Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Qupperneq 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Qupperneq 21
J— 7/7 móður skáldsins 1 Móðir kær, ég minnist jafnan þín, meðan blærinn leikur hugnæm kvæði, meðan tærir lækir líða’ að græði, lilja grær og fögur stjarna skín. Hjá þér, móðir, ungur fékk ég fæði, fyrstu ljóðin þýðu’ og valin klæði. Elsku góða bezta móðir mín! Ástin þín er eins og stjarnan skær, ekkert skín jafn bjart á vegum mínum, ávallt hlýnar mér af orðum þínum, innst í mínu hjarta fræ þitt grær. Geislar bjartir ganga’ í réttum línum, göfugt hjarta’ er virt af börnum sínum, fegurst skart er hjarta hreint sem snær. Smáa barnið barst þú höndum á, brautu fornri skal ég aldrei gleyma, hvar á hjarni lífsins sem ég sveima, sífellt varnar það mér gremju frá. Meðan hagar litkast, mun ég geyma minning daga þeirra’ er liðu heima út við fagurt vatn og saltan sjá. Lilja’ er grær í lágri f jallahlíð, lækur tær, er hlær af f jallsins völdum, stjarna skær af loftsins ljósu tjöldum, lofgjörð færir guði alla tíð; samt þótt margt sé vitni’ á öllum öldum, ástríkt hjarta þitt á dögum köldum ljómar bjartast líkt og sólin fríð. Kæra móðir, hugur hjá þér er, helga’ eg ljóðin smáu blíðu þinni, meðan blóð mitt hraðar hringferð sinni, hjartkær móðir, jafnan ann ég þér; faðir góði, gefðu að allir finni góða móður yfir vöggu sinni, meðan rjóða geisla röðull ber. 2 Mikla, helga móðurást, myndin guðdóms bjarta, þú sem engu barni brást, birtir heiminn svarta. Þegar móður fór ég frá, fannst mér lífið svíða, hnigu tár af heitri brá, hjartað skalf af kvíða. Grátfríð móðir mælti þá: „Mun þú, sonur .kæri, ef þú Guði féllir frá, farin ró mín væri.“ Þín kveðjuorð mér eru nú ótal gæfulindir, fögur tár, er felldir þú, fríðar englamyndir. 3 Ég geymi’ í huga marga mynd frá mínu fósturlandi, af grænum bala’, af lækjarlind, af ljómahvítum f jallatind, af bárum er þær leika’ í sjávarsandi. En einni þeirra ann ég mest og öllum betur geymi; ég þakka henni fyrir flest, hún fæddi mig og var mér bezt af öllum, sem ég þekki’ í þessum heimi. Ég man svo fjarska margan söng, er minning ljúfa geymir af fossins nið í f jallaþröng og fljótsins gjálp með jökulspöng, það heyri’ eg næstum ávallt er mig dreymir. En kærust þó af öllu er mér ávallt móðurraustin, hún átti hulið afl í sér, og orðin fyrstu kenndi hún mér og söng mín vöggukvæði vor og haustin. Nú er ég, kæra móðir mín, frá mínu föðurlandi, en hver einn geisli’ er skærast skín, hann skilar kveðju heim til þín, og sérhver bára’ er berst að votum sandi. SMALAVÍSUR Aleinn dvel ég upp til fjalla, ærnar kroppa’ í grænni lág, sit ég uppi’ á hæsta hjalla, horfi’ eg yfir þær og kalla, hlaupi nokkur hópnum frá. Seppi minn á malnum liggur, mér er greyið næsta kær, hann er bæði trúr og tryggur, sigi’ eg fyrir ólmar ær. Ég á kofa’ á háum hóli, hann ég löngu byggði mér, ligg ég þar í litlu bóli lyngi þöktu í bezta skjóli, þegar rigning úti er. Það er fagurt upp til fjalla, fellur á um gljúfrin þröng, þar ég harðla’ oft hrópa’ og kalla hátt og snjallt, en get þó varla heyrt það, svo er hún heljarströng. Núna’ er mikil blessuð blíða, blóm og fuglar skemmta sér, eg þarf heldur engu’ að kvíða, ærnar hlaupa sjaldan víða, þegar svona úti er. Stökur í bréfi til Árna Sigurðssonar (5r12 1898) i. Hver hefur lesið á köldum stein þær kynlegu rúnir, sem vatnið grefur? Hver hefur lesið á grænni grein, er gullfögur döggin á blöðum skein, leyndardóm þann, sem lífið gefur? II. Berstu við lífið með þrek og þor, þvingaðu stundum geðshræring niður; vaxi þér kraftur við hvert eitt spor, kyssi þig gæfunnar sólhlýja