Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Qupperneq 14
Helga Valtýsdóttir í hlutverki „Mutter Courage“ í Þjóðleikhúsinu. Verkið verð- ur frumsýnt annan dag jóla. Kafli úr hinu fræga verki Berts Brechts í þýðingu Ólafs Stefánssonar. VIII. Sama ár fellur Gústaf Adolf Svíakon- ungur í bardaganum við Lútzen. Friður ógnar viðskiptum Mjutter Courage og hún sér fram á gjaldþrot. Eilífur, slungni sonurinn, drýgir einni dáð of mikið og hlýtur smánarlegan dauðdaga. (Herbúðir. Sumarmorgunn. Fyrir framan vagninn stendur gömul kona og sonur hennar. Sonurinn ber stóran poka með rúmfötum.) TÆUTTEIR COURAGE: (innan úr vagnin- um): Þurfið þið endilega að vera svona eldsnemma á ferðinni? TJNGUR MAÐUR: Við höfum ferðazt í alla nótt, tuttugu mílna leið, og þurfum að komast heim fyrir kvöldið. TtöDD MUTTER CÖURAGE: Hvað hef ég að gera með rúmföt? Fólkið á engin hús lengur. UNGUR MAÐUR: Bíðið þar til þér sjáið þau. GÖMUL KONA: Það er ekki til neins hérna heldur, komdu! UNGUR MAÐUR: Þá selja þeir húskof- ann ofan af okkur upp í skattana. Kaunske borgar hún þrjú gyllini, ef þú lætur nistið fylgja. (Klukkur taka að hringja.) Hlustaðu, mamma! RÖDD (að handan): Friður. Svíakon- ungur er fallinn! MUTTER COURAGE (stingur höfðinu ú,t úr vagninum; er enn ógreidd): Hvaða hringingar eru þetta í miðri viku? HERPRESTURINN (kemur skríðandi undan vagninum): Hvað eru þeir að hrópa? MUTTER COURAGE: Þér ætlið þó ekki að segja mér að það sé skollinn á friður, einmitt þegar ég er búin að kaupa nýjar birgðir? HERPRESTURINN (kallar til þeirra): Er það satt, er kominn friður? KÖDD: Hann hefur staðið í þrjár vikur að sagt er, við höfðum bara ekki frétt það. HERPRESTURINN: Hví skyldu þeir annars hringja klukkunum? RÖDD: Lúterskir eru komnir í hópum til bæjarins með vagna sína, þeir komu með fréttirnar. UNGUR MAÐUR: Mamma, það er frið- ur. Hvað er að þér? (Gamla konan hefur hnigið nið- ur.) MUTTER COURAGE (fer aftur inn í vagninn); Jósep María! Katrín, það er kominn friður! Farðu í svart! Við förum í kirkju, það á Schweizerostur skilið af okkur. Bara að þetta sé satt! UNGUR MAÐUR: Þetta fólk segir það líka. Það hefur verið saminn friður. Getur þú staðið upp? (Gamla konan stendur ringluð á fætur.) Nú tek ég aftur til við söðlasmíðina að mér heilum og lifandi. Það lagast allt. Og pabbi fær rúmið sitt aftur. Getur þú gengið? (Við herprestinn.) Henni varð illt. Hún þoldi ekki frétt- irnar. Hún hefur aldrei trúað að það yrði friður. Pabbi hélt því alltaf fram. Nú förum við strax heim. (Bæði fara burt.) RÖDD COURAGE: Gefið henni eitt staup! HERPRESTURINN: Þau eru farin. RÖDD COURAGE: Hvað er á seyði í herbúðunum þarna fyrir handan? HERPRESTURINN: Þeir hnappast í hóp. Ég ætla að ganga yfrum. Ætti ég ekki að fara í skrúðann? RÖDD COURAGE: Aflið yður betri upp- lýsinga, áður en þér farið að sýna yður sem villutrúarmann. Ég er fegin, að það skuli vera friður, þó svo að ég sé gjaldþrota. Tvö af börnunum lifðu þó styrjöldina af. Nú fæ ég að sjá Eilíf minn aftur. HERPRESTURINN: Og hver kemur þarna eftir stígnum? Er það ekki kokkur höfuðsmannsins! KOKKURINN (óhirtur, með pinkil): Hvern sé ég? Herpresturinn? HERPRESTURINN: Courage, gestur! (Mutter Courage klifrar niður.) KOKKURINN: Ég lofaði að koma hing- að yfrum til að spjalla svolítið, strax og ég hefði tíma til. Ég er ekki búinn að gleyma brennivíninu yðar, frú Fierling. MUTTER COURAGE: Jesús minn, kokk- ur höfuðsmannsins! Eftir öll þessi ár! Hvar er hann Eilífur minn? KOKKURINN: Er hann ekki kominn ennþá? Hann fór á undan mér af stað og ætlaði líka til yðar. HERPRESTURINN: Ég fer í prests- klæðum, bíðið. (Hverfur á bakvið vagninn.) MUTTER COURAGE: Þá getur hann komið á hverri stundu. (Kallar inn í vagninn.) Katrín, Eilífur er að koma. Sæktu glas af brennivíni handa kokk- inum, Katrín! (Katrín lætur ekki sjá sig.) Greiddu hárið yfir það og komdu svo! Þú þekkir nú hann herra Lamb. (Nær sjálf í brennivínið.) Hún fæst ekki til að koma út, og lætur sér fátt um finnast, þó að kominn