Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 16
Þórhallur Vilmundarson: SÖGULEG LJÓSMYND E LZTU Ijósmyndir af söguleg- um atburði íslenzkum eru myndir þær, sem Sigfús Eymundsson ljós- myndari og bóksali tók á þjóðhátíð- inni 1874. Þá var liðin rúm hálf öld, frá því er Frakkanum J. N. Niepce tókst að gera hina fyrstu varanlegu ljósmynd árið 1822, og um það bil tveir áratugir, sfðan „fréttaljósmynd- , ir“ komust í tízku í Krímstríðinu 1853—56. Sigfús Eymundsson (1837-1911) var Vopnfirðingur að ætt og uppruna. Tvítugur að aldri sigldi hann tíl Kaupmannahafnar og lagði þar stund á bókbandsiðn, en árið 1861 hélt hann til Noregs og nam ljósmyndun í Kristjaníu og Björgvin í hálft fjórða ár. Ljósmyndastofu rak Sigfús síðan í Kaupmannahöfn í hálft annáð ár, en sneri heim tií íslands árið 1866. Næstu árin lagðj Sigfús stund á ljós- mypdun, en stpfnaði auk þess bóka- verzlun, sem enn er rekin undir hans nafni. Ljósmyndastörf Sigfúss Eymunds- sonar eru merkust fyrir þær sakir, að hann gerði sér fyrstur íslendinga far um að taka útimyndir, m.a. af göt- um Reykjavíkur. Eru frummyndir hans margar nú varðveittar í Þjóð- minjasafni, og mun eflaust þykja æ meira um þær vert, eftir því sem tím- ar líða. SIGFÚS Eymundsson var ráð- inn framkvæmdarstjóri þjóðhátíðar- innar á Þingvelli við Öxará 5.—8. ágúst 1874, er minnzt skyldi þúsund ára afmælis íslandsbyggðar. Hafði hiö nýstofnaða Þjóðvinafélag beitt sér fyrir því, að þjóðhátíð þessi yrði hald- in og jafnframt Þingvallarfundur kjör inna fulltrúa úr öllum sýslum lands- ins, er ræða skyldu landsmál. Þótt framkvæmdarstjórinn hefði í mörgu að snúast, lét hann ekki undan falla að taka nokkrar ljósmyndir af hátíð- arhöldunum. Þrjár þeirra eru birtar í riti Brynleifs Tobíassonar, Þjóðhá- tíðin 1874 (Reykjavík 1958). Ein er af komu konungs til Reykjavíkur 30. júlí, en hún er því miður hreyfð og óskýr, enda var mjög erfitt að ná skýrum myndum af mannfjölda á þessum tímum, þar sem lýsa þurfti myndirnar í nokkrar sekúndur. Tvær myndanna eru yfirlitsmyndir af tjaldbúðum á Þingvelli, og eru þær skýrari. Hins vegar er ekki birt í bók Bryn- leifs sú þjóðhátíðarmynd Sigfúss, sem mest er um vert og hér bútist. Er sú mynd einnig varðveitt í Þjóðminja- safni (nr. 5947), en frummynd hennar er því miður glötúð, og því er hana ekki að finna í myndasafni Sigfúss í Þ.ióðminjasafni. Hefur þessi merki- lega mynd hvergi birzt fyrr en í riti Hannesar Péturssonar um Steingrím Thorsteinsson (Reykjavík 1964). Þar er myndin þó ekki öll, því að numið er af báðum endum hennar. L JÓSMYND þessi er tekin síð- asta dag hátíðarhaldanna, 8. ágúst, utan við aðalhátíðartjaldið. Daginn áður hafði Kristján konungur níundi komið á Þingvöil, en haldið til Reykjavíkur um kvöldið. Lokadaginn var rætt á Þingvallarfundi um merki íslands að tillögu Tryggva Gunnars- sonar, og kom mönnum saman um, að fálkinn skyldi vera merki lands- ins og koma í stað flatta þorsksins, en málið þó látið bíða næsta alþingis, Síðan samþykkti fundurinn þakkar- ávarp til Jóns Sigurðssonar forseta, en hann sótti ekki þjóðhátíðina, enda hafði honum ekki verið boðið til hennar. Loks ræddu fundarmenn kostnað af hátíðarhöldunum. „Að endingu tók Sigfús ljósmynd af öllum fundarmönnum og mörgum fleirum ásamt tjöldunum, og sést þaö allt á einu blaði“, segir Matthías Jochums- son í Þjóðólfi. Mun Matthías efiaust eiga við þessa mynd, þótt eitthvað sé málum blandið, þegar hann segir, að ljósmynd hafi verfð tekin af „öllum fundármönnúm“. Á myndinni má sjá 30 menn (auk 1—2, er að baki þeim 24. désember 1965 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.