Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Page 24

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Page 24
«r og svefninn lagðist yfir bieiirt andlit heansu eios og hlý slæða af silki. E ftir nmm daga aðgerðarleysi varð hann sér úti um vinnu. Bróðir hans hafði reynt að telja það úr honum. — Láttu þér líða vel hérna ,sagði hann. — Þú verður ekki lengi hér heima hvort sem er, bætti hann við. Ég sé það á þér. Það er eitthvað eirðarleysi í þér. Og þegar hann hugsaði sig um fann hann, að það var rétt. í fimm daga hafði hann ráfað um íbúðina, sem þrátt fvrir skrautið og íburðinn var galtóm og köld. Hann hafði fundið augnaráð kon- unnar hvíla á sér rannsakandi og stund- um ógnandi og stundum allt að því bljúgt. Hann hafði flúið undan þessu allt- gleypandi augnaráði til litlu stúlkunnar og spilað fyrir hana á gítarinn og talað við hana um alla hugsanlega hluti, jafn- vel Spán sem hann vissi sáralítið um. Honum þótti vænt um þessa hljóðu stúlku, sem barðist vonlítilli baráttu við skelfilegan sjúkdóm. Hún talaði mjög sjaldan en horfði á hann auðmjúku, allt að því tilbeiðslukenndu augnaráði. Stundum þegar hann yfirgaf hana, hafði hann heyrt niðurbælt kjökur úr herberg- inu, en hann sneri aldrei við. Hann þoldi ekki barnsgrát. Hann var honum of- raun. F yrsta daginn í vinnunni hafði yfir maður hans boðað hann á eintal í skrif- stofu sinni. Það var lítill maður og al- sköllóttur með þykk gleraugu og um varir hans lék sífellt furðulegt glott, sem breikkaði og opinberaði skældar tennur, þegar hann talaði. — Fáðu þér sæti, sagði hann gtottandi og benti á hægindastól andspænis sér. — Fáðu þér sæti, vinurinn, og láttu eins og þú sért heima hjá þér. Svo horfði hann glottandi á hann drykklanga stund og fingur hans iðuðu á borðplötunni. — Hlægilegt, sagði hann loksins. — Bókstaflega hlægilegt. Hann vissi mætavel, að hann átti við örið á andliti hans. — Þú ert svo sólbrenndur, baetti hann við glottandi. — Ég hef verið lengi erlendis, svaraði hann. — Já, já. Allt í lagi, vinurinn, sagði yfirmaðurinn. — Má bjóða þér að reykja? Havanna- vindil? — Já, takk. Það er ekki úr vegi. — Nei, nei, vinurinn. Ég skil menn eins og þig. Þú hefur auðvitað verið á Kúbu. — Eg hef komið þangað. Það er langt síðan. — Ég skil. Ég hef verið þar sjálfur. Það er fallegt kvenfólk á Kúbu. — Já, það er fallegt. En það eldist fljótt. — Ég skil. Yfirmaðurinn stóð upp giottandi og byrjaði að ganga um gólf. — Og kvenfólk, hélt hann áfram og pú- aði vindilinn og strauk á sér bústna hökuna, — er ekki allt. Hann staðnæmdist snögglega við hlið hans og lagði höndina á öxl honum. — Það er ekkert vit fyrir skynsama menn eins og þig að keyra bíla og um- gangast leiðinlegt fólk. Mig vantar skyn- saman mann á skrifstofuna. Til að hjálpa mér við ýmislegt. Það drepur engan og fyrirtækið stendur föstum fótum og borgar skynsömum mönnum vel. Glottið var horfið af andliti hans og í stað þess komið rannsakandi augnaráð, næstum því hótandi. — Nei, svaraði hann. Ég vil heldur keyra. Ég kann illa við mig inni. Ég er ekki vanur því. Yfirmaðurinn glotti aftur og fjar- 24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lægði iðandi fingur sfna af öxl bans. — Jæja, vinurinn. Ég skil þig. Kannski við