Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Qupperneq 13
Eit t af nýjustu heilsuhælunum í Stór-Jalta rithöfun’darins Maxims Gorkfs. Fengu jþeir því framgengt, m. a. með því að gai^gast fyrir almennri fjársöfnun, að heilsuhælið Yauzlar tók til starfa árið 1903. Var það fyrst aðeins fyrir tuttugu sjúklinga en var fljótlega stæj|.kað um helming. Nú er það enn stærra og ber mafn Tsékovs. Hús Tsékovs er umvafið stórum lauf- miklum trjám. Er það tvær hæðir með svölum og veranda, þar sem sagt er, að skáldið hafi tíðum setið við skriftir eða horft yfir hafið. Mjög var gestkvæmt hjá honum í Jalta og geTa hinar fjöl- mörgu ljósmyndir á veggjum heimilis hans skemmtilega hugmynd um, hvernig fólk þar hefur borið að garði, — rithöf- unda, leikara og aðra listamenn, lækna, kennara og stúdenta. í dagstofunni er píanóið, sem Rachmaninoff lék á, ýmist einleik eða undir dynjandi röddu Chaliapins. Og umhverfis stofuborðið sátu Stanislavsky og fleiri leikarar frá Moskvu, er þeir rökræddu handrit Tsé- kovs að Máfinum, sem sýndur var í Jalta. Frá þeim tíma eru pálmagreinar þrjár með rauðum silkiborðum, með óletrun til Tsékovs dagsettri 23. apríl aldamótaárið 1900. Ef til vill var meðal leikaranna hin kornunga Olga Knippers, sem ári síðar varð eiginkona skáldsins. Hún var þá þegar byrjuð að leika í leikritum hans og hélt því áfram næstu fjóra eða fimm áratugina. Þegar „Kirsu- berjagarðurinn" var sýndur í 300. sinn í Moskvu árið 1943, fór hún með hlut- verk frú Renevsky, sem hún hafði leik- ið í fyrsta sinn árið 1904. Tsékov skrifaði nokkur af sínum frægustu leikritum í Jalta, m. a. „Syst- urnar þrjár“ og „Kirsuberjagarðinn". Þar skrifaði hann einnig nokkrar skáld- sögur og vann að heildarsafni 'ritverka sinna, er út kom árið 1903. En það er fleira, sem minnir á dvöl Tsékovs í Jalta en hús hans og heilsuhælið. Bókasafn bæjarins ber hans nafn, svo og leikhúsið, þar sem ágætir listamenn víðs vegar að úr Sovétríkjun- um sýna listir sínar á sumrin. Og í fögrum garði við ströndina situr bronz- mynd hans á stalli og horfir yfir Svartahafið. ★ ★ ★ Annar þáttur í dvölinni á Jalta sem sjálfsagður þykir, er að heimsækja höll- ina Livadia, sem var aðsetur Roosevelts forseta Bandaríkjanna á Jalta-ráðstefn- unni og helzti vettvangur umræðnanna. Er höll þessi um þrjá km frá Jalta, en lengra út með ströndinni eru margir aðrir skemmtilegir og forvitnilegir stað- ir og var því einn dagurinn helgaður ökuferð þangað. Sagt er, að Nikulás II- Rússakeisari hafi haft mikið dálæti á Livadia-sumarhöllinni og lét hann end- urreisa hana í núverandi mynd árið 1911. Nú er þar rekið heilsuhæli fyrir verkamenn og ekki annað opið ferða- mönnum en hallargarðurinn. Þó er hægt að fara alveg að höllinni til að skoða hana að utan. Jaltaráðstefna þeirra Roosevelts, Churchills og Stalíns var, sem kunnugt er, haldin árið 1945, dagana 4.—11. febr. Þar lögðu þeir endanlega á ráðin um hvernig haga skyldi lokasókninni í styrjöldinni gegn Þjóðverjum, skiptingu Þýzkalands, að þeim sigruðum, og skip- «n mála þar yfirleitt eftir stríðið. Þá var rætt um aðstoð við lönd þau, er nazistar höfðu tekið á sitt vald og lögð ó róðin um að þar færu fram frjálsar kosningar og stjórnir yrðu skipaðar, að ákveðnum tíma liðnum, eftir lýðræðis- legum reglum, — en alkunna er hvern- ig Rússar stóðu við orð sín í þeim efn- um. Loks ræddu leiðtogarnir þrír um fyrirhugaða stofnun Sameinuðu þjóð- anna, ákváðu meðal annars, hvernig háttað skyldi fulltrúatölu og atkvæða- greiðslum í öryggisráðinu. Frá Livadia var ferðinni haldið áfram til heilsuhælanna í Mishkor,, þar sem sjúklingar hafast við úti nær allan sólarhringinn. Má sjá þar skýli með uppbúnum rúmum í tugatali, þar sem fólkið sefur undir beru lofti milli þess, sem það nýtur læknisaðgerða, endur- þjálfunar eða svamlar í sjónum. Svo langt sem augað eygði var ströndin ein óslitin baðströnd — malarströnd, sem gefur hressandi nudd, þegar öldugang- ur er. Þama er einn heitasti staðurinn í Stór-Jalta og er þar afmarkaður hluti strandarinnar fyrir erlenda ferðamenn. Nefnist þar „Gullströndin“. Mishkor á einnig sína þjóðsögu eins