Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Síða 12
 Lenintorgið í Jalta. Það vakti strax athygli okkar, hve allt var miklu frjálslegra í Jalta en verið hafði annars staðar, sem við kom- um. Fólkið á gistihúsinu var vingjarn- legt og frjálslegt, ekki sízt í veitinga- stofunni og þjónustan betri. Ef til vill lagði þjónustufólkið sig meira fram, sem því varð sú skyssa á fyrsta kvöldið að reyna að reka frú Sorokin út úr veit- ingastofunni. Er hún krafðist skýringa, var henni sagt, að heimamenn hefðu þar ekkert að gera, gistihúsið og matsalirn- ir væru eingöngu ætlaðir erlendum ferðamönnum. Það var ekki i fyrsta sinn sem hún var tekin sem ein af heima- mönnum, þótt áhrifin hefðu yfirleitt orðið jákvæðari. Að loknum ljómandi kvöldverði fórum við í gönguferð um bæinn. Var auðséð að við vorum komin á sumarleyfisstað. Hvarvetna var mergð manna, ungir sem gamlir reikuðu um í hlýrri kvöldgolunni, brúnir og sællegir, léttklæddir með ilskó á fótum. Lystibátar sigldu með- fram ströndinni og í fjarska glitti á ljós skipanna er voru í siglingum milli hinna ýmsu staða við Svartahafið. Sérstaka athygli okkar vöktu Hydrofoil bátarnir af ýmsum stærðum. Voru hinir stærstu líkastir eldfteugum að lögun, enda kall- aðir „Eldflaugar“. Er því líkast sem þess- ir bátar fljúgi yfir hafflötinn. Þeir eru nú orðið í förum um allar helztu vatna- leiðir Sovétríkjanna og hafa valdið þar gerbyltingu í samgöngum. Að staðaldri búa í Jalta aðeins 50—60 þúsund manns, en hundruð þúsunda koma þangað á ári hverju sér til hress- ingar og heilsubótar. í bænum sjálfum eru mörg heilsu- og hressingarheimili en í Stór-Jalta, sem tekur yfir 70 km strandlengju, eru tugir annarra slíkra hæla. Eru sum til húsa í gömlum, skraut- legum köstulum en önnur í nýtízkuleg- um húsasamstæðum. Þar eiga ýmsir starfsmannahópar sín sérstöku heimili, til dæmis sáum við ei-tt nýlegt heilsu- hæli námaverkamanna, sem virtist afar vel úr garði gert. Listamenn eiga sér þar líka sérstaka samastaði, skáld og rithöfundar, hljómlistarmenn, ballett- dansarar, leikarar o.s.frv. Okkur var sagt, að á heilsuhælunum dveldust sjúk- lingar að jafnaði samkvæmt læknisráði, um fjögurra vikna skeið, að minnsta kosti, en í hressingarheimilunum gæti dvölin verið allt frá vikutíma. ★ ★ ★ I ntourist hefur þann hátt á í Jalta að ætla ferðamönnum morgnana til sjó- og sólbaða en nota síðdegið til ferðalaga um nágrennið, ásamt leiðsögu manni. Er það ágætt fyrirkomulag, því að þar er margt skemmtilegt að sjá. Þar sem við þorðum ekki annað en fara varlega í sólinni fyrsta morguninn, fórum við í bátsferð til Gurzuf, sem er eitt af austustu þorpunum í Stór-Jalta. \2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Farþegar í þessari ferð voru flestir ung- ir að árum, 10—15 ára stúlkur og pilt- ar á leið til vikudvalar í „Artek“, sér- stökum sumarbúðum Ungherjahreyfing- arinnar, sem ná yfir nokkurra kílómetra svæði. Dveljast þau þar ýmist í.skálum eða tjöldum og skemmta sér víð sjóböð Og leiki. Þetta voru hinir kátustu krakk- ar og flykktust fljótlega utan um vin okkar Schickler og Polaroid myndavél- ina hans. Gurzuf liggur við lítinn flóa, sem af- markast af háum og myndarlegum skógi- vöxnum klettum, nefnist annar Avinda en hinn Ayu Dagh, sem mun þýða