Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Qupperneq 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Qupperneq 23
Eftir Edward Taylor mT egar hann steig af skipsfjol, leið hor.um mjög vel; 1 sinni hans var nota- legur friður og í fyrsta skipti í langan tírrr-i hafði hann fundið til öryggiskennd- ar innra með sér. Hann leit ekki um öxl til skipsins, því að hann saknaði þess ekki. Hann hugsaði ekki heldur um mennina, sem héldu áfram að lifa og hrærast og þjást á skipinu; á löngum tíma hafði hann lært að hundsa meiningarlaust nöldur jþeirra og fánýtar áhyggjur. Hann hafði ekki einu sinni kvatt þá, þegar hann fór í land, en umborið storkandi augna- ráð þeirra með kuldalegu afskiptaleysi. Þeir áttu í raun og veru ekkert sam- eiginlegt og þeim stóð nákvæmlega á sama um hvern annan. Þeir höfðu jag- azt og barizt eins og grimm dýr, og jafnvel á matmálstímum hafði hann átt erfitt um andardrátt í þessu ískalda, tærandi andrúmslofti. Bróðir hans tók á móti honum á hafn- »rb#kkanum. Hann var stór og lotinn augnaráðið hvikult. Hann reyndi að vera glaðlegur og hnyttinn eins og í igámla daga, þegar þeir skiptu öllu bróðurlega á milli sín, gleði og skamm- lífum sorgum. Við hlið hans stóð feit- 'lagin kona, sem þjáðist af andarteppu. Hún horfði undarlega á hann undan þykkum augabrúnunum og heilsaði honum þurrlega. Mb- Þetta er konan mín, sagði bróðir hans og reyndi að vera fjörlegur og kynnti þau með ýktri gamansemi. — Við eigum heima í einu úthverf- anna, hélt hann áfram. 1— Húsið er að vísu ófullgert. En það er mjög fallegt úrtsýni yfir borgina. Hún hefur stækkað síðan þú varst hér Bíðast. — Ég er orðinn gamall fauskur, bætti hann við, þegar þau voru komin upp 1 bílinn. — En við höfum komið okkur vel fyrir. Það er ekki það. Ég hef verið heppinn í lífsbaráttunni. Mjög heppinn. Það er ekki það. — Áttu ekki eldspýtu handa mér? sagði konan og hallaði sér í átt til unga (uannsins með sígarettu milli þykkra, málaðra varanna. Hún sat við hlið hans, og þegar hann fann af henni þunga ilmvatnslyktina kenndi hann til einskonar andlegrar klígju. — Og stúlkan litla, hélt bróðir hans éfram með þessum uppgerða raddblæ, — hún er eins og hún er, skinnið. En henni líður vel á sinn hátt. * au óku f gegnum tómleg stræti, og tröllslegar byggingar gnæfðu yfir þau ó báða vegu. Það ríkti þögn í bílnum og viss drungi hafði setzt að manninum, eem var nýkominn heim. Samt vildi hanr. ekki viðurkenna fyrir sjálfum sér, að hann væri vonsvikinn, að hann hefði búizt við einhverju öðru. Þegar þau voru komin á leiðarenda og hann sá hina steingráu byggingu, sem fitti að verða heimili hans, fór um hann ókennilegur hrollur. Þegar hann steig útúr bílnum og heyrði þungar drur.ur orrustuflugvélar, sem hnitaði hringi hátt yfir höfði hans og skildi «ftir sig hvítan slóða, sem titraði í blámóðunni, leystist upp og rann saman ■lY veggnum á móti henni hékk gamalt rykfallið mandólín og yfir því mvr.d af stórum bóndabæ umkringdum laufguðum eikum, og mjallhvítur svan- ur synti hæversklega á tjörn. Stundum þegar frændi hennar gerði hlé á frá- sögum sínum til að fá sér að reykja, hvislaði hún; — Spilaðu á mandolínið þarna á veggnum, frændi. klædda matadora og tryllt naut og æstan manngrúa. Gítarinn hans var stór og fallegur. Það sló á hann grænni slikju í hálf- rökkri og tónarnir, sem hann seiddi frá honum, voru mjúkir og þýðir eins og dansandi stúlka. Litla stúlkan lá grafkyrr í rúminu og hlustaði frá sér numinn á marglitar kyr.legar sögur hans. Hún var lömuð, og tvisvar á dag kom faðir hennar inn I herhergið til hennar og mataði hana af hvítum diski og horfði á hana döpr- um hvarflandi augum. — Hvar er frændi? spurði hún lág- um rómi tvisvar á dag, og faðir henn- ar svaraði annars hugar: — Hann er úti að vinna. Annað fór þeim ekki á milli. Svo þegar frændi hennar kom, seint á kvöldin, stundum ör af víni, sat hann hjá henni og strauk bleikar kinnar hennar, sem voru undursamlega mjúk- ar eins og flos. — Kallaðu á mig, ef þú verður hrædd á nóttunni, frænka litla, sagði hann, þótt hann vissi mætavel, að hún var of veikburða til að geta kallað. Hann vild' einungis láta henni líða vel. — Ég er alveg við hliðina á þér, bætti hann við. — Og ég skal skilja gítsrinn eftir hjá þér, svo þú getir horft á hann, ef þú vaknar. Það gerði hann. En eftir að hann kom frá