og Gurzuf. Segir hún frá yngismeynni Arzi, sem Ali Baba rændi, rétt áður en brúð- kaup hennar skyldi haldið — og seldi í kvennabúr Týrkjasoldáns. Þar dvaldist hún fangin, fjarri fósturjarðarströnd- um og varð æ örvæntingarfyllri. Að nokkrum tíma liðnum ól hún soldán- inum barn og ákvað að flýja með það. Varpaði hún sér í Bosporus og segir sagan, að hún hafi komið upp að strönd Mishkor í hafmeyjarliki með ungbarn sitt í fanginu. Því miður höfðum við lítirm tíma til þess að sjá okkur um í Miskhor, en umhverfið virtist afar fallegt. Víða mátti sjá fólk á vakki milli trjánna og áætl- unarbifreiðar í ferðum milli strandar- innar og heilsuhælanna. Mörg þeirra eru hátt uppi í fjallshlíðinni og sáum við á einum stað, að sjúklingarnir vom fiuttir á milli í loftbrautum, eins og þeim, sem eru í fömm milli skíðahótel- anna í Alpafjöllum. Næsti áfangastaður okkar var Alupka, enn ein heilsuhælaþyrpingin, en þar skyldi skoðaður kastali sá, er prinsinn og marskálkurinn Mikhail Semenovich Vorontzov Iét reisa á fyrri hluta 19. ald- ar, — en þar var aðsetur Sir Winstons Churchills meðan á Jal'.aráðstefnunni stóð. í hluta kastalans er nú safn, en að öðm leyti er hann rekinn sem heilsu- hæli. ★ ★ ★ V orontzov-kastalinn er athyglis- verðasta fyrirbæri. Þegar komið er að honum frá ströndinni blasa við háar tumspimr, súlna- og bogagöng og skraut leg svalahandrið í eins konar Márastíl. En sé komið að kastalanum að norðan- verðu, ofan úr fjallshlíðinni, er eins og um allt aðra byggingu sé að ræða. Þá er hann að sjá sem rammbyggður mið- aldakastali í Bretlandi. Háir, voldugir virkisveggir em meðfram allri norður- hliðinni, varðtumar með skotraufum og öllu tilheyrandi. Þessi brezki stíll á kast- alanum á rætur að rekja til þess að Vorontzov var fæddur i London og upp- alinn þar til tvítugsaldurs, þar sem fað- ir hans var þar sendiherra. Hermennsku ferill Vorontzovs þótti hinn glæsilegasti. Hófst hann í Kákasus, er Vorontzov var liðlega tvítugur en síðan gat hann sér mikið orð í orrustum við Napoleon og Tyrki. Á ámnum 1815—18 var hann yfirmaður setuliðs Rússa í Frakklandi, og nokkmm árum síðar var hann skip- aður landsstjóri í suðurhéraðum Rússa- veldis, sem þá nefndist Nýja Rússland. Gekk hann ötullega fram í því að færa veldi Rússa suður á bóginn og var síðar skipaður ríkisstjóri í Kákasus. Er hann dró sig í hlé árið 1853 hafði hann eflt mjög stöðu og áhrif Rússa þar um slóðir. Vorontzov var m.a. frægur fyrir að hefja fyrstur manna ferðir gufuskipa um Svartahafið. í hans tíð voru mörg meiri- háttar mannvirki reist á Krímskaga og hann lét leggja varanlegan þjóðveg milli borganna Simferopol, Bakhchi- sarai og Savastopol. Kastali Vorontzovs í Alupka var reistur sem sumarbústaður. Var okkur sagt, að tekið hefði tuttugu ár að full- gera liann og hefðu unnið verkið sex þúsund manns — flestir átthagabundnir bændur og vinnumenn, serp nánast var farið með eins og þræla. Ýmsar sögur fara af grimmd Vorontzovs og hörku, m.a. sagði leiðsögumaður okkar, að hann hefði leikið vinnumenn sína grátt og lét þess getið að þá konur þeirra hefðu alið börn, hefði hann látið eftirlætis- hunda sína sjúga brjóst þeirra. Umhverfis Vorontzov-kastalann er fagur lystigarður með ótal blóma- og trjátegundum, gosbrunnum og fallegum klettum. Hefði verið gaman að dveljast þar lengur, en eins og jafnan, þar sem ferðamenn fara saman í hópum eins og fé í réttum, urðum við að fylgjast að og fara hratt yfir. Alupka tilheyra fjölmörg heilsu- hæli. Er sem þau hangi í fjalls- hlíðinni umvafin þéttum gró'ðri. — Yfir þeim gnæfir klettafjallið hrikalega, Ai Petri, þar sem algengt er að fólk haf- izt við næturlangt til þess að sjá morgunsólina rísa úr hafi og stíga upp á austurhimininn — og á veturna bregða menn sér þangað í skíðaferðir milli þess sem þeir stunda sjóböðin 1 Jalta. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13 Þeir gerðu gar inn frægan. - Fæstir viss nokkuð ui smábæinn Jalta við Svartahaf fyi en þeir Chur< hill, Rooseve og Stalín hit ust þar und; lok heimsstyr aldarinnar síí 24. desember 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.