vor, auðnist þér, vinur minn, farsæld og friður. III. (úr töpuðu leikriti). í lífi skiptast gleði’ og grátur á, unz gleðiköll og sorgarandvörp deyja; en þó að hnígi lilja fyrir ljá, þá lifir ást í vinar brjósti meyja. — / flugher Framhald af bls. 19. ustuvél yfir flugvellinum okkar, og tókst flugmanninum aS nau’ðlenda vélinni á vellinum. Ég lenti skömmu síðar og gekk að þar sem hann var umkringdur for- vitnum flugmönnum úr flugsveitinni. Þegar Þjóðverjanum var bent á, áð ég væri maðurinn, sem hefði skotið hann niður, gekk hann til mín, afhenti mér skammbyssuna sína, og sagði mig eiga hana með heiðri og sóma. „Áttu þessa byssu enn?“ — Nei, því miður. Á leiðinni til Eng- lands týndist pokinn með öllu dótinu mínu, og þar í var skammbyssan. Þessi Þjóðverji bjó hjá okkur í mötu- neytinu í tvo daga, enda hafði hann gef- ið drengskaparloforð um að reyna ekki áð strjúka. Við ræddum mikið við hann um flugið, flugeiginleika Spitfire og Messerschmitt-vélanna o. f 1., og okkur þótti hálfleiðinlegt þegar hann var sóttur af landhernum og fluttur í fanga- búðir. „Sumir segja, að flugmannalífið á stríðsárunum hafi verið nokkuð svall- samt. Hváð er hæft í því?“ — Auðvitað er það svo, að þegar marg ir ungir menn koma saman, er mikið fjör á ferðum og töluvert drukkið. Venju lega drukkum við bjór, því lítið annað fékkst á þessum árum. Oftast var það : svo, að einhver í hópnum gat leikið á píanó, og það var drukkið og skemmt sér á kvöldin. Ef við vorum staddir á heima flugvelli, var töluvert gert af því að spila billiard og kasta pílum. Þegar þannig stó'ð á, fóru menn stundum í næsta bæ, og sóttu þar dansleiki og veitingahús. En segjast verður, að allt þetta fór mikið eftir því, hvort menn voru á vakt snemma næsta dag eða ekki. Segir þetta sig sjálft því flestir vissu að það var ekki æskilegt að fljúga og berjast timbraður ef menn á annáð borð hugðu á langlífi. „Ef þú værir 19 ára í dag, með reynslu þá, sem þú nú hefur, en árið væri 1939, hvað myndirðu gera? — Hiklaust ganga í flugherinn. Eins og ég sagði áðan voru þetta beztu ár ævi minnar. Hvenær sagðir þú, síðan skilið við brezka flugherinn? — Ég gekk formlega úr honum í des- ember 1946, meira en ári eftir styrjald- arlok, og hélt heim til íslands. Ég réðist þá til Flugfélags íslands, og hefi verið í þess þjónustu áð mestu síðan. í fyrstu flaug ég eingöngu innanlands, því er ég réðist til félagsins var millilandaflugi ekki til að dreifa. Ég fór síðan að fljúga millilandaflug eftir að við fengum gamla Gullfaxa 1948. Á árunum 1957—1960 fékk ég frí frá störfum hjá Flugfélaginu, og hélt suður til Kongó, þar sem ég flaug fyrir belgíska flugfélagið Sabena. Þetta voru all vi’ðburðarík ár á þessum slóðum, og í Kongó var ég er landið fékk sjálf- stæði. Um það leyti flaug ég í heila viku með Patrice Lumumba, sem þá var í kosningaferðalagi um landið. Flokkur hans tók flugvélina á leigu, og var ég flugstjóri. Lumumba var undarlegur maður. Hann hafði á vissan hátt svipu’ð áhrif á fólkið og Adolf Hitler á sínum tíma. í sjálfu sér voru ræður hans naumast merkilegar, og ætti ég þó fremur að segja „ræða hans“, því hann flutti alltaf sömu ræðuna hvar sem við fórum. Ég var búinn að læra hana utanað, enda þótt ég væri enginn sérstakur frönsku- maður, og hefði sjálfsagt getað flutt hana í hans stað, ef svo hefði við borið. Megininntak ræðu Lumumba í ferða- lagi þessu var í stytztu máli eftirfar- andi: „Þið sjáið hverjir búa í fínu hús- unum og eiga fínu bílana. Hvíti maður- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21 24. desember 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.