir bænum ,hafði hann sezt niður og rabbað við okkur smástund: „Hússum myndi aldrei koma í hug, að synda á nóttunni, nema þeir væru útúr- drukknir,“ sagði hann, „en þið eruð víst öðruvísi þarna fyrir vestan.“ Hann var alveg sammála því, að ströndin væri miklu fallegri á nóttunni, þegar fólks- mergðin væri horfin. Þegar hann kvaddi okkur sagði hann hálf treglega: „Ég vildi að eitthvert ykkar gæti orðið hér eftir í minn stað og ég fengi komizt burt.“ „En Jalta er yndislegur staður“, sögð- um við. „Víst er hann það, en sá, sem verður ( að dveljast hér alla tíð. hættir að siá fegurðina. Það er eins og að vera lok- aður inni á heilsuhæli allt sitt líf. Mig langar til að kynnast fleiri stöðum, bæði hér í Sovétríkjunum og erlendis — vildi geta farið og komið, eins og mér sjálfum sýnist, í stað þess að láta aðra binda mig á bás.“ Við höfðum oft heyrt kvartað yfir þessu sama, alþýðufólk, stúdenta og unga menntamenn, en höfðum vart búizt við að heyra slíkt af vörum sovézks lögregluþjóns. Einhver spurði, hvers vegna hann bryti ekki af sér öli bönd og brygði sér upp í næstu flugvél. Hann svaraði: „Þið hafið víst ekki verið lengi í Sovétríkjunum?“ Síðan kvaddi hann okkur öll með handabandi og gekk burt. ★ ★ ★ Nei, við höfðum ekki verið lengi í Sovétríkjunum. Flest aðeins tvær til þrjár vikur, en nokkrir í hópnum leng- ur — Bandaríkjamenn, sem voru á ferða lagi um Sovétríkin með sýningu á nýj- ustu stefnum í bandarískri húsagerðar- list. Meðal þeirra voru nokkrir, sem töluðu rússnesku vel og höfðu þeir orð- ið margs vísari um líf Sovétmanna. Sjálf hafði ég aðeins dvalizt í Sovétríkjun- um í tvær vikur, farið fljúgandi ofar skýjum milli staða og staðið stutt við. Jalta var síðasti viðkomustaðurinn, áður en aftur yrði snúið til Moskvu og ferð- inni lokið. Ég hafði komið flugleiðis til Simfero- pol um miðjan dag — ásamt þremur ferðafélögum úr fastaferð Intourist nr. 190 — þýzkum Gyðingi frá New York og rússneskum hjónum, sem búsett voru í S-Ameríku. Gyðingurinn Schickler, hafði hvarvetna laðað að sér hópa barna og unglinga, er hann tók upp Polaroid- mvndavélina sína, smellti af þeim mynd- Sumárhöllln „Livádia" um og gaf þeim. Þótt kominn væri yfir sjötugt lét hann sig ekki muna um margra klukkustunda göngur — sagðist ýmsu vanur eftir nær hálfs árs starf í Asíu og Afríku, á vegum bandarísku friðarsveitanna. Sorokin-hjónin höfðu reynzt ómetanlegir ferðafélagar. An rússneskukunnáttu þeirra hefðum við eflaust verið eins og fiskar á þurru landi og varla séð annað en heljarmikil og skrautleg Potemkintjöld. Frú Sorokin var kona góðleg og móðurleg og hvar, sem hún fór, komst hún í innilegustu samræður við fólkið. Hún var fædd og uppalin í Kanada af rússneskum for- eldrum, sem tilheyrðu trúflokki frá Ukrainu, er laust upp úr aldamótum tók sig upp og fluttist til Kanada. Mað- ur hennar hafði verið einskonar trúar- leiðtogi þessa fólks, en orðið að yfir- gefa Kanada af einhverjum ástæðum. Sorokin kunni vel að meta gómsætan mat og góð vín og tók stundum lagið, er líða tók á kvöld — söng ósvikna kósakkasöngva og rifjaði upp gamlar minningar frá Ukrainu og söngferli sín- um þar og erlendis. Var þá oft mann- margt við borð okkar, því að ungir Rússar virtust sólgnir í að heyra hann segja frá og höfðu gaman af keisara- legu skegginu, sem hann sneri upp á í sífellu. ★ ★ ★ Frá Simferopol til Jalta er um þriggja klukkustunda akstur eftir fal- legri leið um fjalllendi, þar sem skipt- ast á smáþorp, trjágarðar og vínekrur. Einnig er hægt að fara þetta á hálfri klukkustund með þyrlu fyrir tiltölu- lega lítið verð — en ekki hefði ég viljað verða af því, að sjá Svartahafið blasa skyndilega við, er við komum fram á heiðarbrúnina — eða leiðinni í Ijósa- skiptunum niður brattar, gróðursælar hlíðarnar. Rússar líkja Jalta gjarna við hringleikahús og er það ekki fjarri sanni. Bærinn er byggður í stöllum í fjallshlíð, sem liggur í hálfhring fyrir opnu hafi. Krímskagi, sem tilheyrir nú Sovét- lýðveldinu Ukrainu, er að mestu um- kringdur hafi. Aðeins nokkurra kíló- metra breitt eiði tengir hann megin- landinu. Suðurströnd skagans er ná- lega óslitin fjallakeðja — fellingafjöll — og hæsti hryggurinn er Yala Dagh næst ströndinni. Láglendið við strönd- ina er aðeins 16 km. þar sem það er ■ breiðast og víða ganga fjöll og klettar i i alveg í sjó frám. ' Miðjarðarháfsloftslag er á þéssum ■ slóðum og gróðurinn eftir því, olífutré, 1 pálmar og sýprusviður við strönflina en, ■■ : eftir því sem ,ofar drégur taka við beiki, i eikartegundir og álfnyiður. Tóbaks- og j • : vínékrur eru þarna viðáttumiklar. og í I bruggstöðinni Mássánöra 'get'a, ferða- menn fengið að smákka á hinum ýmsu ', ' tegúndum gómsaétra drykkja, sem þar eru framleiddir, Rétt fyrir utan Jalta er geysistór gróðurvísindastöð — Nikitsky-garðurinn, sem grasafræðing- urinn Khristian Khristianovich Steven, lagði grundvöllinn að þegar árið 1812. Hefur vísincþistarf verið Unnið þar óslitið síðan c|; eru nú taldar um 7 þús. plöntutegundir í garðinum, sem er fallega skipulagður og skreyttur gos- brunnum og tjörnum. Blómin og trén í garðinum eru víðs vegar að úr heimin- um, úr öllum heimsálfum, og sum kom- in mjög til ára sinna. Mun élzta tréð i garðinum vera um þúsund ára gamalt. ★ ★ ★ "V ið ókum upp að gistihúsinu „OREANDA" um kvöldverðarleytið. Var mér vísaö þar til herbergis með tveim- ur sænskum stúlkum. Önnur þeirra var þarna ein á ferð, bæði til þess að „nota sjóinn og sólskinið“ og til þess að afla sér æfingar í að tala rússnesku, sem hún lagði stund á við háskólann í Upp- sölum. Var hún ekki sú eina í þeim erindagerðum; við áttum eftir að kynn- ast fleiru ungu fólki, sem lagði kapp á að læra rússnesku. Ánton Tsékov — höggmynd í Jalta X.'-'i' 24. desembér 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.