komumst að samkomulagi einhvem tíma seinna. Ég held að við eigum margt sameiginlegt . Þar með var hann kominn í vinnu, og þá byrjuðu vikurnar að líða ein af annarri og hurfu hver í aðra eins og samfelld röð reikandi skugga í tilbreyt- ingarlausum hrynjanda. Dag einn nokkrum mánuðum eftir heimkomu sína kom hann óvenju sr.emma til herbergis stúlkunnar. Hann var mjög þögull og hreyfði ekki við gítarnum, sem lá að vanda við rúmgafl- inn. Hann sat við hlið stúlkunnar og strauk kinnar hennar og horfði myrkum óræð- um augum út í bláinn. Eftir langa hríð var eins og hann áttaði sig. Hann fór í vasann og dró upp ílangan pakka. Hann tók utan af honum umbúðirnar og rétti henni hörgula sælgætisöskju með rauð- um borða, án þess að líta til hennar. Þetta var í fyrsta skipti, sem hann gaf henni sælgæti. — Af hverju ertu ekki í vinnunni? hvíslaði stúlkan. — Ég er hættur í dag, sagði hann með semingi. Ég er eitthvað slæmur í höfð- inu. Hún tók við öskjunni og horfði á hana forvitnislega. — Hvað er í þessu? spurði hún og það vottaði fyrir tilhlökkun í röddinni. Hann kipptist ónotalega við þegar hann heyrði hreiminn í rödd hennar og hætti að strjúka á henni kinnina. — Það er sælgæti, sagði hann. Þú mátt eiga það. Það er gott fyrir litlar stúlk- ur. Hún opnaði öskjuna varlega og hreifst al litlum marglitum molunum, sem var snyrtilega raðað inn í hana. Hún fingr- aði einn þeirra og stakk honum upp í sig. Smám saman kom á andlit hennar ánægjulegur værðarsvipur og hún tók annan mola og saug hann svo upptekin af hinu ljúffenga bragði að hún varð einskis annars vör. Hann gaf henni hornauga vandræða- legur á svip og augun urðu ráðþrota og hvarflandi. Svo stóð hann á fætur og gekk út að glugganum og horfði út. Hann ræskti sig og tvísteig; svo sneri hann sér við og byrjaði að ganga um gólf. — Ég skal láta hann pabba þinn hafa peningá, svo hann geti keypt handa þér sælgæti, sagði hann skyndilega og rödd hans var hrjúf. Hún leit á hann undr- andi og svaraði ekki en hélt áfram að maula sætindin. Ósjálfrátt varp hann öndinni og svo settist hann hjá stúlkunni og tók í hönd hennar. — Á ég að gefa þér gítarinn minn? spurði hann og reyndi að vera glaðleg- ur, en það mistókst. Stúlkan missti öskjuna og molarnir ultu um allt teppið, eins og glitrandi fjársjóður. — Ætlarðu ekki að spila á hann oft- ar? hvíslaði hún. — Nei, svaraði hann snöggur upp á lagið. — Ég vil ekki spila á gítar. Það er tímasóun, ef þú skilur hvað ég meina. Það fer of mikill tími í það. Stúlkan þagði lengi og horfði á hann. — Svo kann ég ekkert að spila á gítar, hélt hann áfram. — Þetta er bara glamur. Það kunna engir að spila á gítar nema Spánverjar. Það - var löng þögn og hann fann hvernig hönd hennar kólnaði, hvernig hún skrapp saman og rann úr lófa hans. — Sérðu sælgætið þitt, sagði hann og byrjaði að tína saman molana ákafur og forðaðist að líta á stúlkuna. — Hérna, sagði hann. Ætlarðu ekki að borða meira sælgæti? — Nei, hvíslaði stúlkan og eitthvað í rödd hennar hafði brostið. — Mig lang- ar ekki í það. Aftur varð þögn, nánast óbærileg að því er honum fannst, og hann ræskti sig og ók sér órólegur á rúmbríkinni. — Ertu að fara? spurði hún síðan. — Ekki verð ég hér til eilífðar, svar- aði hann. Menn verða að skoða