sé friður. Það dróst of lengi að hann kæmi. Hún fékk högg á augað, það sést varla lengur, en henni finnst allir stara á sig. KOKKURINN: Já, þetta stríð! (Hann og Mutter Courage setjast.) MUTTER COURAGE. Kokkur, þér sæk- ið illa að mér, ég er gjaldþrota. KOKKURINN: Hvað-þá. Það er slæmt. MUTTER COURAGE: Friðurinn fer al- veg með mig. Ég er nýbúin að kaupa vörubirgðir, eftir ráði herprestsins. Nú tvístrast allt og ég sit uppi með vör- urnar. KOKKURINN: Því voruð þér að hlusta á herprestinn? Ef ég hefði haft tíma til, þarna þegar þeir kaþólsku komu, þá hefði ég varað yður við honum. Þetta er planta. Svo að hann er orðinn innsti koppur í búri hjá yður? MUTTER COURAGE: Hann hefur hjálp- að til við uppþvottinn og að draga vagninn. KOKKURINN: Hann að draga! Hann hefur líklega sagt yður eitthvað af þessum skrítlum sínum, ef ég þekki hann rétt, hann hefur afskaplega ruddalega afstöðu til kvenna, ég reyndi árangurslaust að hafa bætandi áhrif á hann. Hann er óvandaður. MUTTER COURAGE: Eruð þér vandað- ur? KOKKUR: Já, hvað sem öðru líður, þá er ég vandaður. Skál! MUTTER COURAGE: Það er ekki til að gorta af. Ég hef aðeins verið í þingum við einn, guði sé lof, sem þóttist vera vandaður. Aldrei hef ég orðið að þræla eins og þá, hann seldi ábreiður barn- anna á vorin, og honum þótti munn- harpan mín ókristileg. Mér finnst það vafasöm meðmæli, ef þér staðhæfið að þér séuð vandaður. KOKKURINN: Þér eruð alltaf jafn tann- hvöss, en ég met yður engu að síður. MUTTER COURAGE: Farið nú ekki að telja mér trú um að það hafi haldið fyrir yður vöku! KOKKURINN: Já, hérna sitjum við nú og friðarklukkurnar hringja og blessað brennivínið yðar, það er frægt, hvað það er vel útilátið hjá yður. MUTTER COURAGE: Ég er nú ekkert hrifin af friðarklukkum þessa stund- ina. Ég sé ekki hvernig þeir ætla að borga þann mála sem ógoldinn er, og hvernig fer Þá með mig og mitt fræga brennivín? Hafið þið fengið útborgað? KOKKURINN (hikandi): Ekki beinlínis. Þess vegna leystum við flokkinn upp. Þegar svo var komið, datt mér i hug að líta til kunningjanna, meðan ég væri að átta mig á hvað ég tæki fyrir. Og nú sit ég hérna á móti yður. MUTTER COURAGE: Þér eruð sem sagt allslaus! KOKKURINN: Hættið nú að stagast á þessu. Ég hefði ekkert á móti því að fara út í einhvers konar viðskipti. Ég hef enga löngun til þess að fara að malla ofan í þá á nýjan leik. Maður á að gera eitthvað ætilegt úr rótum og skóbótum, og svo fær maður sjóðandi súpuna yfir sig. Að vera kokkur nú til dags, það er hundalíf. Frekar vildi ég gegna herþjónustu, en það er satt, nú er kominn friður. (Herpresturinn birtist, kominn í sinn gamla búning.) Við tölum nánar um þetta seiana. HERPREiSTURINN: Hann er ennþá í góðu standi, það var bara svolítill möl- ur í honum. KOKKURINN: Ég sé ekki hvers vegna þér eruð að þessu umstangi. Þér verð- ið hvort sem er ekki tekinn aftur. Hverja ættuð þér núna að fylla eld- móði, svo að þeir lægju ekki á liði sínu og legðu lífið í sölurnar? Ég þarf líka að finna yður í fjöru, fyrir að hafa ráðlagt frúnni að gera stórinn- kaup á þeim forsendum að stríðið stæði eilíflega. HERPRESTURINN (reiður): Hvað kem- ur yður þetta við, ef ég má spyrja? KOKKURINN: Af því að þetta er sam- vizkulaust athæfi, svona lagað. Hvern- ig getið þér verið að skipta yður svona af viðskiptamálum annars fólks með óbeðnum ráðleggingum? HERPRBSTURINN: Hver er að skipta eér af öðrum? (Við Courage.) Ég vissi ekki að þér væruð svo náin vinkona þessa herramanns að þér þyrftuð að skrifta allt smátt Og stórt fyrir honum. MUTTER COURAGE: Farið ekki að æsa yður upp, kokkurinn segir aðeins sína eigin skoðun á málinu, en þér getið ekki borið á móti því, að þér höfðuð á röngu að standa varðandi striðið. HERPRESTURINN: Þér ættuð ekki að lasta friðinn, Courage! Þér eruð hýena vígvallanna. MUTTEtR COURAGE: Er ég hvað? KQKKURINN: Ef þér móðgið vinkonu ATTUNDA MYND 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. desember 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.