Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Page 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Page 20
Átta dbirt Ijdð Eftir Jóharrn Sigurjónsson Kveðja til Einars Jónssonar Nú finnst þér tíminn læðast jafn tifandi hægt eins og tígrisdýr slægt, sem mjakar sér að bráðinni, þangað til það þýtur á fætur og sem örskot á stað, eíns er aðdragandinn lengi, en förin fljót af líða, vinur minn, nú langar þig til landsins fríða. Þú fæddist sem við allir á fósturlandsins brjóstum, þú fannst þess bitru nepju í vetrarköldum gjóstum, þú horfðir eftir fuglunum, sem flugu burt á haustin, þá fannst þér döpur heimavistin skipalaus við naustin, sem vængjastýfður konungsörn þú varðst að sitja heima, vakandi að nægjast með að dreyma. Svo uxu þér fjaðrir, þá flaugst þú af stað, þá fannst þú blæinn strjúkast þér um vanga, íyfta þér á brjóstum sér og bera þig á stað, bera þig um hafdjúpsins vegu óralanga, þangað sem að birkilundar bleikar ekrur girða, en vinur minn, nú langar þig til sólarlandsins syðra. Þú kvíðir því hálfgjört að brjóta það band, sem bindur þig við gamla vistarstaðinn, en hinsvegar dregur þetta lárviðarland, þar laufkrýndur vínteinn er rauðum þrúgum hlaðinn, þar dagurinn er heiður og himinninn blár og höfug nóttin dimm eins og suðrænt meyjar hár. Ég vildi að við mættum öll þessi æskunnar börn með unga krafta fljúga suður í heima, en gæfudísin fagra er duttlungagjörn, hún dæmir okkur f jóra til að langa eða gleyma. Ég þarf víst ekki’ að geta þess, þú veizt það vinur minn, við vonumst þess, að gæfan passi óskadrenginn sinn. Minni Steingrims Thorsteinssonar Þú mikla skáld! sem heillar huga minn og hrífur landsins börn með kvæðum þínum, hve ljúft er fyrir lærisveininn þinn þér ljóð að flytja’ af veikum mætti sínum. Þeir hreimar, er þú færð úr hörpu þinni, til hærri staða lyfta sálu minni. Vor fósturjörð með fjöllin hvít og blá, með fagra dali, græna hóla’ og rinda, hún hrausta drengi’ og göfga anda á, sem eitthvað nýtt og fagurt vilja mynda, og þú ert einn af þessum miklu öndum, sem þjóð og land sitt vekja’ og hrífa’ úr böndum. Af hörpu slærð þú hjartnæm ljóðin blíð, ég heyri þegar falla laufin bleiku, og hvernig indæl aftangolan þýð á Æolusarhörpustrengi leikur. Ég heyri báruhljóð við sjávarsanda, er syngur rótt í þínum djúpa anda. Og stundum sé ég föllin fagurblá í faðmi ægis spegla sínar hlíðar; ég heyri hvernig hjörtu þeirra slá, er hrífur fyrsta sinni ástin blíða. Ég heyri líka stunur dauðadjúpar, er dánarblæja látna vini hjúpar. Þín kvæði geymast hjörtum allra í, sem unna máli, þjóð og feðrum sínum, og vænar rósir vaxa’ af fræi því, er viðkvæm hjörtu finna’ í Ijóðum þínum. Þær rósir seinna verða’ að vænum runnum, sem vökvast smátt og smátt af tímans brunnum. Jóhann Sigurjónsson. Þú mikla skáld, er heillar huga minn og hrífur landsins börn með kvæðum þínum, hve'ljúft er fyrir lærisveininn þinn þér ljóð að flytja’ af veikum mætti sínum. Þér óska’ eg heilla’ á ævibrautu þinni, vér allir drekkum glaðir skáldsins minni. Kvöldhugsjón Svalur blærinn svífur hljótt, syngur vær og fögur kvæði, lækir tærir líða’ að græði, ljóðar særinn blítt og rótt; frostrós hlær, en freðin svæði felur snærinn líkur klæði, stjörnur skærar skína’ um bjarta nótt. Horfið, sjáið ljóssins leik, létt um bláhrein tjöld þau streyma, til og frá þau flögra’ og sveima, faðma stráin köld og bleik; heill ég þrái hátt að dreyma, huggun fá og mega gleyma öllu lágu striti, ryki’ og reyk. Þú, sem ræður himna her, haga klæðir skrúða grænum, þú, sem fæðir fiska’ í sænum, faðir hæða! líkna mér. Hugsjón glæð þú heitum bænum, hálfu kvæði svara’ í blænum, drottinn! græð þú sárin, sem ég ber. Feginn hátt ég hugsa vil, hníga’ ei lágt í tímans glaumi, samt ég þrátt í þungum straumi þyrlast máttlaust, fátt ég skil. Drottinn! láttu’ ei lifa’ í draumi, liðinn brátt er tíminn naumi — duftkorn smátt, sem langar ljóssins tiL Bliknar hey og breytast lönd, berast fley að grafarmynni, fylgir meyja móður sinni, manninn beygir dauðans hönd; þá ég hneigi’ í hinzta sinni höfuð og dey í miskunn þinni, lát mig eygja ljós á dimmri strönd. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. desember 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.