sig um í heiminum. Annars .... fúna þeir. Eftir litla stund hélt hann áfram giaðlegri: — Þegar ég kem aftur skal ég gefa þér sjöl eins og stúlkurnar á Spáni hafa á öxlunum. Úr silki. Allavega lit. — Ertu þá að fara? sagði stúlkan og það hafði dregið mjög úr röddinni. — Borðaðu sælgætið þitt, sagði hann hranalega og sneri sér fram. — Nei, sagði hún. Ég vil það ekki. Þá greip hann snögg bræði. Hann lang- aði til að gefa þessum kenjótta krakka utan undir. Augu hans brunnu af sekt og reiði. — Af hverju gerirðu^ aldrei eins og ég segi? æpti hann. — Ég hef setið hjá þér og sagt þér sögur og spilað fyrir þig á gítar og hangið yfir þér á hverju einasta kvöldi. En þegar hann leit á stúlkuna og sá hinn magnþrota geig í augum hennar og ákafa kippi í kringum fölar varir hennar, snerist hann á hæli, rauk á dyr og skellti harkalega á eftir sér hurð- inni. U m kvöldið kom hin andstutta, hvapholda kona til hennar. Hún var með glas af mjólk og kjötmauk á hvít- um diski. — Auminginn litli, sagði konan og settist við hlið hennar og otaði að henni matnum. — Hvar er frændi minn? spurði stúlk- an hljómlaust. — Guð minn góður, sagði konan. — Spyr hún þá ekki eftir þessum lánleys- ingja. Borðaðu nú matinn þlnn, elskan» — Hvar er frændi minn? endurtók stúlkan. Bleikt andlit hennar hafði dýpkað í sjón og kringum stór augu hennar voru þungir skuggar. — Hann er farinn langt í burt, vona ég. sagði konan gjallandi eins og við sjálfa sig. Mér geðjaðist aldrei að þeim manni. Það er eitthvað óhreint í kring- um svona menn. Borðaðu nú matinn. þinn, auminginn litli. Svona á sig komin. Guð minn góður, þau eru misjöfn kjör mannanna. Ætlarðu ekki að borða mat- inn þinn, elskan? En stúlkan vildi ekki borða. Hún lá grafkyrr og starði út í bláinn og að lokum gafst konan upp og gekk til dyra. — Réttu mér gítarinn, hvíslaði stúlk- an. , Konan leit til hennar forviða. — Svona nú, elskan, sagði hún sef- andi. — Hann pabbi þinn kemur bráð- um. — Réttu mér gítarinn, sagði stúlkan þrákelknislega. Konan sneri hikandi við og tók upp gítarinn. Er fingur hennar snertu streng- ina, fylltist herbergið kynlegum hljómi, trylltum og skerandi. — Ég held að barninu sé ekki sjálf- rátt, sagði konan um leið og hún gekk út. — Og er það að furða, guð minn góð- ur? Og seinna um kvöldið, þegar faðir hennar, stór og lotinn, kom hljóðlega inn í herbergið til dóttur sinnar, iá hún grafkyrr með bleika handlegfgina vafða utan um stóran gítar. Það sló á hann grænni slikju í hálfrökkrinu, og kynleg birta umlék glitrandi strengi hans. Augu. stúlkunnar voru brostin og tóm og andlit hennar bleikara en nokkru sinni fyrr. Það ríkti annarlegur friður í her- berginu eins og í mannlausri kirkju. Faðirinn riðaði á fótum og kiknaði í herðum undan ósýnilegu fargi. Hann settist á rúmbríkina og huldi andlitið I höndum sér, og stór líkami hans nötraði og skalf. Utan af strætinu barst þungur niður umferðarinnar og háværar konu- raddir. Sólin var lágt á lofti og rþað: var farið að kólna í veðri. Þykk kólguský höfðu hrannazt upp við fjarlægan sjón- deildarhringinn. SIGGI SIXPEHSARI — Maður skyldi nú halda, að fyrirlið inn ætti að vera tii fyrirmyndar í klæða- bu rði. 24. desember 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.