fjarlægum löndum vaknaði hún aldrei á nóttinni og varð aldrei brædd eins og oft áður. Ef til vill var það friðsamlegt glit gítarsins, sem h ifði þau áhrif. Daglangt hlustaði hún á skrölt vél- skóflunnar handan götunnar og þungan dyn umferðarinnar á strætinu og horfði á grámóskuleg skýin sigla hraðbyri fyrir utan gluggann. Daglangt hlustaði hún á más hinnar feitlögnu konu, er bjó með föður hennar, og magnaðar fyrirbænir hennar, þegar henni varð gramt í geði. við blámann, hrökk eitthvað í sundur innra með honum og það olli honum litt bærilegum sársauka. Hann kreppti handlegginn utan um gítarinn, sem var einr> af þeim fáu munum sem hann hafði með sér frá skipinu, og gekk álútur inn í hús bróður síns. A morgnana spilaði hann á gítar- inn, sem þýðmáll Spánverji hafði selt honum fyrir lítið fé í Barcelona, og á kvöldin sat hann álútur með gítar- inn við beð litlu stúlkunnar og sagði henm langar, einkennilegar sögur, án upphafs og endis, um litla, skraut- 24. desember 1965 Og hann leit á mandólinið og brostna scrtngi þess og hristi höfuðið, hljóð- látur. — Mandólínið, sagði hann hugsandi, ei fyrir drukkna og kiðfætta kúreka, sem vagga eins og endur og dansa klurnalega hringdansa. Það er hávært og gjallandi og kemur róti á hugann. Hljóðfæri eiga að róa hugann og sætta menn við hlutskipti sitt. Svo ieit hann á gítarinn og strauk strengi har,s mjúklega og dáðist í huga sér að grær.ni töfrabirtunni, sem umlék hann eins og geislabaugur. — En gítarinn, sagði hann síðan og rödd hans var brydduð hlýrri ástúð. — Gítarinn er fyrir svarthærða dökkleita Spánverja, þegar þeir hugsa um treg- ann í brjósti sér og dúnmjúkar næturn- ar á Spáni. Sjálfur var hann svarthærður og litað- ur af sól suðrænna landa. Yfir þvert and- lit hans hlykkjaðist svört rák eins og höggormur og hvarf undir eirbrúnan kjálkann. — Það er eftir hnifara í Napólí, svar- aði hann, þegar hann var spurður um höggorminn. — Það ætti enginn að fara til Napólí, bætti hann ætíð við. Það er staður fyrir skækjur og þjófa og kynvillinga, en ekki fyrir norræna sjómenn, sem vilja skemmta sér eina kvöldstund. Stundum, þegar stúlkan horfði á hann spila og sá hann hverfa inn í sjálfan sig og granna fingur hans þjóta með leifturhraða yfir glitrandi strengina og tónaflóðið fylla herbergið eins og gull- regn, byrjaði hún að gráta og lamaður líkami hennar nötraði af flogum. Þá hætti hann að spila, lagði frá sér gítar- inn við rúmgaflinn og gekk út að glugganum. Þar stóð hann í langan tíma og horfði yfir steingráa borgina og bærði ekki á sér. Svo þegar hún linnti grátinum gekk hann fram og aftur þungbúinn og augu hans voru há.'flokuð og hreyfingar hans kantaðar og þrungnar óþoli. Hann var eins og sært dýr í búri. — Ég hef viðbjóð á þessari borg, sagði liann eftir langa þögn. — Ég skal ekki gráta aftur, hvíslaði stúJkan full örvæntingar. — Ég hef viðbjóð á þessu landi og þessu fólki, sagði hann og röddin skalf af heift og óþoli. — Ég skal ekki gráta aftur, hvíslaði stúlkan skelfingu lostin. — Mig klæjar allan, þegar ég hugsa um þetta fólk, sagði hann og hás rödd har.s fyllti herbergið óhugnaði. Og stúlkan skalf og þagði og reyndi að láta sig hverfa undir þykku trosnuðu teppinu. Svo færðist ró yfir hann á ný og hann horfði hljóðlátur yfir borgina. Hann settist við hlið hennar og strauk silki- mjúkt hörund hennar varfærnislega. — Þú ert svo lítil, sagði hann hljóm- laust. Þú skilur ekki fullorðna fólkið. Það er svo margt skrítið út í heimin- um bæði góðir menn og vondir og fallegar og vondar þjóðir. — Á Spáni, byrjaði hann en þagnaði og fór að hugsa. Eftir langa þögn leit hann upp og brosti út í myrkrið dularfullur á svip. — Á Spáni eru næturnar svo mjúk- ar, að það er næstum því hægt að þreifa á þeim og strjúka þær eins og kinnarn- ar á þér. Og himinninn er eins og dökk- blátt flosteppi alsett tindrandi dem- öntum og tunglið . . . tunglið er eins og risavaxinn krystall eða eins og ein- eygt nátttröll, og þegar ég er drukkinn, þá finnst mér það stara á mig og reyna að svelgja mig í sig, og ef ég get ekki hlaupið undan því og falið mig, þá sný ég mér við og hlæ að því. Skelli- hlæ! Og undarleg orð hans létu í eyrum stúlkurnar eins og söngur og gítarspil og hún hlustaði gagntekin, unz hún gat ekki haldið augunum opnum leng- •LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.