Bjarnarfjall. Fyrir ofan gnæfa svoköll- uð Babuga-fjöll. Þessum stað er tengt dálítið ævintýri. Segir þar frá þrem- ur illum björnum er eitt sinn bjuggu í Babuga-fjöllum og fóru tíðum ráns- ferðir ofan í byggðina. Dag einn rændu þeir lítilli stúlku og ólu upp í fjöllunum. Varð hún, er tímar liðu, hin fríðasta mær og varð þjónusta bjarnarbræðra, ræsti vistarverur þeirra og útbjó mat- inn í þá. Dag einn, er birnirnir voru ekki heima, bar að garði ungan ókunnan mann. Hafði hann komizt lifs af, er ofsa- stormur braut skip hans í spón við ströndina og ráfaði nú þarna um óbyggðina. Piltur og stúlka felldu hugi saman og ákváðu að flýja. Komust þau heilu og höldnu niður fjallshlíðina, náðu í bát og ýttu frá landi. En varla höfðu þau undið upp seglin, er birnirnir kom- ust á snoðir um flóttann og hlupu til strandar. Þar tóku þeir þegar að svolgra í sig sjóinn og lækkaði óðum vatnsborð- ið. Stúlkan og pilturinn voru alveg að missa móðinn, þegar góð dís birtist og skipaði björnunum á brott. Hinn elzti neitaði að hlýða boðum hennar og hélt áfram að súpa, en þá lagði dísin svo á, að hann skyldi verða að steini. Segir sagan, að sá sé bjarnarfjallið Ayu Dagh. Milli fjallanna er nær óslitin bað- strönd og lágu þar brúnir skrokkar eins og flær á skinni. Æskufólk var í meirihluta og ungir krakkar hlupu um og ærsluðust. Við stóðum við í þorp- inu, þar til hitinn var orðinn illþolan- legur og við flúðum um borð í bát á ný, fegin að láta hafgoluna leika um sólbitna húðina. ★ ★ ★ IVafn rithöfundarins og leikrita- skáldsins Tsékovs er nátengt Jalta, og þeirri starfsemi, sem þar er rekin, — því að hann dvaldist þar síðustu ár ævinnar og var frumkvöðull stofnunar fyrsta almenna heilsuhælisins þar. Er því sjálfsagður þáttur í dvölinni þar að skoða hús hans og heimili, sem varð- veitt hefur verið óbreytt frá dögum hans. Hafði systir Tsékovs, Maria Pav- lovna, veg og vanda af því, að honum látnum, að gera húsið að minjasafni Og hafði umsjón með því til dauðadags 1957, ásamt ekkju hans, Olgu Knippers. Það mun hafa verið haustið 1896, sem Tsékov fluttist frá heimili sínu í Melikhovo í nágrenni Moskvu til Jalta. Keypti hann sér þar vænan landskika og reisti fallegt einbýlishús. Það stend- ur nokkuð hátt í hlíðinni í stórum og fallegum trjá- og blómagarði, sem Tsékov átti sjálfur stóran þátt í að rækta. Er útsýn þaðan fögur mjög. 1 þessu húsi bjó skáldið til vorsins 1904, en hann lézt í Þýzkalandi um sumarið. Það var berklaveikin, sem bar Tsékov til Jaita. Loflslagið þar er talið sérstak- lega heilnæmt berklasjúklingum — þurrt og hlýtt og koma þeir þangað um- vörpum hvaðanæva úr Sovétríkjunum, einkum frá Síberíu. Staðurinn hafði þá í nokkra ára- tugi verið eins konar tízkustaður aðalsins um sumartímann, allt frá því að lokið var byggingu sumar- hallar keisarans í Livadia, rétt utan við bæinn. Tsékov, sem sjálfur var lækn- ir að menntun, gerði sér fljótt grein fyrir því, að hið heilnæma loftslag í Jalta mundi geta bjargað mörgum mannslífum — en eins og þá var skipað málum var útilokað fyrir alþýðufólk að dvelast þar. Hann beitti sér því fyrir stofnun almenns heilsuhælis og naut þar dyggilegrar aðstoðar vinar síns Götumynd frá Jalta 24. desember 1983

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.